Veður eða óveður? Vættir og óvættir.

Ég fór í bíó í gær, fór að sjá Hobbitan, Úlfurinn okkar gaf okkur "gömlu" boðsmiða í jólagjöf, og innifalið popp og gos.  Myndin er frábær og afar gott að komast aðeins upp úr svartnættinu sem umlykur mig á þessum tíma.  Það birtir ekki mikið á þessum tíma, en á móti kemur að það er eins og að búa í snjókúlu, því snjór hylur húsið mitt, og það er notaleg tilfinning, öryggistilfinning.  Ekkert heyrist í veðri. 

IMG_4148

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veðrið er reyndar bara gott, en frekar hefur hækkað snjórinn kring um mig.  Hér næst fyrir innan mig er svæði 9, svokallað District nine... eða þannig.

untitled
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Óvætturinn hér í líki snjóflóða.  
En ég bý sennilega í district 8 og 4/5.  ekki alveg það sama og ákveðin lestarstöð í Harrý Potter, en ekki svo langt þar í frá
Reyndar var veðrið meira svona fjölmiðlaveður, ég leit út og hélt að það væri eitthvað alveg hræðilegt að sjá, en það reyndist ekki vera, veðrið var víst einhversstaðar annarsstaðar.  Hér fyrir neðan mig var rauðakrossbíll í viðbragðsstöðu vegna þeirra sem þurftu að fara Skutulsfjarðarbrautina, og er visst öryggi í því að vita af þessum elskum í viðbragðsstöðu.  
Ég bara átta mig ekki alveg á því hvernig við fórum að því að búa hér s.l. 30 ár og ég núna bráðum í 70 ár, án þess að allt færi á hvolf vegna þeirra húsa sem hér eru.  
 
IMG_4145
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Elsku Júllinn minn komin með ljósakrossinn sinn, okkur datt ekki einu sinni í hug að setja hann niður í jörð heldur límdum hann á krossinn hans.  
Að öðru leyti er allt búið að vera í rólegheitum hér hjá mér.  Við höfum það gott, ÚLfurinn, Ellinn kötturinn og hænurnar.  Líka Krummi sem er orðin vanur að fá að borða og lætur vita af sér ef það gleymist.  Smáfuglarnir eru líka komnir, en því miður er erfiðara með að nálgast fuglamat tilbúinn, þannig að ég greip gamla ráðið gaf þeim haframél, grjón og brauð sem þeir þáðu með þökkum.  
Nú á ég eftir að skrönglalst upp á lóð til að kíkja á plönturnar mínar, hvort þar vantar vatn eða eitthvað slíkt.  
Það verður annkölluð ævintýraferð, því ég býst við að þurfa að ryðja mér leið upp að nára eða hærra, gegnum snjóinn.  Það er á við tveggja tíma iðkun hjá Stúdíó Dan eða jafnvel meira.  Er að hugsa um að kaupa mér þrúgur til að auðvelda mér að komast þangað.  Smile
Sem sagt ég er hér ennþá og líður eins vel og hægt er að láta sér líða í mesta skammdeginu.  En nú er farið að birta á ný, þó við megum ennþá bíða sólarinnar, en þetta líður samt alltaf.
Skapið mitt léttist við hvern dag sem sólin hnígur neðar í fjallinu mínu.  Þangað til hún loksins er komin niður að húsinu og síðan niður í Sólgötu, þá bökum við pönnsur og drekkum sólarkaffi.  
Eigið góðan dag Heart 
 
 

  


Bloggfærslur 28. desember 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband