Vorblómin ljúfu.

Það fer að koma að hvíldatíma hjá mér, það er erfitt að vera í kappi við tímann svona á vorið, og jafnvel missa af vorlestinni.  En svona er þetta bara, við getum ekki gert meira en við getum Smile

Þessi tími er langflottastur í garðskálanum mínum.

IMG_0554

Þó veðrið hafi verið fallegt undanfarið þá er ennþá mikill snjór hér hjá mér. En hann fer hratt.

IMG_0555

Það er komin 12 maí og ennþá svona mikill snjór.

IMG_0556

Ég er samt ekkert að skammast yfir snjónum, hann hlífir plöntunum en fyrst og fremst seinkar hann skemmdarverkum ofar á lóðinni þar sem verið er að grafa allt í sundur, þeir hafa ekki mína blessun á að vaða yfir allan gróður sem ég hef verið að vinna við í 30 ár.

IMG_0558

Að vísu er hætt við að eitthvað af trjám og runnum brotni undan þunganum, en það eru náttúrulegar skemmtir en ekki mannanna verk.

IMG_0559

En þetta er leiðin sem þarf að krækja til að komst upp í gróðurhúsið mitt.

IMG_0560

Sem betur fer hef ég fengið góða hjálp við vinnuna, annars hefði þetta sennilega ekki gengið.

IMG_0561

En svo er rosalega notalegt að slaka á við að grilla.

IMG_0562

Þessa sælu á nú að reyna að taka frá mér með valdboði, það er sárt.

IMG_0564

Nú vantar mig hollvinasamtök fyrir kúluna til að ég fái að vera hér áfram.

IMG_0565

En það er erfitt að tala um þessi mál, ég er að reyna að halda sönsum og velta mér ekki upp úr þessari nauðgun.

IMG_0569

Hér er yfirgrillarinn minn. Gott að geta kælt bjórinn á svona náttúrulegan hátt.

IMG_0570

Og inni er allt í blóma. Fiskarnir að vakna upp eftir veturinn.

IMG_0571

Sópurinn minn aldrei fallegri.

IMG_0572

Nektarínan mín. Það vantar samt ennþá býflugurnar, þær eru sennilega ennþá á bólakafi í snjó.

IMG_0574

Kirsuberin og perurnar.

IMG_0575

Kamelíufrúin mín.

IMG_0576

Já þetta er paradísin mín, og ég mun gera allt sem ég get til að berjast fyrir henni.

Eigið góðan dag elskurnar.


Bloggfærslur 13. maí 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024179

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband