19.1.2013 | 02:37
Dögun- nýtt stjórnmálaafl.
Ég er bæði ótrúlega glöð og hrærð yfir yfirlýsingu Jóhannesar Bjarnar um stuðningsyfirlýsingu hans við Dögun. Jóhannes Björn hefur lengi verið einn af þeim sem ég ber djúpa virðingu fyrir sem mann með reynslu og þroska til að skoða málin af visku og reynslu. Þar er einnig Gunnar Tómasson sem er nú innan okkar raða. þessir tveir menn eru að mínu mati með góða yfirsýn yfir málefnin, og hafa þann þroska til að bera að sjá hlutina hlutlaust. '
Hér er yfirlýsing Jóhannesa Bjarnar:
"Ég styð Dögun
17. janúar 2013 | Jóhannes Björn
Íslensk stjórnvöld verða að taka mjög örlagaríkar ákvarðanir á næstu mánuðum. Hagkerfið er í verulegri hættu vegna erlendra skuldbindinga, afleitrar stöðu tugþúsunda heimila, innrásar hrægammasjóða og kerfisbundinnar spillingar. Ný stjórnarskrá sem ver sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar fyrir forréttindahópum verður að sjá dagsins ljós.
Vegna óvenju alvarlegra aðstæðna í þjóðfélaginu á stefna næstu ríkisstjórnar eftir að móta íslenskan veruleika í marga áratugi. Viljum við færa börnum okkar samfélag þar sem örfáir einstaklingar úthluta sjálfum sér auðlindum landsins? Viljum við að erlendir brasksjóðir nái yfirburðastöðu á íslenskum fyrirtækjamarkaði? Viljum við að lánakerfið haldi áfram að mynda gjá á milli kynslóða og bankarnir viðhaldi mesta vaxtaokri sem þekkist á Vesturlöndum?
Hér er dregin upp dökk mynd, en staðreyndir málsins eru ekki flóknar.
Hrunið sem byrjaði 2008 er ekki nærri búið að renna sitt skeið og næsta holskefla ekki langt undan. Sjálfumgleði stjórnmálamanna breytir ekki þeirri staðreynd að flest sem þeir hafa aðhafst síðustu árin er gagnslaus lenging hengingarólar:
- Séreignarsparnaður fjöldans er horfinn.
- Hrein eign Íslendinga á aldrinum 31 til 45 ára hefur dregist saman um 145 milljarða (stendur í mínus 8 milljörðum).
- Skattpíningin er allt of mikil, sérstaklega af lægri tekjum vegna óbeinna skatta og launatengdra gjalda.
- Niðurskurður heilbrigðisþjónustu er til skammar (á meðan gagnslaus sendiráð gleypa milljarða).
- Óskaplegum tíma, orku og peningum hefur verið sóað og tækifærum glatað vegna styrjaldar stjórnvalda við skuldsett heimili landsins, gagngert til að koma í veg fyrir eðlilegar leiðréttingar á ólöglegum okurlánum.
- Sultur er orðinn íslenskur veruleiki.
Það virðist nokkuð ljóst núna að stjórnvöld tóku snemma þá ákvörðun að fórna skuldsettum heimilum landsins og láta þau blæða fyrir stærsta hluta hrunsins. Skrum um skjaldborg virðist hafa verið vísvitandi lygi. Á þessu tímabili höfum við nefnilega mátt horfa upp á hinar furðulegustu afskriftir hjá óhæfum atvinnurekendum, bröskurum, ævintýramönnum og pólitískum gæðingum. Að minnsta kosti var nóg til af peningum þegar dótturfélag auðugs útgerðafélags á Hornafirði fékk 2,6 MILLJARÐA skuld afskrifaða. Nokkrum dögum seinna keypti þetta sama fyrirtæki kvóta fyrir enn hærri upphæð. Það hlýtur að vera dásamlegt fyrir valda gæðinga að búa í samfélagi sem fyrst gefur þeim sameign þjóðarinnar, fiskinn í sjónum, og borgar svo fyrir meiri kvóta með afskriftapeningum! Er einhver farinn að finna olíulykt?
Við verðum að leiðrétta skuldir heimilannabæði í nafni réttlætis en ekki síður vegna þess að það flokkast undir góða hagstjórnáður en þolinmæðina endanlega þrýtur og flóttinn frá landinu magnast. Það verður ekki gamalt fólk eða sjúkt sem flytur í stórum stílbest menntaða kynslóð landsins hangir á spýtunni.
Við verðum líka að taka á vogunarsjóðum, hrægömmum sem fengu skuldir landsmanna á brunaútsölu ásamt veiðileyfi á fjölskyldur landsins. Þetta verður að gerast fljótt og áður en þessir aðilar eignast bankakerfið að stórum hluta. Þeirri gullkistu fylgja veð í fyrirtækjum og auðlindum landsins. Brunaútsalan í bönkunum er sennilega mesta klúður íslenskrar viðskiptasögu ásamt einkavæðingu ríkisbankanna. Þjóðin á heimtingu á að bæði málin verði vandlega rannsökuð.
Stjórnvöld virðast ekki átta sig á (eða kjósa að átta sig ekki á) að leiðrétting á verðtryggðum lánum til einstaklinga hjálpar okkur í baráttunni við hrægammasjóðina. Nýju bankarnir sýna óeðlilegan bókhaldsgróða þegar þeir reikna afsláttarlánin á fullu verði og hrægammasjóðirnir vilja fá greiddan arð (í gjaldeyri) samkvæmt þessum tölum. Leiðrétting lánanna þýðir því miklu minni gróða hjá hrægömmunum.
Fjórflokkurinn muldrar stundum eitthvað um meinsemdir verðtryggingarinnar rétt fyrir kosningar, en hann er alls ekki á þeim buxunum að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Svokölluð verkalýðsforysta landsins, sem situr á silkipúðum við borð lífeyrissjóðanna, heldur t.d. aftur af Vinstri grænum að gera nokkuð í verðtryggingunni. Síðasti alvöru verkalýðsforinginn býr uppi á Skaga.
Íhaldið stundar grímulausa hagsmunagæslu og gerir allt til þess að auðlindirnar séu ekki varðar í stjórnarskrá. Það er erfitt að berjast við svoleiðis bákn. Framtíðarsýnin virðist vera þjóðfélag þar sem örfáir aðilar mjólka auðlindir landsins á meðan aðrir rétt skrimta og félagskerfinu er rústað. Landsvirkjun er nú þegar komin á sölulista íhaldsins.
Dögun er með skýr og óhagganleg áform um að bjarga heimilum landsins og leggja niður verðtryggingu lána. Dögun vill aðskilja fjárfesta frá venjulegri bankastarfsemi, sem er algjör forsenda fyrir eðlilegri hagstjórn, stöðugleika og frekari uppbyggingu bankakerfisins. Dögun er líka með skýra áætlun um hvernig við sigrum hrægammasjóðina og náum tökum á snjóhengjunni og gjaldeyrisvandanum.
Dögun ber nýja stjórnarskrá fyrir brjósti og margir á þeim bæ tengjast málinu beint. Mestu máli skiptir þó að við getum treyst því að Dögun efni orð sín. Heimili landsins hafa forgang, okurlánin verða leiðrétt og verðtryggingin grafin. Tengslin við Hagsmunasamtök heimilanna tryggja þetta. Hugsjónafólk innan raða Dögunar mun líka sjá til þess að nýja stjórnarskráin gleymist ekki og auðlindirnar lendi ekki í höndum fárra útvaldra.
Fjórflokkurinn er búinn að vera með stjórnarskrána í nefndum í marga áratugi og stærsti fjórflokkurinn kvartar núna yfir flýtimeðferð! Endalaust málþóf á Alþingi þessa dagana á sér einfalda skýringu: Elítan gerir allt til þess að koma í veg fyrir að auðlindirnar verði eyrnamerktar fólkinu í landinu. Þessir aðilar gera og segja hvað sem er til þess að komast yfir auðlindirnar og olían er næsti liður á dagskrá.
Hvers vegna styð ég flokk sem mælist ekki enn í skoðanakönnunum með mann á þingi? Vegna þess að Dögun rís og fellur með heimilum landsins líkt og Ísland sjálft. Dögun er með bestu stefnuskrána og á eftir að fylgja henni eftir. Ég get ekki gert málamiðlun við sannfæringu mína."
Það er mín meining að Dögun sé einmitt svarið við réttlæti og betra siðferði og til þess falið að verða það afl sem kemur okkur upp ú hjólförum þess sem nú er að kollkeyra öllu.
Hver vill koma með?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 19. janúar 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2024182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar