5.7.2012 | 11:00
Blóm, kisur og smávegis af pillum.
Enn heldur umræðan áfram um kosningarnar, þjóðin nánast klofin í tvær fylkingar, með og á móti forsetanum. Það er samt ekki honum að kenna heldur því að fólk getur hreinlega ekki tekið lýðræðislegum kosningum, þar sem viðkomandi einstaklingur vann sigur í öllum kjördæmum. Hver rætningsgreininn og skilgreiningin birtist eftir aðra allskyns "fræðingar" á sjó dregnir til að hamast yfir úrslitunum, gera sem minnst úr þeim og skíta út bæði manninn og þetta æðsta embætti ríkisins. Já að mínu mati er þetta allt niðurlægjandi fyrir okkur öll, og hættulegt samfélaginu einmitt núna þegar við stöndum í harðvítugum deilum við erlend árásarsamtök. Því að mínu áliti er ESB ekkert annað en árásarsamtök til að yfirtaka Ísland með makríl og öllu sem hér finnst. Þeir sem ekki hafa áttað sig á því eru í besta fallið barnalegir. Sumir vilja bara alþjóðavæðingu með hverju sem það kostar. Aðrir gera sér hreinlega ekki grein fyrir hvað er í húfi. Nú hafa þau sýnt grímulaust að við eigum að hlýta reglum Evrópusambandsins skilyrðislaust, og það áður en við höfum samþykkt inngöngu. Hvernig verður það þá eftir á. Jú bara tilekipanir og refsingar ef ekki verður farið að einu og öllu að vilja stórríkisins. Þeir hafa ýmis meðul, um leið og við höfum lagst undir einokunina. Það verða eiginlega endalok frelsis hér á Íslandi.
Og nú ætlar Örykjabandalagið að kæra útslit kosninganna. Hafa þau skoðað þessa ákvörðun sína til enda? Ef svo færi að kosningin yrði dæmd ógild... hvað tekur þá við? Á að kjósa aftur? Og hverjir verða þá í framboði? Þóra Arnórsdóttir hefur gefið út að hún fari ekki aftur í kosningaslag.
En svo má spyrja af hverju núna? Það hafa farið fram margar kosningar með þessum "ólögum" sem eru í þessu máli. Og er það ekki á höndum innanríkisráðherra ef hann hefur lofað að laga þetta fyrir kosningarnar núna. Hefði þá ekki verið nær fyrir Bandalagið að kanna málið FYRIR KOSNINGAR?
Ganga úr skugga um að allt væri í sómanum fyrir sitt fólk?
Afsakið en þetta lyktar af einhversskonar samsæri um að reyna að breyta niðurstöðum nákvæmlega þessara kosninga. Og þær hitta fyrir ranga aðila, sem sagt forsetan en ekki síður kjósendur. Ég held að flestir séu búin að fá nóg af þessum illindum og rifrildi sem hefur verið í gangi. Og ég er sannfærð um að það eru fleiri eins og ég sem vil ekki fara í annan leðjuslag. Það er nóg komið.
Ólafur er rétt kjörin forseti til næstu fjögurra ára, og á að fá vinnufrið. Nú þarf að taka saman höndum og gera það besta úr öllu. Auðvitað eru alltaf gagnrýnendur á störf forseta og allra. Við dettum öll ofan í þann pitt líka að ýkja og bæta okkar málstað á kostnað annara. En þegar niðustaðan liggur fyrir, þá þarf að slíðra sverðin og standa saman sem þjóð.
Ég ætla að minnka lestur á netinu næstu daga. ÉG er að verða miður mín yfir því hvernig fólk getur látið, og er ég þó ekki mannanna best. Það er því gott fyrir sálina mína að sleppa því að lesa svona endalaust haturstal, en snúa mér að einhverju uppbyggilgera, og heilsteyptara og vona að þessar raddir hljóðni smám saman.
En ég ætla að setja inn nokkrar myndir fyrir þá sem leiðist svona tal. Ég get bara ekki stillt mig. Segi bara okkur líður sjálfum illa ef við erum endalaust að velta okkur upp í öllu því ömurlega sem okkur finnst, og finnum hjá okkur þörf fyrir að endurtaka í sífellu sömu hlutina til að koma illu af stað.
Fyrst er nú að segja frá því að Lotta mín er með kettlinga í maganum. Það átti ekki að gerast en dýralæknirinn trúði því ekki að þessi litla saklausa kisa væri ekki ennþá barn
Mig grunar reyndar að hér sé sökudólgurinn, hann var sem sagt meira bráðþroska en hún. En nú hefur hann hlotið sinn örlagadóm, engar bollur lengur
Jamm bumbukisan mín.
Veðrið heldur áfram að vera bjart og fallegt, að vísu hellirigndi í fyrrinótt, en svo var sólin komin aftur í morgun.
Minn eigin foss.
Gróðurinn er orðin ansi þurr og virkilega þörf á hellirigningu.
Rosemary blessunin í villiskóginum mínum. Nú er hún farin suður og selur sína fallegu muni í Kolaportinu.
Blómarós innan um blómarósir.
Þeim kom vel saman Úlfi og henni. Bestu kveðjur til þín Rosemary mín.
Júlíana og Daníel kíktu við, reyndar er Daníel búin að gista hér um tíma, honum finnst svo notalegt að vera í kúlunni. Nú eru þau á leið til pabba síns í Noregi og þaðan í sumarfré með fjölskyldunni það verður gaman, síðan koma þau rétt tímanlega til að fara til Fljótavíkur með okkur, nóg að gera hjá þessum elskum. Öll barnabörnin eru að vaxa upp og verða stór og flottir einstaklingar.
ÚLfurinn minn að breytast líka úr barni í ungling. Lífið þeytist fram hjá manni, án þess að maður eiginlega taki eftir því. Þess vegna er svo mikilvægt að gefa þeim tíma þessum elskum og njóta samvistum við þau meðan þau hafa tíma fyrir okkur.
Þetta er nefnilega tíminn sem við leggjum inn það góða og fallega og að bera virðingu fyrir öllu sem lifir, og hlú að því sem er minnimáttar.
ÁLfar og tröll, allt í sama pakkanum. Ef við gætum lifað í slíkri harmoníu og aðrar verur og vættir, þá væri lífið einfalt.
Dhalía frá því í fyrra, flottari en nokkru sinni.
Nelly Moser og Villa De lyon vilja frekar hanga en klifra, þá verður bara svo að vera, en Skjaldfléttan er að byrja á að klifra, svona geta áhugamálin verið misjöfn.
Nellikurnar, pelargoníurnar og petuníurnar lifa í sátt og samveru og þrífast bara vel saman.
Eina fyllta pelagonían sem ég veit um, og hún er frá bónda úr djúpinu.
En nú ætla ég mér að fara út og rótast í moldinni. Það gerir mann moldugan upp fyrir haus, en sú mold og drulla er öll utaná. Þá nægir að fara í bað. Hin drullan sem sest inn í mann er erfiðari, þá þarf helst að fara í andlega íhugun og skoða sjálfan sig að innan. Lofa sjálfum sér að reyna að vera betri manneskja og stilla sig um allt það ljóta. Því eins og við vitum flest kemur sú drulla tífallt til baka, sem við sendum út í samfélagið.
Eigið góðan dag elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 5. júlí 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2024188
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar