4.10.2013 | 14:58
Huggun að handan.
Fólk er að spyrja mig hvernig ég hafi það. Ég verð að viðurkenna að ég hef það ekki mjög gott. Ég er þó að reyna að halda hugarró minni, og reyna að gleyma því að verið er að rústa 3o ára ræktunarstarfi hér fyrir ofan mig. Ég er að reyna aða vera ekki reið. Þó mér finnist að þessi varnargarður sé tóm vitleysa og einungis fenginn af stað til að fá tímabundna vinnu verktaka inn í bæinn. Gott fyrir stórverktaka að sunnan að fá svona auka verk úti á landi vonandi gera þeir ekki eins og svo oft er gert, að sækja alla þjónustu suður, svo lítið sem ekkert komi inn í bæjarkassann. En hætt er við því, ef að líkum lætur.
Ég vona að sá dagur komi að ráðamenn fari að hugsa meira um fólkið í bænum sínum, en peninga og upphefðir.
Ofan á allt þetta er svo sjúkrahúsið okkar læknislaust fyrir utan forstjórann, sem aðrir læknar hafa dæmt óvinnufæran. Málinu hefur verið skotið til landlæknisembættisins, honum finnst sennilega ekkert liggja á að leysa málið, enda örugglega snúið, bæði pólitískt og vináttulegt, eins og við vitum.
Vona samt að þetta erfiða mál leysist á bestan hátt fyrir bæinn okkar og íbúana sem mega þola þessa baráttu um heilsu eða stolt.
Vegna þess hvernig mér líður var ég glöð að finna bréf, þegar ég var að taka til. Bréfið er til elsku sonar míns heitins, þegar áfall hefur riðið yfir líf hans, það er skrifað af konunni sem seinna varð eiginkona hans og barnsmóðir.
Þetta bréf er einstaklega fallegt og fullt að meðlíðan konu sem þekkir sorgina sjálf. Þau eru nú bæði dáin og voru ekki hátt skrifuð hjá "kerfinu".
Þess vegna datt mér í hug, það skína margar perlur í sorpinu, og með sorpinu meina ég það fólk sem telur sig hafið yfir fólkið mitt og aðra slíka.
En bréfið er hér og dæmi hver fyrir sig:
Á tímum erfiðleika.
Tilgangslaust er að ætla sér að skilgreina ástæðurnar fyrir sálarkvöl. Ekki verður aftur snúið. Engir töfrar fá breytt því sem gerst hefur, ekki heldur ásakanir af neinu tagi. Hvenær sem áhyggjur þjaka þig skaltu einbeita huganum að því sem getur veitt þér ánægju á líðandi stund. Þó í litlu sé. Gefðu þér tíma til að læknast haltu ró þinni.
Missir skilur eftir sig tómarúm en þú verður að varast að heilgreipar sorgar læsi sig um hug þinn og hjarta. Sæktu kjark í lífið sjálft. Það virðist óhugansandi þegar áföllinn dynja yfir, en nýtt ánægjuefni bíður þess að fylla tómið.
Ég óska þér þeirrar hamingju að geta sleppt tökum á því liðna og byrja nýtt líf.
Ég óska þess að geta forðað þér frá hverri sorg, hverri hörmung, hverju því sem mistekst. En þá yrðir þú frábrugðin öllum öðrum tilverum jarðar. Það er ekki síður hjartakvöl okkar en hamingja sem byggir upp hjónaband eða vináttu.
Ef ég gæti gefið þér eitthvað. Mundi ég kjósa þér frið og kyrrð við innstu hjartarætur, svo þú megir vera öruggur og rólegur hvað sem á dynur.
Farðu mjúkum höndum dum hamingjuna.
Hún er að láni.
Kveðja þín vinkona Jóhanna Rut.
Takk Jóhanna mín, þessi huggunarorð koma á góðum tíma fyrir mig. Ég er stolt af að hafa fengið að kynnast perlum eins og þér og Júlla mínum. Ég er ríkari fyrir vikið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 4. október 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar