28.10.2013 | 20:33
Gerendur eineltis, og þeir sem fylgja á eftir.
Svo sannarlega þörf umræða og tímabær. Ég set hins vegar spurningamerki við það að slíkrar hegðunar verði vart strax í leikskóla. Það tel ég að fólk verði virkilega að gera greinarmun á börnum sem eru hvatvís og jafnvel ganga svo langt að bíta og slá önnur börn og svo öðrum börnum.
Ég tel einfaldlega að það sé ekki hægt að ráða úr hegðun leikskólabarna hvort þar leynist framtíðar eineltis seggur eða ekki.
Ég þekki nokkur börn sem hafa verið aggressíf sem smábörn, sem eiga til að bíta og slá önnur börn, en hafa á síðari stigum ekki á nokkurn hátt sýnt af sér einkenni ofbeldis á borð við einelti til annara. Þvert á móti hafa þessi börn sýnt af sér góða hegðun gagnvart öðrum þegar þau hafa þroska til. Það eru ýmis ráð notuð í leikskólum á þau börn sem sýna af sér svona hegðun, m.a. með að bera á varir þeirra smyrsl sem þau finna fyrir, en aldrei nema í samráði við foreldra.
Einelti er hræðileg athöfn, en vei ef það á að fara að sortera smábörn strax í leikskóla hvort þau séu framtíðar eineltisbörn eða ekki. Og þá auðvitað að láta það í hendur misviturra leikskólastjóra vítt um landið.
Það er hægt að rannsaka allan andskotann og komast að einhverjum niðurstöðum, en hvort það hjálpar við vandamálið er svo allt annað mál.
Ég kenndi í nokkur á leiklist við einn lítinn skóla í Hnífsdal, þar var hægt að sjá vel hvernig einelti byrjar, með afar einföldum hætti. Og í svona leiklistartímum er hægt að vinna í málinu á einkar skilvirkan hátt, t.d. með því að koma í leik þar sem allir prófa að vera fórnarlömb og gerendur. Og það skilar sér ótrúlega vel með því að þó þetta sé leikur, þá skilja krakkarnir um hvað það snýst.
Það væri því frekar að hafa leiklistarkennslu í grunnskólum strax frá 6 ára aldri. Og þannig vinna málin strax í upphafi.
Ég hef séð afleiðingar eineltis á fólk sem ég þekki og er mér kært. Fyrir sumum sem eru viðkvæmir og með brotna sjálfsmynd fyrir, er það þannig að þau bíða þess aldrei bætur allt sitt líf. En svo er líka það að ég hef rætt við fólk sem hefur staðið að einelti og það hefur líka sett mark sitt á það fólk, skömmin sem fylgir þegar þau átta sig á því hvað þau hafa gert er stór og þau líða ekkert síður fyrir sinn þátt í slíku, og það sem verra er, þau geta ekki snúið tímanum við og gert gott úr öllu, eftir á.
En í guðsbænum ekki fara að skima eftir tilvonandi skemmdarvörgum í leikskóla, nóg er nú samt, og það er auðvelt að eyðileggja litlar sálir fyrirfram með slíku, og gæti haft afleiðingar sem við sjáum ekki fyrir endann á.
Fólk sem leggur aðra í einelti má skipa í tvo flokka. Annars vegar fólk sem geta haft áhrif á aðra, og líður illa í sálarlífinu, og svo hina sem vilja þóknast og elta slíka einstaklinga og taka þátt án ástæðu.
Búllíarnir eru gjarnan fólk, bæði fullorðnir og börn sem í fyrsta lagi hafa sjálf brotna sjálfsmynd og eru uppfullir af afbrýðisemi og illgirni til annara af einhverjum ástæðum. Til dæmis vegna þess að þeim líður sjálfum illa og vilja þess vegna "ná sér niðri" á þeim sem þeir vita að þeir ráða við. Þeir þurfa því að koma upp hóp í kring um sig, til að hafa áhrif. Þeir sem fylgja með en eiga ekki í þeim krísum sem foringjarnir hafa, er ef til vill hópurinn sem hægt er að ná til, með það í huga að sýna fram á að svona framkoma gengur ekki.
Foringjarnir þurfa hjálp, en hinir fræðslu. Svo einfalt er þetta bara.
Og sorglegasta er þegar það verður ljóst að kennarar og jafnvel skólastjórnendur taka fullan þátt í eineltinu. Slíka sjórnendur og kennara þarf að fjarlægja strax með góðu eða illu.
![]() |
Gerendur eineltis þurfa líka hjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 28. október 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar