11.3.2013 | 19:57
Skrípaleikur? Eða reiði vegna svikinna loforða?
Jamm þetta sýnir svo ekki verður villst um afstöðu Steingríms til stjórnmála. Hann reynir að gera grín og eins lítið úr Þór Saari eins og hann getur. Og hvernig? Jú hann er orðin málamaður hjá Davíð Og að með þessari vantraust tillögu sé hann orðin yfirkórstjóri Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það hvarflar ekki að þessum allt múlig ráðherra, sem svo sannarlega hefur mokað undir sig titlum og ráðuneytum, að Þór sér reiður og sé að fara eftir sannfæringu sinni um að það sé nú þegar búið að drepa Stjórnarskrármálið. Það er ljóst að það var meirihluti fyrir málinu á Alþingi, það varð ljóst í könnun sem var gerð. En Árni Páll knúði málið út úr því ferli og náði ásamt Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni að gera eitthvað allt annað úr málinu. Þeir sem á annað borð hugsa út fyrir ramman gera sér grein fyrir því hvað Þór Saari er að fara og hvað það er sem hann er reiður yfir, hann gerði alveg skýra grein fyrir sér í dag, hann óttast að með þeirri tillögu sem þríflokkurinn hefur nú lagt fram, verði stjórnarkrármálið eitthvað allt annað en sú niðurstaða sem fólkið í landinu bað um. Að ef svo vill til að þetta fólk fái til þess tækifæri eftir kosningar, sem vonandi verður ekki, þá geti þeir vélað um það eftir sínu höfði.
En það er svo sem augljóst að þau þrjú Katrín, Árni Páll og Guðmundur eru tækifærissinnar par exelance.
Prinsippin eru enginn, bara von um upphefð og góð jobb inni eftir næstu kosningar. Því fyrr sem fólk áttar sig á þessu, því betra. Við getum ekki haft fólk við stjórnvölin sem hleypur eftir skoðanakönnunum og vinsældum hverju sinni. Það má þó segja um Jóhönnu að hún var algjörlega laust við slíkt. Það er líka hægt að segja um Valgerði Bjarnadóttur, sem hefur reynst klettur og vinnuþjarkur í Stjórnarskrármálinu, og hefur svo sannarlega verið niðurlægð af formanni sínum, með þessu frumvarpi sínu.
Fyrir mér varð Katrín Jakobsdóttir ómerkingur þegar hún laug í sinni ræðu að Þór Saari hafi nánast verið með vikulega vantrausttillögu á stjórnina. Ef þú lýgur um eitt atriði, hvernig er þá hægt að trúa því að þú ljúgir ekki í því næsta?
Og Jóhanna er alsæl með niðurstöðuna, það er gott og blessað, en trúir hún því virkilega að lausn þessa máls sé sigur fyrir hana og ríkisstjórnina?
Það er nóg að líta til nýrra framboða til að skilja að þessi ríkisstjórn er ekki að gera sig. Aldrei í okkar sögu er þvílíkg magn af framboðum, eða að nálgast annan tug. Og af hverju ætli þetta sé nú? Jú það er algjörlega ljóst að almenningur í þessu landi er búin að fá nóg, búin að fá upp í kok af fjórflokknum, þess vegna hefur tvennt greinilega gerst; í fyrsta lagi að framagosar hafa séð ljósið og farið fram með framboð til að ota sínum tota, en einnig að almennt fólk hefur leitað til þeirra sem það treystir til að fara fram og leiða framboð.
Fólk með skynsemina í lagi getur alveg séð hvað er hvort.
En hvað sem tautar og raular, ég fagna öllum þessum 20 framboðum, það gæti farið svo að einhver af þessum framboðum næðu eyrum almennings og fengju brautargengi, og vonandi fleiri en eitt þeirra. Heyrði í dag í manni sem þekkir kosningalögin, að það gæti farið svo að ef þrjú framboð næðu með tána í 5% múrinn, þá gætu þessi framboð fengið alla uppbótarþingmennina, þannig að hvert þeirra sem fengi einn kjördæmakjörinn mann, fengju jafnvel tvo uppbótarþingmenn.
Nú er málið þannig að í skoðanakönnunum þá er ansi stór hópur sem ekki gefur upp afstöðu sína, það má geta leiðum að því að þeir sem ekki hafa gefið upp skoðanir sínar séu að bíða eftir framboði sem höfðar til þeirra.
Það er í fyrsta lagi afar skynsamlegt og sýnir mikla framþróun í kosningum almennings, því það hefur verið allof oft þannig að fólk hafi bara kosið flokkinn sinn sama hvað. Nú virðist sem betur fer vera kaflaskipti í því, og kjósendur að fara að taka meiri ábyrgð á atkvæði sínu. Það er löngu kominn tími til þess.
![]() |
Tvíeykisstjórn Davíðs og Þórs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 11. mars 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar