Kassi eða starfsfólk?

Þessir menn hafa greinilega ekkert lært af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir.  Að við höfum ráðið slíka menn til að fara með völd í landinu sýnir bara hvað við erum miklir kjánar. 

Kristján Möller sami fyrirgreiðslupólitíkusinnn og hann hefur alltaf verið.  Ef hann hefði langað svona mikið til að byggja hátæknisjúkrahús, hefði hann átt að fresta Vaðlaheiðargöngum, þangað til þeirra tími kæmi.  En það voru kosningar og það þurfti að fá atkvæði í kassann.  Í mínum huga er þessi maður ímynd spillingar og fyrirgreiðslu til sín og sinna.  Verkin sýna merkin.

Gef ekki mikið fyrir pælingar Brynjars, finnst hann oftar en ekki tala áður en hann hugsar. 

Hélt að Guðmundur væri með opin augun, en svo virðist ekki vera. 

Í fyrsta lagi þá er rétt sem Kári Stefánsson hefur bent að steinkumbaldi læknar ekki fólk.  Meðan ekki eru til peningar til að halda starfsmönnum á spítalanum, ekki til peningar til að kaupa tæki, og reka spítalan, þá er EKKI tækifærið til að hraða byggingu hans.  Hreint og klárt. 

Og segjum svo að þetta færi í gegn og ætti að taka peninga að láni sem síðan ætti að greiða af starfsemi heilbrigðiskerfisins, hvar yrði fyrst skorið niður?

Jú við þurfum ekki að leita langt, það er nú þegar byrjað, það verður skorið niður í heilbrigðisstofnunum vítt og breytt um landið, það er nú þegar byrjað, með sameiningu heilbrigðisstofnana, lokuðun deilda, bæði fæðingardeildum og skurðstofum, og það einmitt þar sem mest er þörf fyrir að hafa slíkt, þar sem veður getur hamlað samgöngum jafnvel dögum saman.

Þetta að bara taka lán, er algjörlega það sem kom Íslandi á hausinn.  Við ættum því að varast að veita svona mönnum brautargengi inn á alþingi.  Því þeir hafa ekkert lært, og vaða aftur út í sama fenið og þeir voru að skríða upp úr. 

Landsbyggðamenn við skulum vera vel á verði gagnvart svona fólki, sem vill draga allt á eina hendi, viljum við láta loka heilbrigðisstofnunum vítt og breytt um landið, til að hægt sé að reisa eitt stórt hús, á þessum tímum, þegar þarf að velta hverri krónu?


mbl.is Vilja hraða spítalaframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband