Læða, kettlingar og ýmislegt fleira.

Jæja þá er það fæðingin í gær.

1-IMG_3992

En fyrst nokkrar myndir. Í dag hefur rignt hressilega og er það notalegt að vita því ekki var vanþörf á regni fyrir gróðurinn.

2-IMG_3993

Farþegaskipinn koma nær daglega, og eru sum með jafn marga farþegar og íbúar bæjarins.

3-IMG_3995

Dálítið merkilegt með þá sem koma með þessum skipum, að þau virða ekki bílaumferð. Við bílstjórarnir verðum að sæta lagi til að aka um götur bæjarins, það er rétt eins og rollum hafi verið sleppt lausum í bænum, því fólkið ætlast greinilega til þess að akandi vegfarendur séu bara til trafala.

4-IMG_3996

En mesta mannmergðin var yfirstaðin þegar ég tók þessa mynd.

5-IMG_3997

Það eru enginn smáskip sum þeirra sem hingað koma.

6-IMG_3999

Ást er að borða saman.

8-IMG_4001

Tók eftir því í gærmorgun að Lotta litla var orðin óróleg og greinilega með verki, svo ég taldi að það væri komið að fæðingunni. Blesi hefur verið góður við hana alla meðgönguna, hann hefur sleikt hana og kysst jafnvel, og verið afskaplega umhyggjusamur.

9-IMG_4002

Hér er fyrsti kettlingurinn kominn, hún varð alveg skíthrædd og stökk í burtu, ég varð sjálf að sprengja líknarbelginn og fara svo og sækja hana inn í skáp, til að sinna afkvæminu.

10-IMG_4004

Hér er sú litla læða og alveg eins og mamman.

11-IMG_4006

Já það er sleikt og sleikt.

12-IMG_4008

Næsti var högni, gulur og flottur, en greinilega stærri en læðan, svo ég varð að tosa hann út, þegar ekkert gekk.

13-IMG_4009

Og áfram héldu hríðarnar, nú var dýralæknirinn komin og við fylgdumst með. Ef það kemur einn svartur og hvítur þá er öruggt að Blesi er pabbinn ákváðum við.

14-IMG_4013

Og hér er hann kominn til að hjálpa til. Hann sleikti bæði Lottu og kettlingana af mikilli samviskusemi.

15-IMG_4014

Tekur föðurhlutverkið mjög alvarlega blessaður.

16-IMG_4019

Hér þrýfur hann þann gula.

17-IMG_4020

Og svo kom einn svartur og hvítur, svo Blesi getur ekki þrætt fyrir, enda er hann bara stoltur og glaður.

18-IMG_4024

Svona svona ég skal hjálpa þér.

19-IMG_4027

Það gengur betur þannig.

21-IMG_4029

Ég er sko hérna hjá þér dúllan mín.

22-IMG_4030

Þetta verður allt í lagi.

23-IMG_4031

Ég get alveg séð um þetta.

25-IMG_4035

Komnir allir fjórir og þá er hægt að slaka á.

26-IMG_4037

Og smáfólkið þarf að koma og skoða.

27-IMG_4045

Og ekki bara smáfólkið....

28-IMG_4046

Morrakrakkarni höfðu verið að skemmta á Markaðshátíð í Bolungarvík og komu við til að skoða litlu afkvæmin.

29-IMG_4048

Og þá er að smella myndum af þeim.

31-IMG_4052

Með flokkstjóranum sínum.

32-IMG_4057

Mamman ánægð með ungana sína.

33-IMG_4060

Og hér eru þeir allir fjórir.

35-IMG_4061

Dúllur.

34-IMG_4062

Pabbinn fylgist svo stoltur með.

Eigið góðan dag.


Elsku Júlíus minn.

http://www.youtube.com/watch?v=5kQqED7bq7E&feature=share

Elsku sonurinn minn góði, í dag hefðir þú orðið 43 ára ef þú hefðir lifað.  Ég sakna þín ennþá sárt.  Þeir segja að tíminn lækni öll sár, það er ekki rétt, maður lærir að lifa með sorginni.

Til hamingju með daginn vinurinn minn hvar sem þú ert ég veit að þú ert hamingjusamur og umvafinn ást og umhyggju allra sem í kring um þig eru.  Heart

Sorgin er sár

svíður hjarta.

Tómleiki og tár

tilfinning svarta.

Samt lifir sú von

að góð sé þín köllun

minn elskaði son

á Ódáinsvöllum. 

Ljúflingur og ljósið mitt

leggðu á veginn bjarta.

Löngunin og lífshlaup þitt

liggur mér á hjarta.

Í dýpstu sorg um dáinsgrund

döprum hug mig teymdir.

en fórnfýsi og fagra lund

í fylgsnum hugans geymdir.

Ekki barst þú mikið á.

Elsku sonur mildi.

Varst samt alltaf þar og þá.

Þegar mamma vildi.

Í mér sorgin situr nú

sárt er upp að vakna.

Hér ég vildi að værir þú

vinur þín ég sakna.

Englarnir nú eiga þig.

engan frið það lætur.

Við það sætta má ég mig

móðirin sem grætur.

Elsku Júlli ástin mín.

yfir þér nú vaka.

Allir vættir. Ævin þín

er óvænt stefnutaka.

Ég veit að elsku mamma mín

miðlar með þér gæsku.

Hún var æðsta ástin þín.

öll þín árin æsku .

Nú gráta blessuð börnin þín.

bestur alltaf varstu.

alltaf setja upp í grín.

alla tilurð gastu.

Sendi ég þér sátt og frið.

með söknuði í hjarta.

held þú eigir handan við,

hamingjuna bjarta.

P.S. þið sem ætluðuð að heiðra Júlla með nærveru ykkar upp í Bárulundi núna kl. fjögur, þá höfum við flutt fagnaðinn niður í kúlu vegna rigningarinnar. Allir vinir og vandamenn Júlla eru velkomnir. 


Bloggfærslur 8. júlí 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband