Nýju framboðin.

Það er alveg með ólíkindum að lesa hér pistil eftir pistil, þar sem mörg nýju framboðin eru rökkuð niður, allt týnt til, að sýna þau í eins neikvæðu ljósi og hægt er. 

Ég fagna því hve mörg ný framboð hafa litið dagsins ljós.  Það sýnir svo ekki verður um villst að almenningur, fólkið í landinu er búið að fá nóg af þeim valdastrúktúr sem verið hefur undanfarna áratugi.

Loksins er komið fram fólk sem vill virkilega breyta þessu valdakerfi sem verið hefur.  Og ég fullyrði að öll þessi nýju framboð eru að vinna að því af heilum hug, að laga og betrum bæta ástandið í landinu okkar, enda er þetta flest venjulegt fólk almennir borgarar sem hafa fengið nóg af meðhöndlunina á almenningi landsins.

Þó þau hafi ekki borið gæfu til að leiða saman hesta sína, þá eru þau að reyna hvert á sinn máta að fá fram breytingar.

Allur þessi fjöldi framboða sýnir einfaldlega að það er þörf fyrir breytingar í þjóðfélaginu.  Þarna eru einstaklingar flestir bara eins og ég og þú, sem vilja breyta, en það er erfitt, því þeir flokkar sem lengst hafa setið að völdum kæra sig ekkert um breytingar, fólkið þar innanborðs er ágætis fólk eins og allir, en þau eru löngu hætt að hugsa sem einstaklingar, þau eru löngu farin að hugsa sem flokkur sem þarf að vinna að, að halda völdum, um það geta þeir sameinast með því að reyna að þegja ný framboð í hel. Og það hefur tekist ansi vel lengi, þangað til núna, því fjölmiðlar hafa ekki getað hunsað allt það sem er að gerast.  Og ég verð að segja að til dæmis ríkisútvarpið hefur staðið sig vel á margan hátt að kynna framboðin. 

IMG_8157

Vinnufundur hjá Dögun 13. mars s.l.

Hvað varðar upphaf flestra framboðanna, þá er ég hér með tölvupósta um hvernig svokölluð Breiðfylking var byrjuð að vinna fyrir rúmu ári síðan og reyndi að fá alla aðra með sér:

Þetta bréf var sent m.a. Birgittu Jónsdóttur, Margréti Tryggva, Þór Saari, Lýð Árnasyni, Þorvaldi Gylfasyni, Helgu Þórðar, Sigurjóni Þórðarssyni og mörgum fleiri. 

Frá skipuleggjendum:

„Við erum sammála um að skipulag breiðfylkingarinnar grundvallist á

 opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Við erum sammála um að sérstakur málefnahópur útfæri reglur og skipulag og hafi þar, meðal annars, tillögur Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, til hliðsjónar. Lögð

er áhersla á mikla vald- og verkefnadreifingu, höfnun

leiðtogastjórnmála, mikið vægi málefnahópa og fleira“

 “ Stofnfundur:

Við erum sammála um að stofnfundur verði haldinn sem fyrst og um að

 bjóða til þátttöku öllum þeim sem fallast á ofangreindan stefnuramma,

 með fyrirvara um nánari útfærslu  málaflokka innan hans og annarra

 stefnumála af hálfu málefnahópa sem komið verði á legg hið allra

 fyrsta“.

Og svo hér:

 „Líta verður svo á að dyrnar hafi verið opnaðar fyrir það, að mótívera

félagsmenn einstakra félaga og aðra áhugasama einstaklinga til að mæta

 til leiks, þ.e. innbyrðis hvatningar, en ekki er hugmyndin að efna til

 fjölmiðla-umfjöllunar fyrr en eftir fyrri stofnfund“.

Af þessu sést að Breyðfylkingin sem varð að lokum Dögun, reyndi að fá sem flesta að borðinu.  Nokkrir unnu áfram með okkur, en það var ljóst nokkuð snemma að Birgitta hafði áhuga á að vinna að Pírataverkefninu sínu.  Hún var alveg hrein og bein með það. 

Ýmislegt varð svo til að aðrir helltust úr lestinni, Lýður og Þorvaldur vildu ekki afnema verðtrygginguna, og voru líka ósammála því að það væru málefnin sem skiptu mestu máli, þeir vildu leggja meiri áherslu á frambjóðendur.  Það var líka þeirra lýðræðislega ákvörðun.  Ég veit að það var rætt við Séra Sigurð, á meðan á þessu ferli stóð, veit ég að það var margrætt við Lilju Mósesdóttur, það sagði mér vinur minn sem hafði sjálfur rætt við hana, en það gekk ekki heldur.  Og algjörlega ekkert við því að segja.

Ég held að forsvarsmenn Dögunar hafi rætt við allflest nýju framboðin þegar þau

voru að koma fram, en svona er þetta bara.  Málið er að við nýju framboðin, erum ekki að rakka hvort annað niður, í því skítkasti standa aðrir.  Fólk sem ekki hefur fundið sig þarna neinstaðar og er í einhverri afneitun sem er sorgleg.  Og alltaf eru einhverjir til að taka undir svona neikvæðni því miður.

IMG_8176

Frá þorrablóti hjá Frjálslynda flokknum, en við kjarninn í honum höfum haldið saman, og erum góðir vinir og félagar, þó flokkurinn okkar hafi orðið undir í baráttunni, þá lifir eldurinn áfram í Dögun.

Eftir tæpa viku göngum við til kosninga.  Atkvæðaréttur okkar er einn af hornsteinum lýðræðisins okkur ber að nýta hann skynsamlega og vel.  Til að lýðræðisþróun geti vaxið og dafnað hjá okkar litlu þjóð, þá verðum við að hugsa vel um hvernig samfélag við viljum sjá í framtíðinni.  Viljum við gleypa sömu gömlu frasana frá fjórflokknum?  Þeir hafa fengið áratugi til að sanna sig, og það hefur sáralítið þokast í átt til betra lífs fyrir okkur almenna borgara, eða ætlum við að þora að leggja nýjum framboðum lið.  Það er nefnilega bara vitleysa að við séum að kasta atkvæði okkar á glæ með því að kjósa þá sem við helst viljum sá.  Ef allir gerðu það, þá gætu úrslitinn orðið allt öðru vísi en nú lítur út fyrir. 

Það þarf ákveðin kjark til að breyta og hugsa málin upp á nýtt, en ég held að það þurfi ennþá meiri kjark til að viðhalda þessu ástandi óbreyttu og láta endalaust ljúga að okkur í kosningaloforðum sem standast svo enga skoðun þegar að er gáð. 

IMG_7858

Við skulum þora að kjósa með hjartanu þann 27. apríl n.k. Og hugsa frekar um hvað vil ég fá að sjá, frekar en hverjir lofa mestu.

Eigið góðan dag elskurnar, hér er sól og yndislegt veður.


Bloggfærslur 21. apríl 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband