31.8.2012 | 22:53
Smá hugleiðíng um framtíð okkar.
Ég hef svona verið að hugsa um málin af fullri alvöru. Ég er stundum alveg ofboðslega reið yfir hvernig stjórnvöld höndla málin. Var einmitt oft þannig áður, meðan Sjálfstæðísmenn og Framsókn og síðan Sjálfstæðisflokkur og Samfylking réðu málum. En málið er að meðan þessir flokkar ríktu, þá vissi maður að þeir væru slíkir tækifærissinnar og vissi jafnframt að maður yrði að þreyja Þorran og Góuna. Þess vegna var ég svo vongóð um að minn flokkur myndi hljóta brautargengi í kosningum síðast, en nei það varð ekki þannig við duttum út af þingi. Þó var þessi flokkur með heilsteypta stefnuskrá vel unna af fullt af fólki, fólki sem þekkti til og vissi hvernig best var að haga hlutum. En það sem varð ofaná var að óvinir flokksins klíndu á hann rasisma sem var svo algjörlega langt frá stefnu og virkni flokksins.
Síðan þá eru nokkrir "Álitsgjafar, stjórnmálaspekingar og forystumenn stjórnmálaflokka" að mínu mati algjörlega ómarktækir í þjóðmálaumræðunni. Þar er af mörgum að taka og skal ég nefna nokkra. Fyrst kemur upp í hugann Steingrímur nokkur J. Sigfússon, sem gegn betri vitund samþykkti að Frjálslyndi flokkurinn væri rasistaflokkur, þá Ingibjörg Sólrún, Geir Haarde talaði um að fiska í gruggugu vatni. Þórhallur Baldursson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Davíð Þór lögðu svo sitt af mörkum, veit ekki í þágu hverra þau tóku þessa afstöðú sem var alveg út úr kú. En reyndust afdrifarík flokknum.
En að málum dagsins. 'Eg held að forystumenn flokkanna í dag séu ekki beinlínis vont fólk, en þau eru gjörsamlega veruleikafyrrt. Hafa verið alltof lengi að hrærast í pólitík sumir allt upp undir 30 ár eða meira. Og það þarf góð bein til að þola góða daga. Þau einfaldlega eru orðin gjörsamlega farin út um víðan völl, og spillingin orðin þeim svo samofin að þau sjá hana ekki.
Þó forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar séu ungir menn, þá eru þeir samt afsprengi af gömlu spillingar liði, þar sem feður og forfeður hafar gert það gott á kostnað þjóðarinnar
Draumaprinsar gamla spillingarliðsins.
Og svo þegar ný öfl vilja vinna að því að koma á betra siðferði og koma spillingunni frá, fer allt í gang til að varna því. Áróðurinn og viðtekinn venja er ungum framboðum erfið, auk fordómanna sem reyndar fjórflokkurinn kyndir undir af alefli, því vissulega vilja þeir ekki að bátnum sé ruggað, og þeirra forréttindi sé í hættu.
Það sem er mest óþolandi er að fólki í landinu kýs að ala upp í þessum fjórflokki og veita honum endalaust brautargengi þó hann hafi svo sannarlega sýnt að hann axlar enga ábyrgð og stendur enganveginn undir væntingum, því það eina sem þau hugsa um er að halda einhvernvegin völdum, og samtryggingin er algjör. Þetta segi ég vegna þess að það er mín upplifun.
Ég held að ráðamenn séu ekki vont fólk, alls ekki, en þau eru búin að vera alltof lengi við stjórnvölin og eru þess vegna orðín algjörlega veruleikafyrrt um kjör og hugsunargang almennings í landinu. Þau búa í sínum fílabeinsturnum og hugsa um það eitt hvernig þau eigi að leika næsta leik til að halda völdum. Þess vegna er samtrygging þeirra nauðsynleg. Hvernig á það annars að vera með fólk sem er búið að starfa á þessum stað í yfir 30 ár. Ég var garðyrkjustjóri úti á landi í þennan tíma, og veit að það er erfitt að gefa eftir, en ég bar gæfu til þess að hætta að skipta mér af þegar ég ákvað að hætta, en ég þekki verulega til hvað það er erfitt að hætta að ráðskast með menn og hluti eftir svo langan tíma, það þarf þroska og vit til að hætta og sleppa.
Við kjósendur þurfum að taka okkur á og virkilega spá í hvort við viljum þessa spillingu og eiginhagsmunapot áfram eða hvort við eigum að veita öðrum framboðum brautargengi. Mér virðist af nógu að taka það, því í næstu kosningum munu ekki færri en rúmur tugur framboða standa okkur til boða. Og endilega ekki hlusta á þá vitleysu að við séum að henda atkvæðí okkar með því að kjósa það sem hjartað bíður. Það er nú eða aldrei sem okkur tekst að snúa vörn í sókn. Nákvæmlega núna er akurinn plægður og undirbúin undir nýja sáningu og betri uppskeru. Ekki hugsa í gömlum frösun, heldur kynnið ykkur það sem er í framboðí, spáið í loforð og efndir núverandi flokka og hafið kjark til að refsa þeim fyrir svik sem þeir lofuðu ykkur fyrir síðustu kosningar.
Stundum þarf að vera grimmur til að vera góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 31. ágúst 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2024188
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar