Þetta er bara mín sýn á málin.

Lýðræðsvaktin er að skora flott þessa dagana og bara gott mál.  En svona blasir þetta víð mér, þó ég ætti ekki að tjá mig um það þannig séð, þegar ég hef ákveðið að fara í framboð fyrir Dögun.  En ég hef samt sem áður málfrelsi, þar sem ég tala bara fyrir mig og engan annann.  Lýðræðisvaktin reis upp í gegnum stjórnarskrármálið, fyrst í stað vildu sumir þarna fara fram með Dögun, en eftir því sem ég skil það og er þó frekar involveruð í það framboð, þá þóknaðist ekki þeim félögum okkar þau vinnubrögð sem þar voru.  Þeir vildu svona frekar fara í menn en ekki málefni.  Og það er núna að skila sér stórt í þeirra framboði, sem eru að líta dagsins ljós.  Ekki þannig að ég hafi neitt á móti því góða fólki sem þar má sjá á framboðslistum.  En svona þar fyrir utan sýnist mér að hér sé framboð fræga fólksins, sem mun væntanlega erfa landið, hversu vel þau skynja almenning í landinu, svona burt séð frá því að vera fræg og vinsæl veit ég ekki.  það getur vel verið að þau geti sett sig í spor Jóns og Gunnu og samsamað sig þeirra kjörum.  Hvað veit ég.

Ég er búin að brosa smá yfir kandidötum Bjartrar Framtíðar sem flagga elsta og yngsta frambjóðenda á sínum lista, og svona algjörlega gert að flagga flottu og frægu fólki, til að vekja athygli á málstaðnum, sem er reyndar afskaplega bara rétt eins og hjá Samfylkingunni svo ekki sker þar á milli.

Og svo að horfa á það sem er að birtast hjá Lýðræðisvaktinni að gera nákvæmega það sama, nema að flagga ennþá frægara fólki, og enn þá meiri elítu til að fá nautheimskan almenning til að klappa saman lófum og hrópa húrra og amen þá get ég bara ekki þagað.  Þetta sem ég segi hér er bara hreint frá mínu brjósti og ég veit að það á ekki al ræða svona mál þegar maður sjálfur er í baráttu, en samt sem áður ég væri ekki sú sem ég er, með kjaftin opin ef ég segði ekki meiningu mína.

Og svo eru öll hin nýju framboðin sem bara vilja leiðrétta mál íslendinga á þeirar forsendum, vilja vinna þjóðinni gagn og vilja breyta málunum, með venjulegu fólki, jóni og gunnu, þó sum þeirra hafi sýnt að þau hafi unnið að þjóðarhag með vinnu á hinum ýmsu verkefnum til þjóðarhags.

Ég segi nú bara mín kæru, hvort viljið þið leggja fjöreggið í hendur fólks sem fer á lista vegna frægðar sinnar, til að tryggja framgang manna eins og Þorvaldar Gylfa og Guðmundar Steingríms, eða spá í framboð eins og til dæmis Dögun eða annara framboða eins og Pírata, humanista, eða bara annara framboða sem eru ekki að flagga stjörnum, þurfa þess ekki því að það eru málefnin sem skipta máli en ekki frægð viðkomandi frambjóðenda.

Viljum við virkilega leggja fjöreggið í hendur þess ágæta fólks sem við elskum til að skemmta okkur, eða viljum við heldur leggja það sama fjöregg í hendur fólks sem hefur í heilt ár unnið að því að skoða og skipuleggja velferð landans í þeim málum sem brenna á? Erum við virkilega svo grunnhygginn að halda að velferð komi með frægðinni einni saman?


Bloggfærslur 20. mars 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband