Sjávarútvegsstefna Dögunar.

Þetta verður mín síðasta færsla í pólitíkinni, því á morgun á fólk að fá frið fyrir áróðri og loforðaflaumi til að hugsa sinn gang, og fá frið til að taka sínar ákvarðanir um hvað það ætlar að kjósa.

En vegna þess að ég hef verið mikið spurð út í sjávarútvegsstefnu Dögunnar, og þar sem Guðjón Arnar okkar frábæri frambjóðandi í öðru sæti í Norðvestri hefur ekki haft mikinn tíma til að vera hér hjá okkur, þá vil ég árétta staðfestan málefnasamning Dögunnar í sjávarútvegsmálum.  Enda er það sá hluti sem snýr hvað mest að Frjálslyndaflokknum og því frábæra fólki sem þar vann að okkar málum.  Þessi stefna okkar er að miklu leyti unnið af okkar mönnum Sigurjóni Þórðar og Guðjóni Arnari að þessari stefnu. Og hér er hún:

Sjávarútvegsstefna Dögunar

dogun-litilStefna Dögunar í sjávarútvegsmálum grundvallast á nýrri stjórnarskrá þar sem kveðið er á um þjóðareign á auðlindum og nýtingarrétti þeirra. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og hámarka verðmætasköpun nytjastofna. Gagnger endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu mun byggjast á:

  • Að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum.
  • Að greitt verði auðlindagjald fyrir afnotin sem renni til ríkis og sveitarfélaga.
  • Að framsal, framleiga og veðsetning veiðiheimilda verði óheimil.
  • Að aflahlutur sjávarbyggða sé tryggður og hluti veiðileyfa svæðisbundinn.
  • Að öllum nýtanlegum afla sé landað og enginn hvati verði til brottkasts m.a. með því að kvótasettum fisktegundum verði fækkað.
  • Að fjárhags- og rekstrarlegur aðskilnaður sé tryggður milli veiða og fiskvinnslu, allur afli fari á markað og verðmyndun sé 100% bundin fiskmörkuðum.
  • Að veiðiráðgjöf verði endurskoðuð og fleiri aðilar komi að ráðgjöfinni.
  • Að handfæraveiðar verði frjálsar.
  • Að settar verði framfylgjanlegar reglur um umgengni við auðlindina og hafsbotninn til að stuðla að endurnýjun, sjálfbærni og notkun umhverfisvænni veiðarfæra og aðferða við veiðar.

Niðurlag:

Dögun er opin fyrir þeim leiðum í fiskveiðistjórn sem samrýmast ofangreindum markmiðum.

Sjávarútvegsstefnan var áréttuð á landsfundi Dögunar 16. mars 2013

Önnur stefnumál má lesa um á www.xdogun.is

Sjá hér.


Bloggfærslur 26. apríl 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband