Blóm og kettir.

Það er fullt af fólki sem kemur til mín eða hefur samband á annan hátt til að segja mér að þeim finnist gaman að lesa bloggið mitt. Þetta gleður mig ótrúlega mikið, takk mín kæru. 

Það eru auðvitað aðallega myndirnar sem heilla, ég hef verið afskaplega tímabundinn undanfarið, og ekki haft orku í að setja inn myndir.  Hef reyndar skrifað pistla þegar mér hefur algjörlega ofboðið það sem er að gerast.  En svona inn á milli, þá er svo margt fallegt að gerast í kring um okkur og við eigum að meðtaka það og þakka fyrir allt það góða sem er í kring um okkur, læra að meta það sem er uppbyggilegt og ekki taka inn á okkur það sem er erfitt eða neikvætt.  Það þýðir ekki að við tökum ekki afstöðu eða höfum skoðun, en það er einfaldlega spurning um að taka ekki inn á sig neikvæðinina og ruglið, halda haus og huganum og hjartanu í jafnvægi.

1-IMG_4064

Litlu krílin dafna vel, enda sér mamman vel um þau og stundum pabbinn. Þeir eru flottir.

2-IMG_4066

Eins og sjá má hjálpar hann ennþá til með mömmunni að passa og þrífa.

5-IMG_4072

Og Lotta er góð mamma og hugsar vel um afkæmin sín.

4-IMG_4069

En við ákváðum að halda upp á afmælið hans Júlla mín, Sunneva systurdóttir mín elskuleg og Úlfur voru aðal frumkvöðlarnir að því. Úlfur eldaði fiskisúpu sem hann lærði að elda af pabba sínum.

6-IMG_4073

8. júlí var reyndar eini rigningardagurinn á öllu þessu sumri, ég held að það hafi verið a la Júlli að vökva gróðurinn, það var alltaf hann sem sá um vökvun ef ég var ekki heima, svo þetta var hans framlag í vökvunHeart

7-IMG_4074

Við ætluðum að hafa veisluna upp í Bárulundi, sem er gróðursvæði sem var plantað í til heiðurs mömmu minni og Júlli minn átti sinn þátt í því, en svo var ákveðið að halda veisluna í kúlunni, þar sem það var þétt rigning og lítil börn sem voru fljót að bleyta sig ... eins og gengur.

8-IMG_4075

Krakkar okkar systkina eru afar samheldin og góðir vinir, hér eru systurnar Thelma og Heiða Bára dætur Dadda bróður míns.

9-IMG_4077

Hreinn Þórir sonur systur minnar.

10-IMG_4079

Hér eru þau að gæða sér á fiskisúpunni.

12-IMG_4082

Dálítið sterk en rosagóð.

11-IMG_4081

Hér er svo Sunna mín með börnin sín.

13-IMG_4083

Þetta er litla dóttir hennar Auður Lilja að skoða kettlingana.

14-IMG_4085

Þessi mynd er fyrir brottfluttu ísfirðingana mína, hvort þeir kannast ekki við svona kvöldsól.

15-IMG_4091

Hér eru svo anganórarnir, litla Deplan er sennilega lofuð en hinir eru á lausu, nema að það er aðeins verð að spá í þennan svarta, sem gæti verið læða, Sigga dýra ætlar að koma og skoða hann við tækifæri. En þeir eru algjör krútt.

16-IMG_4108

Hér má sjá gullregnið mitt glæsilegt að vanda.

17-IMG_4109

Júlí er sá mánuður sem flest fjölær blóm og runnar blómstra.

18-IMG_4110

En þrátt fyrir mikla þurrka þá eru blóm og runnar vel haldinn hér, sennilega vegna þess að það eru engin auð svæði heldur þekja plöntur öll beð.

19-IMG_4111

Ég er að ganga frá sumarblómunum mínum til undaneldis, salan er sennilega búin á þessu sumri, svo það er ekkert annað en að koma þeim í ból.

20-IMG_4112

Ég veit svei mér ekki hvað ég geri, það er erfitt að hanga yfir litlu, þegar fólk vill frekar kaupa innfluttar plöntur, það er þægilegra. En þannig er það bara ef við viljum hafa þessa aðstöðu í bænum, þá þarf að hlú að því. Reyndar á ég marga fasta viðskiptavini sem versla allt hjá mér. En ég sit uppi með mikið af plöntum og spurning um hvað ég nenni að þræla mér út og sitja svo uppi með heilan helling af plöntum. Við verðum aðeins að hugsa okkur um, það er sama hvort það eru bækur, blóm, föt eða hvað sem er, ef við viljum hafa þjónustuna hér heima, þá þurfum við að hlú að því sem þar er fyrir, þá þýðir ekkert að versla allt annarsstaðar og ætlast svo til að þjónustan sé hér fyrir hendi ef manni dettur allt í einu í hug að fara og versla heima hjá sér.

21-IMG_4114

Þessi er fyrir Hrönn jarðarberin mín, nammi namm.

23-IMG_4120

Æðisleg með rjóma. Við systurnar átum á okkur gat í kvöld.

En njótið vel elskurnarHeart


Bloggfærslur 14. júlí 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband