22.9.2012 | 20:51
Evra Össurar eða íslenska krónan?
Össur segir... maðurinn sem sagði að hann hefði ekki hundsvit á fjármálum, minnir að það hafi verið þegar hann seldi bréfin sín á afar "heppilegum" tíma. Já hann vill meina að Evran sé sterkari en dollar, það getur svo sem vel verið rétt en er það nóg?
Þessa dagana er mikið rætt um gjaldmiðilsmál og umsókn Ísland um ESB, menn verði að klára málið og svo framvegis. Aðrir vilja leyfa fólki að kjósa núna um hvort halda eigi áfram eða ekki. Sem mér lýst reyndar betur á.
En það er nokkuð ljóst hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki, að kosningarnar í vor munu snúast um umsókn um ESB. Þeir sem halda að stjórnarskrármálið setji einhvern þunga á kosningar eru í villu. Það virðist enginn hafa áhuga á því máli af fólki sem ég umgengst. Það má segja að sé synd, vegna þess að mikið hefur verið í lagt og margt gott komið fram. En eins og ég hef sagt áður og segi enn, stjórnvöldum er ekki treystandi í því máli, og því fer sem fer. Langflestir sem yfirleitt munu mæta munu kjósa nei. Þannig er komið fyrir forystumönnum þjóðarinnar að þeim er ekki treyst fyrir nokkrum sköpuðum hlut lengur.
Ég rakst á erindi sem Gunnar Tómasson hélt í Grasrótarmiðstöðinni um daginn, afar fróðlegt og gott erindi. En Gunnar Tómasson er einn þeirra manna sem ég legg mikið traust á, vegna reynslu sinnar og hversu vel gerður maðurinn er, heiðarlegur í hvívetna.
Hann var beðin að halda erindi um hvernig væri hægt að bjarga Íslandi og hvort það væri æskilegt að taka upp evru og ganga í ESB.
Hér er erindið, ég hef ekki fengið leyfi hjá Gunnari, en vona að ég megi setja það hér inn vegna þess að þarna talar maður með reynslu og þekkingu um málefni sem hann þekkir vel til.
http://youtu.be/4ILvVmPkeHQ Ráðlegg fólki að leggja við hlustir. Hann úrskýrir afar vel hvað hann er að tala um og færir fyrir því rök.
Nú þegar kosningaslagurinn er að byrja er rétt að ýta því að fólki að hlusta á menn og málefni, en ekki síður að skoða hvað viðkomandi hafa gert og sagt s.l. þrjú ár. Það er nefnilega oft þannig með stjórnmálamenn, þeir láta gamminn geisa í fjögur ár, en á einhverjum tímapunkti þegar nálgast kosningar verða þeir allt í einu svo vitrir, vinnusamir og vita allar lausnir. Elska kjósendur af lífi og sál og vilja allt fyrir þá gera. Það þarf líka að þora að breyta til, refsa sínum mönnum eitt kjörtímabil, það þarf ekki meira, ef stjórnmálamenn sjá að þeim verður raunverulega refsað fyrir frammistöðuna, þá læra þeir fljótt. Því stólarnir heilla mikið, sérstaklega þessir bólstruðu upphleyptu ráðherrastólar og það er afar erfitt að standa upp úr þeim svona óforvarendis.
Spurningin er bara viljum við réttlæti, jöfnuð, lýðræði og útrýmingu spillingar eins og hægt er? ekkert af þessu er til í dag, en með því að gefa fjórflokknum frí, má ef til vill koma góðum þjóðhagslegum framfaramálum betur áfram með nýju fólki og venjulegu fólki eins og bara mér og þér. Það fólk sem hefur hrærst í pólitíkinni mörg ár tala nú ekki um áratugi, eru löngu komnir langt frá hjörðinni og hafa reyndar engan áhuga á hvað hún er að hugsa og vona.
![]() |
Össur: Evran sterkari en dollar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 22. september 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 2024187
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar