Af gefnu tilefni.

Edda Sif min, það hefur í raun og veru afskaplega lítið með þína persónu að gera, þó margir hafi farið ónærgætnum orðum um þá stöðu sem þú varst í.  Málið er umræðan í samfélaginu og sú spilling sem viðgengst allof víða, allskonar ráðningar út af klíkuskap. 

Þetta grasserar í samfélaginu, fólk hefur svo sem ekkert um það að segja þegar ættingjar eru ráðnir í einkafyrirtækjum, en það kallar á viðbrögð þegar slíkt er gert hjá opinberum aðilum. 

Mér þykir leitt ef umræðan hefur sært þig.  En margir voru aldrei sáttir við ráðningu þína í upphafi. 

Í þessu smáa samfélagi sem við búum í, viðgengst, og er allof algengt að ráðamenn ráði ættingja eða vini og jafnvel án auglýsinga.  Það er því skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt á að upplifa slíkt endalaust, þar sem jafnvel hæfara fólki er haldið frá störfum.  Þú hefur staðið  þig vel sem íþróttafréttamaður.  En svo hefur komið í ljós að einn af elstu fréttamönnunum var látinn fara, og meira að segja rætt um að hann hafi orðið fyrir einelti á vinnustað og verið þröngvað til að fara.   Ef það reynist rétt, þá er það hreinn viðbjóður. 

Sem sagt þetta hefur sáralítið með þína persónu að gera, heldur umræðuna í þjóðfélaginu, sem aftur á móti virðist vera að skila sér, eftir orðum yfirmanns þíns að dæma. 

Vil bara óska þér alls góðs og vona að þú finnir starf við það sem þér líkar best, þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þú ert greinilega klár og dugleg stúlka og átt allt lífið framundan. 


mbl.is Rekin fyrir að vera dóttir föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband