Æ já Bjarni minn hvað lífið er óréttlátt núna.

Ef þessi frétt er rétt eftir höfð sýnist mér að hann og sjálfstæðisflokkurinn í heild sé að fara á taugum.  Sko lífið heldur áfram þó allar ítrustu kröfur gangi ekki upp.  Bjarni minn þú verður bara að bíða rólegur, þetta er ekki í þínum höndum, né sjálfstæðismanna, það var óvart Sigmundur Davíð sem fékk boltann, og meðan hann er með hann, þá er það bara almenn kurteisi og virðing við þjóðina að hann fái það svigrúm sem hann þarf til þess arna. 

Ég skil vel að þið iðið í skinninu sjálfstæðismenn að fá forræðið, því það skiptir öllu máli að flokkurinn fái sitt, ef hann á að halda áfram að vera sá stóri.  En svo er málið að í þessu tilfelli komst forsetinn að því að það yrði meiri sátt um fá framsóknarflokknum það verkefni.  Auðvitað er þetta rosalega óréttlátt að ykkar mati, því þið eruð vanir að hafa ykkar fram.  Nú eru vopnin aftur á móti ekki í ykkar höndum og það er gjörsamlega óþolandi að ykkar mati.

En því argari sem við verðið, og því ráðviltari, því meira  sem opinberið þið vanmátt ykkar, og því minni líkur eru á því að fólk vilji ykkur.  Það er nefnilega svo að flest af því fólki sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er að kjósa sigurvegara, fylgja hinum glæsilegu fulltrúum, þeim er nokkuð sama um þjóðarvilja og að þjóðin hafi það sem best.  Númer eitt, tvö og þrjú er bara að Flokkurinn eini haldi sínum völdum.  Svona að græða á daginn og grilla á kvöldin dæmi.

Svo get ég sagt þér líka að það verður enginn sæla að vera í þeirri ríkisstjórn sem nú tekur við, því þjóðin mun fylgjast vel með hvað gert verður, og sérstaklega í lykilmálum eins og sjávarútvegsmálum, björgun heimilanna og virkjunarmálum.  Það verður því við ramman reip að draga ef þið ætlið að koma L.Í.Ú. til bjargar, eða virkja hverja sprænu nú eða heykjast á að leiðrétta skuldir heimilanna.  Það eru ennþá til pottar og pönnur til á hverju heimili. 

Ergó þjóðin er búin að fá upp í kok af yfirráðum elítunnar.  Og þó þið hafið unnið varnarsigur í þessum kosningum af því að það er alltaf til fólk sem kýs með sigurvegurum, þá er samt allt að breytast, þjóðin er að vakna sem betur fer, og vill vera þátttakandi í samfélaginu en ekki bara þjónustudýr hinna ríku. 

Þetta þurfið þið að fara að gera ykkur grein fyrir ekki seinna en núna.   


mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor í lofti og ríkisstjórnarmyndun frá mínum sjónarhóli.

Fallegt veður áfram í dag.  Þó snjórinn sé ennþá mikill hér fyrir vestan, þá léttist lundin við sólina.

IMG_0023

Hér eru staddir ofuráhættufíklar frá Ástralíu, þeir eru að renna sér á skíðum niður Ernirinn fyrir ofan sorpbrennslustöðina, niður gil og læki.

IMG_0024

Ekki fyrir mig takk. Smile

Vorið heldur áfram í kúlunni.

IMG_0026

Kamelíufrúin mín brosir sínu blíðasta.

IMG_0025

Meira að segja rósir eru komnar í stuð.

IMG_0027

Sakúrakirstuberin blómstra, líka rósamandlan, kirsuberin, perutréð og nektarinan mín.

Geislasópurinn setur svo sinn fallega gula lit ó litabrygðin. Þarf að taka mynd af honum líka.

En mig langaði aðeins að ræða um kosningarnar.

Við í Dögun náðum ekki manni inn í þetta skiptið, þrátt fyrir góða forystu í framboðum um allt land, heiðarlega baráttu og góð málefni. En það þýðir ekkert að svekkja sig á því. Við munum örugglega halda áfram okkar góða samstarfi, og auka við okkur. Við erum komin til að vera.

En það er dálítið hætt við að næsta ríkisstjórn sitji uppi með svarta Pétur, það er svona mín tilfinning. Í fyrsta lagi er stríðið um hver fær stjórnarmyndunarforræðið. Þar held ég að kraumi undir, Bjarna er það mikilvægt að verða forsætisráðherra, því Flokkurinn þarf á því að halda. Það er nefnilega þannig að flestir þeir sem hafa verið um tíma í stjórnmálum virðast hætta að hugsa um þjóðina en hugsa fyrst og fremst í hag flokksins síns. Því miður.

Ég er nokkuð viss um að þetta umboð fer til Sigmundar Davíðs. Tel það vera næsta víst, þekki ég Ólaf Ragnar rétt. Hans hugsun er sýnist mér að auka sátt innan þjóðarinnar. Og það er nokkuð ljóst að það er meiri sátt um Sigmund Davíð en Bjarna Benediktsson. Það hefur ekkert með þá sjálfa að gera svona í fljótu bragði. En talandi um traust, þá hygg ég að þrátt fyrir allt njóti Sigmundur meira trausts en Bjarni. Fólk er ekki búið að gleyma neina á þessum fjórum árum.

Þannig séð geta þessir flokkar báðir sett upp ríkisstjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum. En ég er nokkuð viss um að það er ekki mikill áhugi á því, hvorki hjá B og D, né hinum flokkunum. Þeir eru ennþá í sárum og hafa varla orku í slíkt.

Enda held ég að sú ríkisstjórn sem tekur við verði ekki of sæl. Í fyrsta lagi í sögulegu samhengi, og í öðru lagi að nú hefur fólk vaknað upp við vondan draum. Fjórðungur landsmanna kaus ekki þá flokka sem nú sitja stærstir á þingi. Það var sorglegt að nýju framboðunum tókst ekki að vinna saman. Þó var það reynt mikið af Dögun, það veit ég því ég sat marga fundi með þeim á þessum tíma, að það var leitað mikið eftir samstarfi, það áður en flokkar fundu sér bókstafi og slíkt. En það er önnur saga.

Nú er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn vinnur fyrir útgerðarmenn og er þeim því skuldbundinn til að vernda þeirra hag í sjávarútvegsmálum. En það vill svo til að yfir 80% þjóðarinnar vill nýja stefnu í þeim málum. Ef þessir tveir kvótaflokkar setja fram frumvarp sem er eingöngu ætlað fyrir þessa aðila, er ansi hætt við því að fólk rísi upp og hefji undirskriftasöfnun gegn slíku frumvarpi. Og nú höfum við forseta sem þorir vill og getur, og hefur sýnt að hann fer eftir þjóðarvilja.

Ef þessir aðilar vilja svo fara í að gefa sínu fólki bankana, virkja óhóflega og slíkt,  tel ég að á því verði þeim ekki stætt lengur.

Við þessa miklu hræringar í þjóðfélaginu sem hafa átt sér stað, og eiga sennilega upphaf í búsáhaldabyltingunni hefur nefnilega losnað um þau höft sem hafa verið á fólki.

Og ég er næsta viss um að stjórnarandstaðan sem yrðu þá Samfylking, VG og hinir tveir flokkarnir munu standa vaktina um þau mál sem skipta þjóðina máli, eins og virkjunarmál.  

Þannig að þó þessir tveir flokkar komist ef til vill til valda í krafti fjöldans, þá er ekki víst að þeir eigi góða daga við að stjórna landinu með hrútsvekkta stjórnarandstöðu og þjóðina vakandi yfir hverju skrefi. 

Þeir þurfa því allavega að gæta sín á að stíga ekki ofan á vilja þjóðarinnar í þeim málum sem mest brenna á. 

En vonandi tekst þeim að vinna bug á vanda heimilanna, Sigmundur Davíð talar þannig að ekki verði gefinn neinn afsláttur í því máli, og er það vel, þó segja megi að þar þurfi aðeins að hugsa málin betur, með tilliti til þeirra sem mest eiga og geta. 

En það verða ekki bara íslendingar sem fylgjast með, svo virðist vera að í mörgum löndum fylgist fólk með því sem er að gerast hér, og vita af bankahruninu og hverjir voru upphafsmenn í því máli.  Þess vegna mun þessi ríkisstjórn líka fá dóma erlendis frá ef þeir ætla að bregðast. 

Svo vil ég óska sigurvegurum kosninganna til hamingju, og vona að loks verði farið að vinna að hag þjóðarinnar allrar en ekki einstaka einstaklinga eins og svo mikið hefur verið um hingað til.  Það er gæfuríkast fyrir okkur öll.  Það er ekkert mikið til skiptanna, að sumir geti vaðið í peningum, sem er fenginn beint frá almenningi, meðan aðrir eiga varla fyrir mat.  Þessu verður að linna, og það er okkar sjálfra að gæta þess að slíkt endurtaki sig ekki.  Með því að vera á varðbergi og órög við að safna undirskriftum til að mótmæla þeim aðgerðum sem beinast í þann veg.  Við vitum núna að við höfum þennan sameiningarkraft og eigum að nota hann þjóðinni til heilla.

Eigið svo góðan dag.


Bloggfærslur 30. apríl 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband