27.9.2012 | 18:27
Vertu sæl Jóhanna forsætis.
Það var alveg komin tími til að Jóhanna hætti. Sennilega hefur verið lagt að henni að gera svo. Það er búið að gefa það í skyn nokkrum sinnum. Mig minnir að Össur hafi rætt um að skipta þyrfti um manninn í brúnni, Árni Páll hafði líka gefið eitthvað í skyn, en þorði ekki að segja hlutina hreint út.
Viðbrögð Dags áðan voru þannig að það lá við að ég kúgaðist. Hann ætti að muna að oflof er háð.
Verð að segja það að viðbrögðin eru eins og minningargrein þar sem sá sem látinn er verður að engli með vængi, þó hann væri breyskur í lifanda lífi.
Stuðningsmenn hennar vilja halda, sem von er að hennar verði minnst sem eins markverðasta leiðtoga íslandssögunnar. En ætli annað komi nú ekki í ljós þegar sagan verður skoðuð, þar kemur fljótlega upp í hugan ýmsar klúðursminningar. Bæði ráðningar, brot á jafnréttislögum, yfirlýsingar um hve allt er gott á landinu og yfirlýsingar forystumanns ASÍ um hið gagnstæða, ýmsar vandræðakosningar sumar dæmdar ógildar, og svo marg og margt.
Ég get auðvitað viðurkennt að ég bar mikið traust til Jóhönnu í upphafi þegar þau Steingrímur tóku að sér að stýra landinu gegnum brotsjó. Þó minn flokkur dytti út, hugsaði ég með mér að þarna væri þó fólk sem myndi vera rétta fólkið til að stjórna landinu gegnum þann ólgusjó.
En þau höfðu ekki lengi verið í stjórnarráðinu þegar Jóhönnu hafði tekist að kjúfa þjóðina algjörlega í herðar niður með því að setja aðaláhersluna á ESB, þegar hún og Steingrímur höfðu alla burði til að verða vinsælasta stjórn allra tíma, vegna þess að fólk virkilega treysti á þau. Og síðast en ekki síst hvar er SKJALDBORGIN?
Adam var ekki lengi í Paradís. Það kom í ljós að ekki bara Jóhanna klauf þjóðina, heldur var blautri tusku slegið framan í bæði stuðningsmenn Steingríms og okkur sem að vís kaus þá ekki, en treystum samt til að standa við loforðin. Þá kom nefnilega í ljós að alla kosningabaráttuna höfðu þau Jóhanna myndað með sér bandalag um að SÆKJA UM AÐILD AÐ ESB.
Síðan hefur hvert klúðrir rekið annað, ekki tekið á neinum málum, bara skipaðar nefndir, ráð, eða hlutirnir voru í vinnslu. Aldrei tekið fast á neinum málum. Og í raun og veru í stað þess að virkilega hlú að því sem næst þeim stóð, eyddu þau allri sinni orku í innlimunina í ESB.
Nú þegar líður að lokum starfstíma hennar, þá verður starfstími hennar skoðaður og sagan mun dæma. Og þegar hún talar um hrunið eins og hún hafi þar hvergi nærri komið.
En ég vil samt óska henni allra heilla í sínu prívat lífi og óska henni þess að hún njóti samvista við sína fjölskyldu og verði hamingjusöm. En að hún hafi verið mikilhæfur leiðtogi er í besta falli hlægilegt.
![]() |
Jóhanna ætlar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 27. september 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 2024187
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar