Ég ætla að hafa lokaorðin - nei þessu er lokið.

Jamm þetta var eins og fyrir mér jafnspennandi og Júróvisjón.  Búin að hlakka til í allann dag að setjast niður og hlusta.

Vil reyndar taka undir orð Herdísar um að raunar átti Rúv ekki að fjalla um forsetakosningarnar þá meina ég á rás2 í undanfari þessarar sjónvarpsumræðu, sem var raunar ágæt.

Það kom í ljós eftir að síðasti frambjóðandinn hafði tjáð sig á rás2, þar var raunar marg tekið fram af gefnu tilefni að það hefði verið varpað hlutkesti ... eða þannig um röð frambjóðenda.

Þegar kom að síðasta ræðumanni þá gjörsamlega misstu sérfræðingarnir sig í lofi sínu um Þóru.  Og þau vörðu mestum tíma sínum í að koma höggi á Ólaf Ragnar, það var sum sé meira rætt um hann í þættinum um Þóru en hana sjálfa og hennar frammistöðu.

Já hún er svo fersk með svo nýjar hugmyndir og svo jákvæð bla bla bla.  Manneskja sem lýsti því sjálf yfir að hún væri sennilega formfastasti og afturhaldssamasti forsetaframbjóðandinn.  Já einmitt.  Þvílíkt og annað eins.

En í kvöld fylgdist ég svo með af áhuga. 

Herdís kom vel út, hún er flott kona og falleg.  Heillandi bros og greinilega kona reynslu og ákveðni. 

Þóra virkaði á mig eins og svona smáleikrit.  Já segja sumir ekki nema von komandi frá þér.  En mér er ekki illa við Þóru hún er vissulega flott kona og falleg.  En það er einhvernveginn eins og allt í kring um hana sé svona gerfi.  Ég get ekki að því gert.

Hannes var ótrúlega óbilgjarn í garð forsetans og notað mikið af sínum tíma til að hnjóða í hann.  Og vitnaði mikið í Þóru, hann er búið spil eftir kvöldið í kvöld. Þú getur aldrei unnið með því að upphefja sjálfan þig á kostnað annara.

Andra var flott, hún kom svo sannarlega vel út úr þessu viðtali.  Skelegg og ákveðin, eins og ég hef sagt þá er það mitt álit að baráttan standi milli hennar og Ólafs Ragnars.

Ólafur Ragnar varð fyrir ótrúlegri árás ekki bara frá ýmsum mótframbjóðendum heldur líka stjórnendum, sér í lagi Margrétar, sem notaði öll tækifæri til að reyna að koma honum illa.   Hvað varð um hlutleysi stjórnanda?

Hann komst samt vel frá sínu og stóð upp úr að mínu mati hvað málefni varðaði.

Ari Trausti rétt eins og Hannes notaði öll sín spjót til að vega að Ólafi, það var honum til hnjóðs, og mark my words hans 9% munu ekki hækka eins og hann hélt fram heldur rýrna talsvert.  Íslendingar vilja ekki svona málflutning.  Að reyna að upphefja sjálfan sig á því að reyna að niðurlægja aðra. 

Það fyndna var að allt sem meðframbjóðendur Ólafs sögðu var til þess fallið að sýna fram á að hann hefur svo virkilega gert rétt undir það síðasta.

Þegar fólk segir að ég sé hans málpípa númer eitt.  Það er það svolítið fyndið, því enginn var brjálaðri en ég þegar hann var kosin fyrst.  'Eg var stödd hjá Bárði Gríms vini okkar hjóna og hann getur alveg vitnað um að ég var brjáluð.  Ég hafði nákvæmlega sömu skoðanir á honum og svo margir sem ég hef lesið eftir.

En málið er líka að ég vil meta fólk eftir því sem það gerir en ekki eftir því sem það segir.  Og núna á þessum viðkvæmu tímum ekki síst með ríkisstjórn sem er yfirfull af hroka og illdeilum og við vitum aldrei hvað muni gera, þá þarf einhvern þarna sem setur þeim skorður.  Það getur forsetinn gert með því að vísa málum til þjóðarinnar. Hann er sá öryggisventill sem við þurfum nákvæmlega núna.

Sem sagt eftir þessar umræður tel ég að Ólafur hafi tryggt sér sigur, næst á eftir honum komi svo Andra og þvínæst Herdís. En þetta er bara mitt álit. 

Reyndar held ég að Þóra hafi klúðrað bigtime með því að ætla að eiga síðasta orðið eftir að umræðum var lokið og reyndar gott hjá Margréti að gefa það ekki eftir.  Enda gat hún ekki annað.


Bloggfærslur 7. júní 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband