Hvers á móðir jörð að gjalda?

snjóflóðagarður sem enginn íbúi óskaði eftir. 

Já ég sem sagt vinn upp í gróðurhúsinu mínu með drynjandi vélagný í eyrunum, gröfur, ýtur og búkollur.  Það er ekki bara ég sem er á móti þessu, heldur hef ég ekki hitt einn einasta ísfirðing sem kallar á þessar aðgerðir.  Ekki hitt neinn sem er sammála því að þetta þurfi.  Og svo þegar komið er allt til alls, þá stendur í skýrslunni að þetta sé tímabundinn vinna verktaka sem sé í farvatninu, þetta sömdu Steingrímur og Jóhanna um við valdhafa hér.  Ætli þau geti eitthvað um það í nýju fínu bókunum sínum?.  Æ nei ég held ekki, það skiptir ekki máli hvað við almúgin hugsum og vonum.  Við erum bara peð  og leiksoppar, og auðvitað fengu svo Íslenskir Aðalverktakar verkið, ekki einhverjir aular úr heimabyggð.  Og hvað skyldu þeir nú skilja eftir í sveitafélaginu?

En gröfurnar þeirra vinna sín verk, ekki í kyrrþey heldur með gnístrandi látum og tilheyrandi djöfulgangi.

IMG_3966

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo skemmtilegt að upplifa, þegar verið er að bryðja niður og eyðileggja þrjátíu ára vinnu okkar hjóna.

IMG_3963

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer gat ég aðvarað verurnar sem hér búa, svo þau gátu "vonandi" forðað sér tímabundið, því ég vil endilega að þau komi aftur.

IMG_3964

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Vildi að ég væri Barbapabbi og gæti hent þessu rusli langt í burtu, svo þau kæmu aldrei aftur.

IMG_3965

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já, þetta er bara óþolandi, segi og skrifa. Og þetta verður ekki þakkað af íbúum bæjarins ætla ég rétt að vona.

Ætla svo að setja inn aftur vísurnar mínar, því þær stóðu svo stutt síðast.

 

Nú er mér ógnþrungin harmur í huga,

að hlusta á vélanna gný.

Þær skrapa og klóra svo hvergi er smuga,

að krjúpa og fela sig í.

 

Allt skal nú víkja og gróð´reitir grænir,

Nú gapandi andstyggðar sár.

Sárt er að vita og svefni mig rænir,

og sindra á hvarminum tár.

 

Náttúran þjáist og varnarlaus vitnar,

Um veröld sem ekk´er hér enn.

Á álfum og náttúru börnum svo bitnar,

Sú bölvun sem skapa hér menn.

 

Hver gaf ykkur leyfi að rútta og ryðja,

Og raska hér öllu sem var?

ég er reið, ég er vond og í bræði að biðja,

að birtið mér fullkomið svar.

 

Vonandi fá þær manneskjur sem ganga um náttúru og hulduverur eins og fílar í postulínsbúð, með peningagræðgi eina að vopni sín maklegu málagjöld, og vonandi áður en allt um þrýtur nái að skilja hvað þeir hafa gert og iðrast gjörða sinna áður en allt er um seinan.  Sennilega borin von. 

En hvað er eiginlega að í samfélagi manna að horfa ekki til allra átta, og reyna að skynja alvöruna og ábyrgðina sem á okkur er lagt þegar við tókum okkur þetta alræðisvald yfir örlögum jarðarinnar, og höfum gengið um hana þannig að hún er að gefast upp á því sem mannshöndinn gerir. 


Bloggfærslur 6. nóvember 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband