Heimför og ýmislegt annað með Richard Clayderman.

Ég á eftir að skrifa hér um vínarferðina, og sitthvað fleira.  En núna langar mig til að tala um heimförina.  Sig hér og hlustar á Clayderman og hugljúfa tónlist og líður vel.

1-IMG_6532

Notó í Austurríki.

2-IMG_6537

Þegar aðrir voru farnir að sofa var notalegt að sitja og skrifa.

6-IMG_6556

Ég er svona frekar næturdýr... eða þannig.

10-IMG_6560

Við erum svona frekar samrýmdar mæðgurnar það er líka voða notalegt.

12-IMG_6562

Já það þarf að sinna tölvunni... líka Smile

13-IMG_6574

Síðasta kvöldið og það er alltaf jafn erfitt að segja bless.

15-IMG_6576

Flugið var 8.35 og við þurftum að ganga frá barnakörfunni sem átti að fara til Tinnu og Skafta.

16-IMG_6577

Þar sem hún var það að auki full af barnafötum þurfti að vefja hana með sellofan.

19-IMG_6580

Sem betur fer er flugvöllurinn í Vín frekar lítill á okkar mælikvarða. Svo allt gekk fljótt og vel fyrir sig.

20-IMG_6581

Við Elli flugum saman til Kaupmannahafnar, en þaðan fór ég heim en hann til Osló.

21-IMG_6582

Skýjum ofar með Niki Austrian airlines.

25-IMG_6586

Stórabeltisbrúin.

26-IMG_6587

Dálítið draumórakennd mynd.

27-IMG_6588

Systir mín og mágur Sigga og Ragnar hittu okkur á flugvellinum, þau vildu bjóða okkur eitthvað í snarl og bjór. Við ókum talsvert um en fundum ekki neitt slíkt nálægt flugvellinum. Jæja sagði Ragnar við förum þá bara í mollið. Svo hló hann, þeir segja að þetta sé stærasta mollið í Skandinavíu, en þeir hafa víst hvorki séð Kringluna né Smáralind.

En sem sagt við fórum í mollið, ég var orðin svöng hafði bara borðað eina brausneið síðan um morguninn.

28-IMG_6589

Fundum okkur góðan stað og tókum okkar tíma í að velja á matseðlinum. Pöntuðum rauðvín, ég smakkaði og það var reglulega gott rauðvín.

29-IMG_6590

Jamm það var ákveðið að panta kjúklingasalad sem hljómaði bara ansi vel.

30-IMG_6591

Ég var rétt búin að smakka rauvínið og fá mér tvo bita af kjúklingasaladi þegar bjalla hringdi og rödd hvað við; Its a fire in the building please leave the building emidially. Og allir þurftu að koma sér út, verðir sáu svo til þess að fólk færi rétta leið út. Sá mest eftir að hafa ekki gripið flöskuna góðu með mérTounge

31-IMG_6592

Og fólki streymdi eins og foss niður alla ganga og út.

32-IMG_6593

Sáum engan reyk en á neðstu hæðinni fundum við brunalykt.

33-IMG_6594

Og þegar út var komið komu brunabílarnir. Jamm enginn matur þarna. Og þá var bara að koma sér út á flugvöll því það var klukkutími í brottför. Sigga systir mín hafði miklar áhyggjur af þessu öllu, en ég sagði henni að það væri alltaf gaman að lenda í smáævintýrum. Og svo var hægt að borða í flugvélinni.

34-IMG_6595

tengdadóttir mín Marijana sótti mig út á flugvöll, ég hafði geymt bílinn hjá þeim, en þau eru flutt í Reykjanesbæ, og ég gisti hjá þeim um nóttina, því ég var frekar þreytt eftir ferðina.

Þetta eru litlu gaurarnir mínir í ReykjanesbæHeart

35-IMG_6596

Yndislegir, þeir eru í leikskóla upp á velli, þar er hjallastefnan á fullu. Leikskólinn rosaflottur, frá tímum herliðsins risa garðskáli með allskonar flottum leiktækjum. Og amma varð að koma með að aka þeim á leikskólann morguninn eftirHeart

37-IMG_6598

Ofboðslega duglegir og flottir strákar.

39-IMG_6600

Heart

40-IMG_6601

Heart Þeir eru líka rosalegir afakallar báðir tveir. Ég á samt meira í þessum hér.

47-IMG_6608

Svo þurfa svona strákar að tuskast aðeins og stundum er mamma alveg uppgefinn þessi elska.

En svo var bara að koma sér af stað heim, taka bensín á bílin, fara upp í Lífland og taka hænsnafóður og koma sér áleiðis heim.

86-IMG_6647

Sem betur fer hafði ekkert frost verið hér svo blómin mín sem voru úti ennþá voru í lagi.

87-IMG_6648

Smá snjór í efstu toppum, svo ég hef ennþá tíma til að ganga frá.

88-IMG_6649

En næsta sunnudag fæ ég konur í heimsókn og ætla að kenna þeim að skipta plöntum, en það lærði ég hjá Herdísi minni í Fornhaga þeirri elsku.

96-IMG_6657

En hér var Ísafjarðardeil Garðyrkjufélagsins endurvakinn í vikunni.  Vilhjálmur Lúðvíksson formaður G.Í. mætti með okkur og hélt heilmikin og fræðandi fyrirlestur. 

97-IMG_6658

Kosin var ný stjórn og er Harpa Kristjánsdóttir formaður.

98-IMG_6659

Sem sagt á sunnudaginn kl. 15.00 koma félagar út garðyrkjufélaginu til mín í kúlu og ég rölti með þeim um garðinn og sýni svona hvernig er best að skipta plöntum.  Það eru allir félagar velkomnir, bæði nýjir og gamlir.

100-IMG_6661

Af því að ég var nú komin út á annað borð, stoppaði ég aðeins hjá henni Sædísi vinkonu minni til að spjalla.

99-IMG_6660

Tók mynd af þessari elsku fyrir mömmu sín. Til hamingju með hana Beta mínHeart

101-IMG_6662

Og Sædís nýtur sín við barborið, alltaf jafn flott þessi elska.

109-IMG_6670

Doppa litla er flutt að heiman, Matta mín Jónu og Helgadóttir kom hingað með dóttur sinni ætluð að fá sér högna, en snarsnérust á punktinum þegar þær sáu Doppu, núna heitir hún Sigurrós held ég. En þessa tvo vantar ennþá heimili, þeir eru flottir og þrifnir.  Snúður

110-IMG_6671

Og gleði, heilbrigðir fallegir og ljúfir Heart

Eigið góða nótt elskurnar.


Bloggfærslur 20. september 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 2024187

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband