23.2.2013 | 15:23
Hið nýja andlit VG?
Flott fyrirsögn Katrín hlaut 98% kosningu... eða þannig. En samt sem áður eru atkvæðin í heild sinni 245. Að vísu var Steingrímur kosin til forystu í framboð fyrir norðan kosinn með 199 greiddum atkvæða.
Það eru margir sem fagna þessari ungu konu með að vera orðin formaður flokksins. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neitt til hennar ennþá sem segir mér að hér sé skeleggur stjórnmálamaður á ferðinni. Hún hefur einfaldlega verið óumdeild, sem segir bara að hún hefur ekki gert neitt sem máli skipti, því vissulega sé það þannig að stundum þarf að taka pólitískar ákvarðanir sem valda ósætti, hún hefur varast allt slíkt, og því hallast ég að því að ekki sé menntamálaráðherran mikill bógur, enda skilst mér að varaformaður eigi að vera sá sem ber sætti í milli flokksmanna, og ég veit ekki hvað marga VG hefur misst fyrir borð, án þess að varaformaðurinn hafi haft af því neinar sýnilegar áhyggjur.
Og þar sem Björn Valur er nú orðin friðardúfan í flokknum, hef ég mikinn áhuga á að fylgjast með hvort honum tekst til betur en Katrínu.
Ég var að lesa mér til um fyrrverandi félaga þeirra, sem yfirgaf flokkinn fyrir nokkru, ég ætla að grípa niður í skrif hans hér sem eru afar athygli verð:
"Þann 13. febrúar síðastliðinn greindi Sandkorn í DV frá því að mjög væri þrýst á Steingrím J. Sigfússon að víkja sem formaður VG, til þess að minnka skaðann í komandi kosningum. Fram kom að jafnframt væri þrýst á Katrínu Jakobsdóttur að gefa kost á sér í hans stað, en hún hefði tekið dræmt í það.
Þann 14. febrúar reyndi Steingrímur að bera sig vel í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins: Ég hef ekkert annað gefið í skyn en það standi til. Ég er formaður og var kosinn á landsfundi 2011 og ég veit ekki til þess að ég hafi gefið mönnum tilefni til vangaveltna um neitt annað.
Þann 15. febrúar fjallaði DV aftur um að reynt væri að fá Steingrím til að víkja og Katrínu til að taka sæti hans.
Þann 16. febrúar tilkynnir Steingrímur loks að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Auðvitað sagðist hann ekki vera að bregðast við minnkandi fylgi í skoðanakönnunum hverjum hefði nú getað dottið það í hug? en hann trúði því samt að ákvörðun hans yrði til góðs fyrir flokkinn. Ansi er ég hræddur um að það sé of seint í rassinn gripið. Og auðvitað sagði hann, eins og hann hefur svo oft orðað það áður, að hann hefði nú aldrei ætlað að verða eilífur augnakarl í þessum stóli. Þvert á móti þætti honum vera kominn tími fyrir kynslóðaskipti."
Þannig að það er gott að Steingrími líði vel með þessa "ákvörðun sína" og sé hamingjusamur, því auðvitað viljum við að öllum líði vel, það er bara þannig.
Og áfram heldur þessi fyrrverandi fylgismaður VG:
Steingrímur kveðst stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar og á þá væntanlega við t.d. hina ofurábyrgu og ofurlýðræðislegu ESB-umsókn, nýundirritaðan samning um stóriðju á Bakka við Húsavík, áform um þúsund milljarða króna sæstreng til rafmagnssölu til Skotlands og gjöfult og innilegt samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, svo fátt eitt sé nefnt. Hann er stoltur af þeirri ábyrgð og því raunsæi sem hann telur sig og flokk sinn hafa sýnt á ögurstund.
Það sem á hans tungumáli heitir ábyrgð og raunsæi er það sama og á mínu tungumáli heitir tækifærisstefna. Fyrir stjórnmálamann sem fylgir skýrri stefnu og hefur skýr markmið, eru völd verkfærið til ná markmiðunum. Fyrir tækifærissinnann eru völdin markmiðið. Steingrímur umhverfðist í tali, svotil á einni nóttu, þegar hann komst til valda. Áður fyrr sögðu menn að VG í stjórnarandstöðu væru bara á móti öllu, það væri stefnan þeirra, en það var fljótt að breytast þegar komið var í hásætið. Hvar var þá andstaðan við stóriðjustefnuna? Eða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Eða staðfestan í IceSave-málinu? Eða varðstaðan um fullveldið? Öll vikin fyrir raunsæi og ábyrgð. Steingrímur sagði það sjálfur strax árið 2009 (ég hef heimildina því miður ekki tiltæka en það kveður við svipaðan tón í setningarræðu hans frá í gær) að nú væri ekki tími hugsjónasigra. Þessi sakleysislegu orð segja margt og þau gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi hjá ríkisstjórn sem hefur gefið sig út fyrir að vera hrein en er það ekki"
Og meira:
Steingrímur kennir græðgi, spillingu, sjúski, stráksskap og auðvitað frjálshyggjunni um kreppuna, hefur jafnvel nefnt nýkapítalisma (hvað sem það nú er), en hann virðist ekki skilja að rót vandamála Íslands er kapítalisminn sjálfur, sem slíkur. Kreppan og ójöfnuðurinn eru innbyggð í hann. Kapítalisminn ber í sér böl. En Steingrímur trúir á kapítalismann, vegna þess að hann skilur hann ekki og hann er of raunsær og ábyrgur til þess að sjá að önnur hagkerfi séu möguleg. Í þessu ljósi þarf að skoða allt sem hann hefur sagt og gert. Meint endurreisn Íslands er fyrst og fremst endurreisn fjármálakerfisins. Að einhverjir fjármálamarkaðir fari að snúast aftur. Að einhver lánshæfisfyrirtæki (sem gáfu bönkunum mjög jákvæða dóma fram á haust 2008) hækki lánshæfismat Íslands. Að auka hagvöxt sem rímar illa saman við umhverfisverndina sem hann telur sig aðhyllast. Steingrími finnst hann hafa gert það sem þurfti að gera vegna þess að hann hreinlega veit ekki betur, sér ekki aðrar leiðir."
Og svo þetta hér:
"Á blaðamannafundinum um síðustu helgi sagði Steingrímur að VG hefði miklu hlutverki að gegna sem merkisberi róttækrar vinstristefnu, umhverfisverndar, kvenfrelsis og félagslegrar alþjóðahyggju. Róttækir vinstrimenn eiga ekki gjöfult samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Umhverfisverndarsinnar boða ekki rafmagnssölusæstrent til Skotlands. Kvenfrelsissinnar svelta ekki kvennastéttir, eins og í heilbrigðiskerfinu. Og félagslegir alþjóðasinnar sækja ekki um aðild að heimsvaldasinnuðu ríkjasambandi eins og Evrópusambandinu"
Já svo sannarlega má ýmislegt segja um árangur ríkisstjórnarinnar, og von að allsherjarráðherrann fari mikinn og tali digurbarkalega. En þegar svona skrif berast frá þeim sem hafa starfað með honum og upplifað hann sem baráttumanneskju, þá ættu menn að hugsa sig um áður en þeir tala um hve frábær pólitíkus hann er, og óeigingjarn réttlátur og umhyggjusamur fyrir þjóðinni.
Ég kaupi allavega ekki þá ímynd sorrý.
Ég vona sannarlega að í næstu kosningum komi fram nýjir einstaklingar með nýjar áherslur og endilega fyrst og fremst hafi sannleikann að leiðarljósi. Heilindi og þá ósk að vinna landi og þjóð gagn, en ekki bankakerfi, fjármálafólki og öðrum græðgisöflum. Það er komið nóg.
Hér eru þessi skrif sem ég vitna í í heild sinni:
http://www.eggin.is/greinar/steingrimi-bolad-ut-politisk-eftirmaeli/
![]() |
Katrín fékk 98% í formannskjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 23. febrúar 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar