13.8.2012 | 17:31
Fljótavík - ferðalok.
Hér er þvílík blíða, það rigndi í gær mikið en var komin sól og blíða aftur í dag. Það hentar mér vel því ég er að þvo af kappi eftir ferðalagið okkar. Og þurrkarinn er bilaður svo allt þarf að fara út á snúru. Ekki það að ég þurrka alltaf allt úti þegar það er hægt. Það kemur svo góð lykt í þvottinn.
Villibörn..
Gott að hafa slönguna þarna, en svo er auðvitað hægt að fara í sturtu inni ef manni er kalt.
En fyrst þarf að skola sandinn burtu.
Silungur bæði steiktur og grillaður, börnin sáu um grillið en fullorðna fólkið amma um steikinguna inni.
Annað sem börnin elskuðu var hvönnin, hún var bæði skjól, bardagatæki og felustaður. Hér er ein flugvél á einum af þremur flugvöllum í Fljótavík.
Og hvönnin er risavaxin eins og sjá má.
Sullum bull....
Þó maður sé bara fjögurra ára má maður sulla alveg sjálfur.
Svo má veiða seiði en það þarf að skila þeim aftur. Því við viljum hafa silung áfram. Hér er komið eitthvert óargadýr sem leggst á seiðin flundra, einskonar koli, sem er nýr hér á svæðinu og ekki vinsæll.
Svo er tuskast eins og gengur en allt í góðu.
Þarna sést í sumarbústaðinn hennar Boggu Fljótavíkurmóru, hún er hér allt sumarið og passar upp á að allt sé samkvæmt reglum. Ómissandi þessi elska.
Á góðri stund.
Systkinin í eltingarleik.
Gaman gaman...
Já það má nota hvönnina í ýmislegt.
Strandaflug stendur fyrir flutningum til Fljótavíkur og fleiri staða, hér fara Sigga mín og börnin, þau eru á leið til Danmerkur svo þau þurftu að fara aðeins fyrr.
Og dótið flutt á bílnum. Hvalurinn sem við sáum í fyrra er komin langt upp í vatn.
Hér er ég að borða grafsilung
Verið að fara í göngutúr, það er hægt að ganga hér um á alla vegu og afar fallegar gönguleiðir hvert sem farið er. Eins gott að vera vel skóaður, því mýrlendi er hér mikið.
Þessi börn eiga eftir að koma hér oft og mörgum sinnum og þess vegna er mikilvægt að þau læri að umgangast náttúruna og Fljótavíkina af virðingu og trausti.
Yngsti stubburinn undir sér afar vel hér hjá timbrinu, það var spennandi.
Ásthildi fannst það líka gaman.
Einn af fáum stöðum sem þessum skæruliða er treyst fyrir hamri
Og þessum líka...
Það rigndi einn dag, en það var samt svo hlýtt.
Úlfur er rétt eins og pabbi hans algjör barnagæla, og hefur gott lag á börnunum.
Arnar Milos og Davíð Elías eru ekki bara tvítyngdir heldur þrí, því þeir eru íslendingar, króatar og serbar.
Amma það þarf að flétta hárið mitt á kvöldin svo ég sé ekki alveg eins og villisvín á morgnana segir þessi unga dama og veit alveg hvað hún vill.
Þvílík kyrrð og þvílíkur friður. Hér er faðir minn alinn upp, hér var hann til 17 ára aldurs. Við erum öll mótuð af þessu landi frá föður okkar rétt eins og hin frændkyn okkar eru mótuð í sama stein. Við erum hreykin af uppruna okkar.
Börnin virðast ekki hafa erft áhugan, en aftur barnabörnin munu bera hefðina áfram.
Læri á grilli og eitt í holu, frábært og ómissandi.
Þarna var notalegt að sitja.
Og lífið gekk sinn yndæla vana gang.
Og það var spjallað um ýmislegt, veiði, flugur, gönguferðir og hvaðeina.
Meðan sólin gekk sinn gang.
Meðan hún gekk til viðar á friðsælum stað, sem getur samt verið svo harðneskjulegur á stundum að menn undrast í dag hvernig fólk gat lifað og starfað hér á þessum útkjálka. En ætli þeim hafi liðið nokkuð betur í meira þéttbýli?
Já kyrrð og friður er það fyrsta sem kemur upp í hugann.
Börnin finna þetta líka og elska þennan stað.
Þau munu landið erfa að því er sagt er. Og þess vegna þarf að kenna þeim að umgangast svona stað með tilskiliinni virðingu. Og gæta þess að enginn óprúttinn ættingi selji einhverjum fjárfestum sinn hlut, því við viljum ekki fá neina græðgi hingað.
Hingað eru samt allir velkomnir til að njóta með okkur bara á þann hátt að njóta þess sem þessi paradís hefur upp á að bjóða.
Á svona tímum er það eina sem heyrist er þungt brim niður við ósinn, sem alltaf er og gaggið í tófunni, smá tíst í fugli annars algjör ró.
Ég er afar stolt af því að vera í þeirri aðstöðu að geta boðið börnunum mínum og barnabörnum upp á svona líf. Svo þau kynnist því hvað raunveruleg hamingja er, hún er ekki fólgin í peningum, völdum eða upphefð, hún er nákvæmlega fólgin í því að finna sjálfan sig á svona stað, og læra að meta náttúruna í sinni fegurstu mynd.
Að læra að kynda upp í kamínunni, læra að ganga vel um og passa fötin sín. Finna sig í óbyggðum.
Læra að elska þennan stað.
Marijana hnýtti henni þennan krans. Og hún fann orma í fíflunum og ákvað að safna slíkum til að fara með heim og selja í gæludýrabúðina í Austurríki.
Og auðvitað hjálpast allir að.
Hér er verið að skoða flugnabókina af mikilli athygli með Atla frænda.
Alltaf nóg að borða í svona ferðalögum, því börn eru sísvöng í útilegu.
Svo er gaman að lesa líka.
Á svona stöðum eru draugasögur nauðsynlegar, og sérstaklega vinsæl er sagan hans Atla um pitty pittý puff puff.... en amma sagði eitt barnið taktu mynd af geimverunni.
Og Atli er bara einn af öfunum, þannig er það bara.
Óðinn Freyr kom alla leið frá Noregi til að fara til Fljótavíkur.
Sólbrot.
Og enn sitja þeir "gömlu" á rabbi.
Allt hefur sinn tíma.
Þessar elskur vöskuðu upp í flestum tilfellum.
Kerti og spil kerti og spil.
Og svo þau litlu, mega ekki vera með kerti
En stundum er maður rosa þreyttur og gildir þá einu hvar maður sefur
Afarnir þrír...
Það þarf nefnilega að brenna rusli og það er gert síðasta kvöldið og er afar spennandi fyrir börnin.
Þau hreinlega elska þessa bálför í lokin.
En Fljótavíkin er dyntótt, og það kom í ljós að bátur kæmist ekki að næsta dag, því ölduhæð í Djúpinu var um tveir og hálfur meter, svo ekki yrði sjófært, þá var eina leiðin flug ef það væri þá flugfært.
Fallegu börnin mín.....
Öll sem eitt...
Hér er grafíkerenn Haukur að teikna listaverk í gestabókina sem við ætlum öll að skrifa í á morgun til að þakka fyrir okkur.
Í raun leið þessi vika alltof fljótt, en góðar minningar munu geymast meðal okkar allra.
Þá er bara að pakka saman og reyna að gera sem minnst úr öllu, því flugvélin tekur ekki sama magn og bátur.
Og þá var bara að bíða, flugvélin kom ekki fyrr en seinni part dagsins og sumir voru orðnir dálítið óþolinmóðir, en veðrir var dásamlegt svo allt gekk þetta vel.
Við áttum ennþá nægan mat svo enginn þurfti að vera svangur.
Áttum meira að segja efni í pizzur, Úlfur og Júlíana sáu um að gera pizzur á grillinu.
°Sem var vel þegið af öllum.
Eins og ég sagði börn eru botnlaus í útilegum.
Úlfur ætlar að verða kokkur, hann eldaði þessa fínu fiskisúpu hér einn daginn. Og Hrönn mín ég er ekki búin að gleyma að þú vilt fá uppskriftina hjá honum, ég á einfaldlega eftir að króa hann af úti í horni og fá hann til að gera hana upp
Three grumpy old men hehehe, þeir voru reyndar yndislegir, en gaman að hlusta á þá fóstbræður Atla og Hauk, þegar þeir tóku sig til allt í góðu samt minnti mig á myndina two grumpy old men.
Allt tekur enda, en þegar manni líður vel skilur minningin eftir góðar tilfinningar og hjálpa manni áfram.
Eina af þeim minningum tekur maður með sér frá Fljótavík þetta sumarið.
Hahaha þarna stakk geitungur mig í handlegginn, en ég fann auðvitað sára lítið til. Annars fórum við svo til berja þennan dag og týndum fullt af berjum, sem við átum svo daginn eftir í skyri með rjóma.
Fengum líka gesti eins og gengur.
Og þá var tími til að fara.
Allir í berjamó fyrir brottför. En nú er tími til að hætta þessu, ég veit að þetta eru allof margar myndir, en ég gat ekki stillt mig. Vissi ekki hvar átti að hætta.... eða þannig. En eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Bloggfærslur 13. ágúst 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2024188
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar