Mikilhæfur leiðtogi.

Mikið hefur verið rætt um leiðtogahæfileika fráfarandi forsætisráðherra og stór orði látin falla.

Ég ætla mér ekki að fara ofan í þá sauma.  En það vill svo til að ég hef ákveðnar skoðanir á því hvað telst mikilhæfur leiðtogi.

Ég hef í gegnum tíðina í yfir 30 ár verið með mismargt fólk undir minni stjórn, svo ég þekki svolítið til þess hvað það er sem þarf til að vera góður stjórnandi. 

Í fyrsta lagi þarf góður stjórnandi að geta sett sig inn í aðstæður og málefni sem eru á hans könnu.

Hann þarf að geta samsamað sig því sem undirmenn hans eru að spá og vilja, og skilja og skynja hvað þeir eru að hugsa.

Hann þarf að vera nógu "stór" til að setja sig í spor undirmanna sinna ALLRA og vera mannasættir. 

Hann þarf að vega og meta og treysta sínum undirmönnum. Fá þá til að vinna með sér en ekki á móti.

Taka fyrir ákveðin mál ræða þau við alla aðila með og á móti, og fá fram kosti og galla. 

Þora að taka tillögum frá þeim sem eru á öðru máli. 

Fyrst og fremst að laða fram að besta í öllum sem að málum koma, og fá fólk til að vinna með sér.

Besti stjórnandinn er í raun og veru sá sem er ósýnilegur en hefur alla þræði í hendi sér.

Gefur undirmönnum sínum hugmyndir og treystir þeim síðan til að vinna úr þeim.

Standa svo með þeim ef þeir gera mistök og reyna að bæta þar úr.

Þetta virðist flókið, en það er það bara alls ekki.  Ef stjórnandinn er nógu ákveðin og sjálfsöruggur.  Þorir að taka hlutunum eins og þeir eru og gera gott úr því sem aflaga fer með því að ræða málin og halda friðinn.

Það er mikill munur á því að stjórna með hógværð og friði og fá undirmenn til að fylgja sér, eða vera frekjudós sem með hótunum fær sínu framgengt.  Þarna er himin og haf sem aðskilur mikilhæfan leiðtoga og þann sem lætur stjórnast af frekju, einþykkju og þröngsýni á allar aðrar skoðanir en hans sjálfs. 

Það er bara þannig sem alla tíð hefur verið á okkar vitorði að oflof er í raun og veru háð.  Ef þú virkilega villt manneskju vel og vilt þakka henni góð störf sem hún hefur framkvæmt að þínu mati, þá áttu að spara stóru orðin, og tala af raunsæi.  Þakka fyrir það sem vel er gert en ekki lofa í hástert einhverju sem alls ekki fær staðist.

Það eru í raun og veru ekki margir mikilhæfir leiðtogar hvorki hér á landi né annarsstaðar, þeir hafa þó verið til eins og Ghandi, Mandela, Martin Luther King, Jón Sigurðsson og slíkir, þeirra nöfn lifa með mannskepnunni alla tíð eins og segir: deyja frændur, deyja vinir en góður orðstýr deyr aldregi hverjum sér góðan getur. 

ÍSl. Fáninn


Bloggfærslur 29. september 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 2024187

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband