Fljótavík.

Það var algjört logn og blíða þegar við sigldum til Fljótavíkur.

31-IMG_4412

Afi og Davíð Elías um borð.

32-IMG_4419

Siglt fyrir Ritinn.

33-IMG_4420

Arnar Milos alvörugefinn að sjá.

34-IMG_4421

Og Ásthildur var voða stillt í bátnum líka.

35-IMG_4424

Séð inn í Fljótavíkina.

36-IMG_4425

Svo þarf að fara í land á sodiak. Litlir stubbar voru dálítið þreyttir en samt forvitnir.

37-IMG_4428

Hér er öryggið alltaf sett á oddinn og allir í björgunarvestum. Þetta er voða spennandi.

38-IMG_4429

Þetta gekk afar vel.

39-IMG_4430

Við þurfum að ganga dálítinn spöl, en hér er smábíll og kerra sem flytja farangurinn, hér fer Arnar úr stígvélunum, hann hljóp nefnilega á harðaspretti yfir ána og blotnaði.

40-IMG_4431

Hún var svo þreytt að hún fékk að sitja í smástund.

41-IMG_4432

Og loks komin á áfangastað, það þurfti samt að fara fleiri ferðir því við vorum svo mörg.

42-IMG_4434

Og sólin skein þó kvöldið væri nærri.

43-IMG_4435

Gott að fá sér smákvöldverð.

44-IMG_4437

Það var glampandi sól mest allann tímann.

45-IMG_4443

Fánin blakti varla, og kvöldsólin litað allt bleikt.

46-IMG_4444

Séð yfir vatnið.

47-IMG_4449

Og máninn brosti fullur.

48-IMG_4451

Þá var að koma öllu dótinu fyrir, mat og fatnaði og því sem við átti að éta.

49-IMG_4452

Blautbúningar eru nauðsynlegir hér, og auðvitað þarf að skola sandinn af með vatnsslöngu utanhúss.

50-IMG_4454

Já vatnið er ómótstæðilegt mínum börnum.

51-IMG_4463

Stóru krakkarnir voru duglegir við að hjálpa þeim minni.

52-IMG_4466

Það er mikið spilað í Fljótavíkinni á kvöldin.

53-IMG_4475

Svo þurfa veiðimennirnir að brýna kutana. (veiðihnífana)

54-IMG_4477

Hvað ungur nemur gamall temur.

55-IMG_4487

Svo þarf að gera að veiðinni, mæla og skrá allt niður í veiðibækur.

56-IMG_4488

Já Atli mælir. Börnin mín læra af þessum eldri bæði handtökin og hefðirnar og þau munu viðhalda því sem þau hafa lært, og þegar þau koma hingað með sín barnabörn þá vita þau að það þarf að kenna þeim réttu handtökin og hugsunina.

57-IMG_4490

Svo er flakað og gert að. Sumir fiskarnir verða grafnir aðrir steiktir að Fljótavíkursið.

58-IMG_4493

Ég er afar ánægð með að Bjössi er með, því annars kæmi það í minn hlut að flakaCool

59-IMG_4496

Það þarf ekki bara að læra að beita veiðistöng og hníf, það þarf líka að læra að höggva í eldinn, Úlfur kenndi Daníel þessi handbrögð sem pabbi hans kenndi honum.

60-IMG_4527

Hér má fá smánammi og snakk á kvöldin, af því að hér má næstum allt. Smile

61-IMG_4535

Og svo er leikið sér í kvöldhúminu.

62-IMG_4536

Hahaha skemmtilegt.

63-IMG_4540

Sæt saman Heart

64-IMG_4546

Þessi stubbur festist yfirleitt ekki á mynd.

65-IMG_4551

En þetta er bara rosastuð.

66-IMG_4553

Og hér er verið að hnýta flugur. Atli frændi gaf Úlfi og afa hans fluguhnýtingasett með öllum græjum, og þeir bjuggu til flugur og veiddu heilmikið á þær.

67-IMG_4555

Stóru börnin pössuðu gjarnan þau minni, svona til að foreldrar afar og ömmur fengju smá frið líka.

68-IMG_4556

Það er verið að undirbúa veiðiferð.

69-IMG_4558

Óðinn Freyr að koma frá vatninu.

70-IMG_4559

Sumar veiðistangir þurfti að yfirfara, þá var gott að hafa snillinga og gamla skáta til að aðstoða, því skáti er alltaf viðbúinn.

71-IMG_4561

Það er að mörgu að hyggja í svona útilegu.

72-IMG_4562

Og eins gott að fara varlega því stundum setur maður öngulinn í eitthvað annað en fisk og þá þarf aftur að fá smáhjálp.

73-IMG_4570

En þá eru þessir tveir að verða klárir í Reiðánna.

74-IMG_4576-001

Aðrir vilja bara hafa það notalegt heima.

75-IMG_4580

Hér er verið að tálga. Allir strákar í Noregi fá hníf og læra að tálga. Þeir eru allir verðandi veiðimenn.

76-IMG_4585

En við kveðjum að sinni, með framhald í huga. Eigið góðan dag.


Bloggfærslur 12. ágúst 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband