Krakkar í kúlu.

Þá erum við komin úr Fljótavíkinni okkar mögnuðu.  Fengum yndislega daga gott veður og skemmtilega samveru.

2-IMG_4300

Nöfnu minni fellur sjaldan verk úr hendi, og ef ekki þarf að vökva blómin vökvar hún bara tjörnina og fiskana.

3-IMG_4303

Hanna Sól á þegar nokkrar vinkonur sem koma til hennar í heimsókn til að skoða allt sem hér er að skoða.

4-IMG_4305

Snæfríður er samt besta vinkonan, enda voru þær afar samrýmdar þegar Hanna Sól átti heima hér.

5-IMG_4308

Hún er sjaldan svona á svipinn litla Ásthildur Cesil.

6-IMG_4309

Systir mín, bróðir, mágkona og Atli frændi. Við erum að fara að undirbúa ferðina en  það er svo notalegt að sitja og spjalla í góðu veðri.

7-IMG_4315-001

FLottar stelpur.

8-IMG_4319-001

Og gaman saman.

9-IMG_4325

Afinn og prinsessan fara út með ruslið.

10-IMG_4327

Hann er örugglega að sýna henni hvar tröllin búa svo hún geti varað sig.

11-IMG_4329

Og hér er hún björt og brosandi.

14-IMG_4349

Hluti af gamninu í kúlu er kista full af allskonar fötum, sem litlar pæjur og meira að segja stórar líka og strákar vilja gjarnan klæðast.

15-IMG_4353-001

Við vorum boðin í mat til Dadda bróður og Guðbjargar. Þau eru sannkallaðir matgæðingar.

18-IMG_4363

Takk fyrir okkurHeart

21-IMG_4381

Og ferðalangarnir koma hver af öðrum til að fara í Fljótavíkina hér er Bjössi sonur með Arnar Milos og Davíð Elías.

22-IMG_4383-001

Hér er líka Sigurjón Dagur.

25-IMG_4389

Hann elskar líka tjörnina.

26-IMG_4398-001

Já það fjölgar í kúlunni. Og undirbúningur undir Fljótavíkina á fullu.

27-IMG_4401-001

Tengdadæturnar Marijana og Sigga.

29-IMG_4409-001

Loks er allt tilbúið og lagt af stað á Loga bátnum hennar systur minnar og hennar ektamaka Sævars. Þarna er fólk að veiða makríl.

30-IMG_4410-001

En ekki meira í bili. Held áfram í næstu færslu.   Í gær var hér 24°hiti og sól, það var samt mikill vindur, en steikjandi hiti.

En nóg í bili, eigið góðan dag elskurnar.  


Bloggfærslur 11. ágúst 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband