Takk Ólafur Ragnar.

Mikið er ég ánægð og stolt af forseta vorum, hann segir það sem segja þarf.  Takk Ólafur fyrir að standa með þjóðinni.
mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lukkuriddarar stjórnmálanna.

Þegar fólk fullt af áhuga og réttlætiskennd ákveður að mynda framboð til að vinna að leiðréttingu á lýðræðinu, koma alltaf ákveðnir aðilar til að melda sig með.  Þetta eru oft gamlir pólitíkusar sem hefur ekki orðið mjög ágegnt í öðrum flokkum, eða fólk sem er nokkuð þekkt á landsvísu, og svo af ýmsum öðrum ástæðum.

Þetta fólk á það sameiginlegt að vilja komast til áhrifa í gegnum nýju framboðin. Stundum gengur þetta fólk inn beinlínis til að breyta áherslum framboðsins.  Fyrir nokkrum árum gekk heill stjórnmálaflokkur inn í flokk sem ég var félagi í. 

Ég gleymi ekki þessum tíma, því síminn hjá mér var rauðglóandi öll kvöld frá félögum í mínum flokki, þau vöruðu vel og lengi við að við tækjum forystumann flokksins inn í okkar raðir.  Ég benti þessum félögum mínum á að það væri ekki hægt að neita fólki um að ganga inn. 

Úr þessu máli varð mikil sundrung og margir hættu, það má segja að ofan á aðra slíka sem höfðu komið inn áður þá var þessi annars ágæti maður okkar versti ódráttur.  Það hefur ekki gróið um heilt síðan því miður, því þarna var margt gott fólk sem yfirgaf flokkinn okkar. 

Við gerðum hrikaleg mistök með að veita þessum manni brautargengi innan flokksins, og fengum á okkur rasistastimpil sem óvinir eru ennþá að tyggja upp.  Þó enginn fótur væri fyrir slíkum ásökunum.

En þarna réru líka auðvitað undir forystumenn hinna flokkanna, sem notuðu tækifærið og áréttuðu lygina, til að koma flokknum frá. Því svo sannarlega ógnaði hann því fólki sem hefur flest alla stjórnmálaflokka í vasanum gegnum greiðslu í kosningasjóði.  Þ.e. útgerðarmennirnir.  Það var vegna þess að þessi stjórnmálaflokkur var fyrst og fremst settur á koppinn til að taka á því óréttlæti sem sjávarútvegsmálin eru enn þann dag í dag.  Þess vegna varð með öllum ráðum að koma honum burtu.

Og því miður spiluðu margir með, trúðu blekkingunum og áróðrinum.

Nú skrifar þessi maður lærða grein um nýja flokkinn sem ég hef ákveðið að styðja, þar sem hann talar fjálglega um að hann sé komin að kveldi.  Þó hann sé ekki einu sinni komin fram með stefnu sína, hvað þá frambjóðendur.  Það er auðvitað mikil reisn yfir svona skrifum, eða hitt þó heldur.

En þessi ágæti maður hvarf svo aftur til flokksins sem hann hafði áður gist, og var þar ýtt svo langt aftur fyrir að hann hefur ekki sést þar nálægt neinum framboðum.  Það er von að hann geti hælst um yfir því að Dögun hljóti ekki brautargengi.  En við skulum nú sjá til með það.

Hann vísar í ágætan mann sem hefur verið í framarlega í Dögun, en dró sig nýlega í hlé.  Með allt í góðu sagði sá, en hann var bara ekki sáttur við framgang mála í Dögun, því hann vildi leggja meiri áherslu á MENN en ekki MÁLEFNI.  Það er von að okkar bloggari sjái það sem hið eina rétta, að meira sé hugað að því hverjir sitji við framboðsborðið en ekki hvaða málefni eru þar og áherslur.

Það sýnir bara hans afstöðu og hann má alveg hafa hana út af fyrir sig. 

Ég og þeir sem ég starfa með, sem eru manneskjur úr þremur stjórnmálaöflum og þar að auki grasróstarfólk, sprottið mikið til upp úr búsáhaldabyltingunni og Borgarafundunum.  Við nefnilega viljum leggja meiri áherslu á málefnin, þess vegna hefur verið unnin Kjarnastefna þar sem tilgreindir eru þeir kostir sem við viljum leggja áherslu á. 

Núna næstu helgi verður svo vinna lögð í að leggja lokahönd á málefnin, og þar með er hægt að leita eftir frambjóðendum til að framkvæma það sem framboðið vill standa fyrir.

Fólk má alveg skoða í sinn eigin barm, þegar það reynir að rakka niður það fólk sem vill virkilega gera vel, þar á ég ekki bara við um okkar framboð, heldur öll þau nýju framboð sem komið hafa fram, um leið og þau fara að berast á eru þau slegin af, að því virðist af ósýnilegri hönd, en það bera að taka slíkt með fyrirvara, því kosningamaskínur fjórflokksins eru vel smurðar og vita nákvæmlega hvernig þau eiga að haga slíkum málum.

Dekrið við Bjarta framtíð sýnir einfaldlega að þar er plott á ferðinni, með vitund og vilja Samfylkingarinnar, sem tryggingu fyrir því að þau komist þannig inn í ESB bak við fólkið í landinu.


Bloggfærslur 23. janúar 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband