Já að mínu mati sigraði lýðræðið í gær.

Jamm nú er þessi kosningabarátta búin og niðurstaða komin.  Þegar Ólafur Ragnar var kjörin í fyrsta skiptið var ég jafn brjáluð og ég sé ýmsa vera núna.  Ég svo sannarlega viðhafði öll þau ljótu orð sem ég les núna er alveg jafn sek um það og aðrir.  Mér fannst hann... já þarf ekki að segja meir.  Minnir að ég hafi kosið Pétur Hafstein sem var hér sýslumaður og ágætis vinur minn á margan hátt, þar sem hann treysti mér mannabest til að sjá um lóðina kring um Sýslumannsbústaðinn, auk þess kenndi konan hans dóttur minni á píanó. Ég hafði ætlað mér að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur því mér fannst hún bera af en þvi miður dró hún framboð sitt til baka.

Ég er að segja frá þessu vegna þess að ég vil að það sé dagljóst að í þá daga var Ólafur ekki minn óska forseti, svo langt í frá. 

En svo breytast tímarnir og eftir fyrstu neitun hans um að samþykkja fjölmiðlalögin fór ég í fyrsta skipti að hugsa um að eitthvað væri nú samt sem áður í hann spunnið.  Þetta leiddi svo af sér að ég sagði upp morgunblaðinu.  Vegna fyrirsagnarinnar daginn eftir þetta.  Þar sem ég hafði keypt moggann í yfir 35 ár, hringdi Styrmir í mig og ræddi þetta við mig í svo sem eins og hálftíma.  Ég einfaldlega sagði honum að mér væri stórlega misboðið af hálfu blaðsins af fréttum af þessum atburði og ég sæi mér þess vegna ekki fært að kaupa blaðið aftur.  Þar sem Styrmir er einstaklega ljúfur og klár karl skildi hann þetta loksins. 

Þetta var stórt skref því Morgunblaðið var stór þáttur í mínu lífi að lesa og fylgjast með þessum miðli, en ákvörðun var tekin og hún hefur staðið síðan.

Þegar Icesave málið kom upp, og forsetinn hafnaði Icesave tvö, fór ég aftur að hlusta,  og þegar hann hafnaði Icesave þrjú, var ég svo spennt að ég slökkti á útvarpinu og hreinlega treysti mér ekki til að hlusta á hvað hann myndi gera.  En svo smátt og smátt heyrði ég á máli manna að hann hefði aktiualli neitað aftur að skrifa undir.

Þar með fyrirgaf ég Ólafi Ragnari allt sem ég hafði á hann, svo sannarlega.

Síðan þá hef ég veitt honum mitt atkvæði.

Ég tek líka undir málflutning hans um að hér er verið að skerpa á lýðræðinu.  Með höfnun Icesave, gerðist hann talsmaður alþýðu landsins og í gær sigraði lýðræðið. 

Því miður var yndælis kona kramin milli skers og báru.  Henni var att út í þetta og atburðirnir tóku einhverja stefnu sem hún réði ekki við.  Það er augljóst af því hvernig hún talar núna að henni var ofboðið.   En sýnir hve í raun og veru samviskusöm og góð manneskja hún er. Hún má samt vel við una, og vonandi kemur hún aftur til sjónvarpsins, því þar hefur hún svo sannarlega verið frábær. Falleg og flott kona.

http://www.visir.is/thora-ihugar-ad-senda-svavar-a-sjoinn---ari-trausti-sattur/article/2012120709918

Því miður þá liðu aðrir frambjóðendur fyrir þetta tveggja turna tal og náðu aldrei vopnum sínum.  Af þeim sem þar buðu sig fram þótti mér mest til Andreu koma og Herdísar.  Einhvernveginn náðu Ari Trausti og Hannes aldrei að heilla mig. En þær tvær voru svo sannarlega flottar og vonandi bjóða þær sig báðar fram aftur eftir fjögur ár.

Þeir sem raunverulega töpuðu þessum kosningum voru fjölmiðlar, sérstaklega Rúv og Stöð2.  Þar var allt reynt til að hafa áhrif á niðurstöður og tjalda öllu til, með því að þegja um það sem kom öðrum frambjóðendum vel og lyfta öllu upp sem koma þeirra manneskju vel.  Þetta reiknast ekki á Þóru, enda held ég að hún hafi í raun og veru verið fórnarlamb aðstæðna. 

En málið er að í gær sigraði lýðræðið.  Hvað sem má segja um Ólaf Ragnar, þá hefur hann gefið línuna og við fólkið tekið undir hana.  Héðan af hlýtur hann að fylgja því sem hann lofaði okkur, hann hefur engu að tapa, því þetta er hans síðasta kjörtímabil.  Og hann hefur svo sannarlega sýnt að í erfiðum málum stendur hann með þjóðinni, ekki bara hér heima, heldur líka í því að tala upp þjóðina á alþjóðavettvangi. 

Það var einmitt það sem gerðist, við fólkið í landinu vorum að þakka honum fyrir það sem hann gerði til að tala kjarkinn í okkur upp aftur, þegar það var komið niður fyrir frostmark.

Ég get alveg skilið vonbrigðin og reiðina í stjórnarliðum. Þau sjá sína sæng útbreidda ekki bara að Ólafur hafi unnið kosningarnar, heldur miklu frekar að þau skynja að þeirra málflutningur hefur beðið skipsbrot.  Það sem þau hafa lagt allt kapp á steytti á skeri, fyrst og fremst ESB umsóknin.  Hún mun vonandi verða dreginn til baka í kjölfarið.

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=129251&st=40

Við ættum að hlusta á það sem fólk segir í útlöndum, því það er yfirleitt skynsamlega mælt og af umhyggju fyrir íslenskri þjóðarsál, miklu meira en okkur grunar.

Nú vona ég að meiri þrýstingur verði settur á áskorun til forsetans um að koma þessari ríkisstjórn frá og hvetja til þess að sett verði á utanþingsstjórn sérfræðinga sem þekkja og vita hvað er best fyrir þjóðina, ekki seinna vænna.

En ég vil óska íslenskri þjóð til hamingju með nýja lýðræðið sem sigraði í gær.


Bloggfærslur 1. júlí 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband