Þökk sé forseta vorum og þeim samtökum og þjóðínni sem saman unnu þetta mál með sóma.

Jóhanna mín, heldurðu virkilega að við séum búin að gleyma því hvernig þið Steingrímur höndluðuð þetta mál í upphafi?  Við vitum auðvitað að það var í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde sem málið kom upp, en þar varst þú líka og ein af því fólki í lykilaðstöðu til að breyta rétt.  Þó verður að segjast eins og er að Geir og hans fólk hafði þó fyrir því að setja neyðarlögin, sem sennilega hafa gert sitt gagn.

Eftir að þið Steingrímur tókuð við, reynduð þið að troða Icesave ofan í kokið á okkur, meira að segja átti að þvinga samning ofan í alþingi án þess að alþingismenn ættu að fá að lesa hann.  Svokallaður Svavarssamningu er reyrður utan um hálsin á þér eins og perlufestarnar sem þú berð svo gjarnan. Jafn áberandi líka.

Þó þið þú, Árni Þór, Árni Páll, Steingrímur og Össur reynið að komast hjá því að þakka forsetanum fyrir það sem hann gerði, og þjóðinni fyrir að standa í lappirnar ykkur til mikillar mæðu, þá vitum við alveg hvernig þetta fór fram.

Við vitum hve reið þið voruð og pirruð yfir atkvæðagreiðslunum sem þið helst vilduð komast hjá, og þið voru öskurreið yfir synjun forsetans, þar sem þið í kjölfarið gáfuð ykkar fólki skotleyfi á hann, og ónefni eins og forsetabjánin og fleiri slík. 

Og nú ætlið þið að þakka ykkur sjálfum fyrir sigurinn.  Þið reynið að telja okkur trú um að þið hafi allan tímann vitað hvað þið voruð að gera, og það sé ykkur og ykkar góða lögfræðingateymi að þakka að sigurinn er sætur. 

Ég get alveg fallist á að lögfræðingateymið vann sín mál af kostgæfni og einurð og á heiður skilin, en lengra nær það ekki.  Þeir hefðu nefnilega aldrei fengið tækifærið til þess ef þið hefðuð náð ykkar vilja fram, það var fyrir forseta vorn Ólaf Ragnar Grímsson, og það góð fólk sem vann að undarskriftasöfnunum og það fólk sem svaraði kallinu, að þetta mál er sigur Íslands í dag. Því skal enginn gleyma.

Og sýnir okkur að þjóðin sjálf getur tekið af skarið fyrir misvitra stjórnmálamenn, og beitt rétti sínum til að forðast ófarir, en einungis með réttsýnan og vitran forseta sem vinnur með og hlustar á þjóð sína.


mbl.is Eigum ekki að leita sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband