16.12.2013 | 12:02
Að standa við skuldbindingar sínar.
Mér finnst satt að segja frekar skondið að heyra helstu stuðningsmenn þess að við greiddum Icesave, af því að við yrðum að standa við skuldbindingar okkar, hamast núna á því og hneykslast á utanríkisráðherra yfir að hann vill kanna hvort ESB sé ekki skylt að standa við sínar skuldbindingar það er að segja að ljúka þeim verkefnum sem þegar hafði verið samþykkt af þessum IPA styrkjum.
Nú var ég alla tíð á móti þessum styrkjum og fannst að þar væri helst um mútugreiðslur að ræða. En fyrst þeir komust á koppin og voru samþykktir og ýmis samtök byrjuð að vinna samkvæmt þeim, má þá ekki segja að verið sé að brjóta samkomulag?
Ég veit ekki betur en að það hafi ekki verið formlega sagt upp samningnum við ESB því miður reyndar, heldur settur á ís og það af fyrrverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni. Að vísu var samninganefndin leyst upp og núverandi stjórn hefur lofað að ekki verði teknar upp samningaviðræður aftur nema að undangenginni atkvæðagreiðslu. Og þar stendur nefnilega hnífurinn í kúnni. Því bæði ESB og fyrrverandi utanríkisráðherra vita sem er að meiri hluti íslendinga er á móti inngöngu í sambandið. Eins og er alla vega.
En menn verða nú að vera samkvæmir sjálfum sér, þeir sem vildu að við greiddum Icesave, af því að við værum skuldbundinn til þess, hljóta að vilja fá úr því skorið hvort ESB eigi þá ekki að standa við sínar skuldbindingar um þá styrki sem þegar hafa verið veittir, rétt eins og eftirlitsstofnun nokkur fór með okkar Icesave fyrir dóm. Eða hvað.... gengur þetta bara á annan veginn?
Mér finnst stundum eins og það fólk sem endilega vill inn í ESB treysti ekki landinu sínu eða íslendingum til að vera sjálfstæð þjóð. Þeirra von er að við verðum tekinn í fóstur, og telja að við verðum þar borin á höndum kommisera í Brussel og þeir lagi allt sem aflaga hefur farið á Íslandi. Ég tel reyndar alveg auðsjáanlegt á þessum málum öllum, Icesace, afturköllun IPA, Makríldeilunni og fleiri málum að það sé alveg ljóst að við erum þarna ekki að eiga samskipti við skilningsríka vini, heldur grímulaus hagsmunasamtök.
Ég hef fulla trú á landinu mínu og íslendingum, svona að mestu. Við þurfum bara að kenna stjórnmálamönnunum að bera ábyrgð, við þurfum að þora að hætta að kjósa eftir flokkslínum, hvernig sem forystumenn standa sig. Við verðum að þora að velja nýtt blóð, og þá á ég við nýja flokka en ekki sömu gömlu forritin og afritin aftur og aftur og aftur og aftur.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2013 | 11:39
Vonast eftir löngum fundi?
![]() |
Vonast eftir löngum fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 16. desember 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar