Ferðalok.

Þessi ferð var afskaplega skemmtileg og fræðandi, sérstaklega um uppbyggingu og vandamál annara byggðakjarna.  Með svona ferðum getum við betur skilið hvort annað og haft meira umburðarlyndi gagnvart öðrum samfélögum, það er af hinu góða.

IMG_0446

Við kvöddum Sveinbjarnargerði með söknuði, starfsfólkið var afskaplega notalegt og vingjarnlegt, og við áttum þarna góðar stundir.

En nú var haldið af stað í áttina að Árskógströnd, þar ætlum við að skoða bruggverksmiðjuna Kalda. 

Það var spáð brjáluðu veðri og sumir vildu bara gista eina nótt í viðbót, aðrir halda af stað og gista á leiðinni einhversstaðar og það varð úr.

IMG_0448

Hér sjáum við naut í flagi Smile en á flestum bæjum var ekki svona mikið komið upp úr snjónum, því sumstaðar sást bara í endann á girðingarstaurunum. 

IMG_0451

Og hér kemur ferjan brunandi inn, ef til vill ættum við bara að fara út í eyju LoL

IMG_0453

Það var svona tilhlökkun hjá sumum að koma hingað og skoða bjórverksmiðjuna.

IMG_0454

Þar var okkur tekið opnum örmum af eigendum verksmiðjunnar, og þar biðu glösin eftir að verða fyllt af hressandi bjór, bæði dökkum og ljósum.

IMG_0459

Og gestgjafarnir höfðu nóg að gera að hella á glösin.

IMG_0465

Og það var skoðað, spáð og spekulerað.

IMG_0467

Svo var farið yfir sögu verksmiðjunnar. Þau drifu þetta af stað þegar maðurinn varð fyrir slysi og þau voru bæði atvinnulaus, með einstakri elju og þrautsegju komu þau verksmiðjunni á koppinn, fengu til liðs við sig bjórsérfræðing sem var þeim innan handar fyrstu árin í gerð og uppbyggingu bjórsins. Það starf hefur nú skilað sér einstaklega vel, því bjórinn þeirra þykir einstaklega góður, hann er líka hollur því hann er lífrænn. Þau höfðu um að velja að hafa geymslutímann lengri eða hafa bjórinn náttúrlegan og völdu seinni kostinn. Hann geymist í tvo og hálfan mánuð, sem fersk vara, en miklu lengur raunverulega. Þau sjá sjálf um alla sölu og innflutning á því sem þau nota í bjórinn og glerið utan um hann. Þarna kom í ljós að samkvæmt íslenskum lögum má ekki endurnýta glerflöskur, svo það verður að flytja inn hverja einustu flösku, enginn smá gjaldeyrir sem þannig sogast í vitleysu. Og rökin eru næsta fá. Þetta er séríslensk lög, sennilega háð duttlungum stjórnmálamanna. Bara eiginlega alsherjar vitleysugangur, sem þarf að laga sem fyrst.

IMG_0469

Hér er verið að hlusta á framsöguna.

IMG_0473

Það er sem betur fer til ennþá á Íslandi fólk sem hefur kjark og þor til að hrinda áhugamálum sínum í framkvæmd og gera það með sóma. Það er ekki alveg búið að berja úr okkur landsbyggðatúttunum allt frumkvæði, með fáránlegum reglugerðum, lögum sem standast enga skynsamlega skoðun, né misvitrir pólitíkusar sem halda að þeir eigi að stjórna lífi fólks, í stað þess að setja umgjörð um athafnir landans, til eðlilegra lífshátta.

IMG_0475

Og strákarnir voru búnir að semja texta sem þeir sungu fyrir eigendurnar sem þakklæti frá okkur, lagið heitir Viðgerðarbjór, og vakti lukkku.

IMG_0477

Já þetta var alveg ljómandi og mikil jákvæð upplifun, í dag hafa þau störf fyrir 10 manns, og verksmiðjan fer stækkandi því þau anna ekki eftirspurn, þau hafa auk þess sent tvo starfsmenn í menntun í bjórgerð, sem munu skila sér heim og auka gæðin og vinsældirnar. Svona eiga menn að vera.

IMG_0479

Segi nú bara innilega takk fyrir okkur Heart

IMG_0487

Það þurftu margir að ræða við eigendur og spyrja og spá.

IMG_0490

Aðrir nutu þess bara að vera til.

IMG_0494

Og svo auðvitað að njóta þess að drekka bjórinn.

IMG_0498

Brosandi glaðir menn.

IMG_0499

Sumir vildu svo fara ofar í stigann hehehe...

IMG_0504

Og þessi elska kúrði svo fyrir utan, komin í felulitina sína. Ef til vill var hún búin að fá sér bjór.

IMG_0505

OG þá var að kveðja Árskógsand.  Við vorum enn að spá í veðrið, það var lagt af stað til Sauðárkróks. 

IMG_0512

Enn bólaði ekkert á vondaveðrinu sem við vissum að var á Steingrími, sumir vildu gista hér á Sauðárkrók, en bílstjórar rútanna sögðu að betra væri að fara yfir heiðarnar hér áður en veðrið versnaði því við gætum orðið innlyksa hér, og það var úr að áfram var haldið. En það gerði líka útslagið að það var ekki nægilegt gistirými fyrir allann mannskapinn á sama stað, við gátum fengið gistingu á fjórum stöðum, en við vildum heldur halda lengra og geta verið öll á sama stað. Það er ekki auðvelt að fá gistingu með engum fyrirvara fyrir 60 manna hóp.

IMG_0514

Ég á líka vini hér, sem ég hefði sennilega bankað upp hjá í kaffi ef við hefðum verið kyrr.

IMG_0518

En svona er þetta þegar ferðast er í stórum hópum.

IMG_0519

Það var frekar erfitt að ýminda sér vont veður í sól og blíðu fyrir norðan. En það kom nú reyndar á daginn að það varð vitlaust veður þar svo eins gott að við lögðum í hann.

IMG_0521

En það var farið að hvessa. Við fengum inni á Staðarflöt í Hrútafirði.

IMG_0523

Áttum þar óvænta notalega stund.

IMG_0527

Þar er líka gott fólk sem tekur manni opnum örmum.

IMG_0529

Já þetta var notalegt, einhverjir hafa sjálfsagt þurft að fá extra frí.

IMG_0533

Aðrir tóku þessu öllu með stóískri ró.

IMG_0536

En aldrei var kvartað né látin í ljós óánægja.  Allir bara glaðir og kátir.

IMG_0539

Og spjallað.

IMG_0543

Elskulega konan sem tók vel á móti okkur, hún er ættuð úr Súðavík.

IMG_0546

Við reyndar sáum aldrei vonda veðrið. En um kvöldið fórum við í Staðarskála og fengum okkur að borða, þangað inn komu konur sem voru að koma að vestan og höfðu lent í hrakningum upp á heiðinni, þurftu að sitja þar eftir aðstoð í einhverja tíma, sumar voru að vestan, aðrar höfðu aldrei komið þangað áður. Sannkölluð svaðilför. En það var glatt á hjalla því það urðu margir fagnaðarfundir, því þarna voru margar konur sem við þekktum vel, eins og Stellu Yngvars, Grétu Jóns, Sigríði Jósefs, Birnu Valdimars, Önnu Láru Gústafs og margar fleiri.

IMG_0547

Og Steingrímur brosti við okkur.

IMG_0548

Með sól meira að segja.

IMG_0549

Þó sumstaðar þæfaðist hann við eins og gengur.

IMG_0551

Og svo er alltaf notalegt að koma heim.

Takk fyrir að ferðast með okkur þessa daga og eigið góðan dag. Heart Vona að þið hafið notið ferðarinnar. Smile


Bloggfærslur 10. maí 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024179

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband