7.4.2013 | 17:02
Á páskum er alltaf fjör á Ísafirði.
Ég ætlaði aðeins að ræða um páskana. Hér var margt um manninn. Það var sannarlega gleðilegt að fá Bjössa og Marijönu í heimsókn með drengina Arnar Milos og Davíð Elías, sannkallaðir gullmolar báðir tveir. Rosemary vinkona mín dvaldi hér líka. Hún var að selja fallega muni frá Kenýa, þar sem þau hjónin eru að byggja skóla, búin að opna leikskóla og stefna bæði að framhaldsskóla og heilbrigðismiðstöð. Þau uxu bæði upp í örbyrgð í Nairobi og þekkja vel til vandans sem þar er verið að glíma við. Þau þekkja líka vel til erfiðleika fólks til að komast hingað og fá dvalarleyfi. Svo sannarlega er það að auðga mannlífi hér að fá svona yndislegt fólk til okkar, við verðum bara ríkari af mannkostum.
Fyrrverandi tengdadóttir mín kom líka í heimsókn með nýja kærastan, það vill svo einkennilega til að hann er fæddur nákvæmlega sama dag og Júlli minn. Skemmtileg tilviljun.
Vinkona mín sem ég kynntist núna í baráttunni í Dögun, sem leiðir listann hér fyrir vestan Guðrún Dadda kom hér við og ég bauð henni og fjölskyldunni í mat. Svo það má segja að kúlan hafi iðað af lífi yfir páskana, enda eru við staðsett rétt hjá Aldrei fór ég suður, það er bara svona fimm mínútna gangur þangað.
Bjössi með Davíð Elías.
Rosemary á góðri stund.
Smá grín í gangi hjá fjölskyldunni
Það var oft þröngt setinn bekkurinn í eldhúsinu og margt spjallað.
Skemmtileg mynd, Arnar er alveg þrælklár á allt sem hann tekur sér fyrir hendur, og fljótur að finna út úr erfiðustu leikjum, hinn lætur sér nægja að horfa á Latabæ.
Sigga mín og Alli að hlýja sér frá Aldrei fór ég suður tónleikunum.
Stelpurnar voru duglegar í eldhúsinu.
Svona eins og gengur og strákarnir spjölluðu um heima og geyma hehehe..
Prinsessan hennar Döddu, svo flott.
Sigurjón og vinur hans, þeim líkar vel við hvorn annan.
Stelpurnar mínar í eldhúsinu, önnur frá Kenýa og hin frá Serbíu/Króatíu, svo frábærar báðar tvær.
Maturinn smakkaðist vel, það komu fleiri en við var búist svo það var bara útbúin súpa í snatri, ekkert mál. Það er bara svo gaman að fá fólkið manns í heimsókn.
Já hvað er skemmtilegra en að hafa gott fólk í kring um sig. Vini og vandamenn?
Hér sjáum við Rosemary og fallegu munina sem hún er að selja til að safna fyrir skólum í Kenýja.
Það er svo margt fallegt þarna, hér eru skrín úr sápusteini, algjörlega tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur sem skartgripaskrín.
FLottar skálar ýmist úr steini eða timbri með þessum fallega máluðu listaverkum í, allt unnið af ekkjum í Kenýja sem eru að njóta góðs af starfssemi Pauls og Rosemary.
En Dadda blessunin og hennar fjölskylda var hér um páskana til að hitta fólk og við höfðum svo súpufund í Edinborg, hittumst og ræddum málin hér er hann Arngrímur, einn af víkingunum sem hefur unnið við Ósvör og er glæsilegur með sitt skegg.
Rútan var með í för, og elsku karlinn hann Friggi Jóh, sem ekur rútunni hvert á land sem er.
En svo var kominn tími til að bjóða minni góðu El Salvador fjölskyldu í mat. Það var á laugardaginn.
Þau vaxa svo fljótt þessar elskur, litlu börnin eiga stutt í að verða táningar.
Bjössi er fyrrverandi tengdasonur Pablo og Ísobel, og sá vinskapur helst þrátt fyrir að það samband sé búið. Þetta er bara yndislegt fólk og hefur auðgað íslenskan veruleika.
Alejandra og Úlfur næstum systkini.
Fallega Isabel Díaz.
Og Ísaac Logi svo flott.
Rosemary og Marijana að skipuleggja flutning á söluvörum Rosemary, þær náðu vel saman.
Já ég er rík að eiga allt þetta yndislega fólk að, svona fyrir utan nærfjölskylduna systur mínar og bræður. Það er ríkidómur sem aldrei verður frá mannin tekinn, auður sem ryð og mölur fá ekki grandað.
Afgarnir mínu flottu og elskulegu.
Og veðrið er áfram yndislegt.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 7. apríl 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar