Ég er bara reið í dag, en líka sár og vonlaus.

Þið ágætu bloggarar sem hér hafið skrifað á móti stjórnarskrárfrumvarpinu hljótið að fagna í dag, þið getið örugglega tekið undir orð þeirra sem hafa niðurlægt Birgittu Jónsdóttur, hlegið að henni og fundist hún hallærisleg, hafi talað illa um Margréti Tryggvadóttur og Þórs Saari, nú hlýtur ykkur að líða afskaplega vel að hafa lagst á sveifina með Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 

Þið létuð plata ykkur illilega með því að þessi nýja stjórnarskrá væri aðför að þjóðinni og lýðræðinu.  Þegar ferlið var alla tíð opið og unnið af mörgum aðilum í þjóðfélaginu, margir þeirra algjörlega fráhverfir ESB. Þið létuð hræðsluáróðurinn blinda ykkur og genguð þar með í bandalag við hræðsluöflin sjálf, Sjálfstæðisflokk og Framsókarflokk, sem vinna markvisst fyrir þá aðila í þjóðfélaginu sem vilja engar breytingar, engar tilslakanir til handa almenningi, þeir vilja sjálfir sitja að kjötkötlunum án afskipta þjóðarinnar.  Þið sáuð heldur ekki í gegnum hina svikarana, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru ekkert að dulbúast, þeir unnu gegn stjórnarskránni með oddi og egg, hinir sem "þóttust" ætla að vera með en biðu eftir tækifærinu til að stinga atgeirnum í bakið á þjóðinni eru reyndar helmingi verri, þau Árni Páll, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson.

En sem sagt ég óska ykkur til hamingju með þann sigur sem þið unnuð í gær.  Það er reyndar ekki víst að börnin ykkar og barnabörnin verði stolt af þessum stuðningi ykkar, en það er önnur saga.

Og auðvitað kjósið þið svo Sjálfstæðisflokkinn, það er ekkert annað í stöðunni samkvæmt ykkar skilgreiningu á lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar. 

Það getur vel verið að einhverjir hafi haft drauma um að nota þessa stjórnarskrá sem stökkpall inn í ESB, en það voru miklu fleiri sem voru að hugsa um allt hitt, meiri að komu fólksins að valdinu, meiri ákvörðun um eigin málefni og að koma í veg fyrir þessa endalausu spillingu og eiginhagsmunapot.

Þið ættuð að hlusta á ræðuna hennar Birgittu og spyrja ykkur sjálf hvort hér fer kona sem vill vinna að því að koma okkur inn í ESB.  Og fyrir suma sem hafa hér hneykslast á því að hún sagði frá leyndarhyggju svikara á þingi, þeir ættu aðeins að hugsa sinn gang og hverjum þeir eru að þjóna.  Og ekki síst hvað þeir vilja sjá í framhaldinu.  Það er sorglegt að sjá og vita að fólk getur haft svona mikla rörsýn og hjálpað til að viðhalda spillingunni, rottuskapnum og ömurleikanum sem þessir leikarar leikhússins við Austurvöll hafa sýnt okkur grímulaust núna undanfarið. 

Ég er farin að hallast að því að Þráinn hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði að meirihluti þjóðarinnar væru fábjánar.  Meðan hugsunarhátturinn er svona þá breytist ekki neitt því miður. 

Og ég sem hélt að almenningur vildi breyta pólitíkinni, vildi sjá eitthvað nýtt og ferskt, sjá hreinsun og spúlun út af alþingi.  Því miður þá er ekki að sjá svo.   Og það svíður ótrúlega mikið. 

Þið verðið að afsaka þessi hörðu orð, en ég er sár yfir því hve fólk getur stundum hlaupið upp og látið plata sig endalaust upp úr skónum.  Ég sé þetta eins og brúðuleikhús, þar sem hinir raunverulegu stjórnendur peninga- og græðgisöflin sitja baksviðs með alla þræðina í hendi sér og spila fram því sem þeir vilja.  Koma á framfæri því sem þeir vilja, leika á óttann og óöryggið og vita nákvæmlega hvernig þeir eiga að fara að því.  Þeir hafa jú allt fjármagnið, fjölmiðlana og alþingismennina í vasanum.  Alla nema örfáa. 

Ég á reyndar eitt orð yfir þetta sem gerðist í gær og það er HEIMASKÍTSMÁT.

http://www.dv.is/frettir/2013/3/28/thessi-dagur-er-miklu-afdrifarikari-og-orlagarikari-fyrir-thjodina-en-flestir-gera-ser-grein-fyrir/

Blogg Láru Hönnu líka hér. http://vefir.pressan.is/ordid/2013/03/28/svik-vid-nyja-island/


mbl.is Mál sem varða almannahag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband