23.6.2012 | 21:08
Vika í kosningar.
Nú er vika í forsetakosningar. Mér virðist flestir frambjóðendur taka hlutunum rólega og auðvitað vona hið besta. Einn frambjóðandi sker sig algjörlega úr það er RÚVdrottningin Þóra. Það virðist ekki þverfótað fyrir auglýsingum frá hennar stuðningsmönnum í blöðum sjónvarpi og mér skilst líka strætóbiðskýlum.
Og fólk spyr sig hvaðan koma peningarnir: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=129485&st=50
Talsmenn hennar verja hana með kjafti og klóm, en aðallega með því að rakka niður sitjandi forseta, svo aumt sem það nú annars er.
En þessar spurningar koma ekki bara úr einni átt hér spyr líka annar aðili: http://www.timarim.is/2012/06/dyr-sidasta-vikan/
Það þarf ekki að segja mér að þau hjón standi straum af þessum kostnaði. Heldur hljóta að vera á bak við þau fjársterkir aðilar sem greiða. Þetta er orðið meira svona örvænting en heilbrigð samkeppni, sérstaklega þar sem aðrir frambjóðendur eru ekki að auglýsa sig.
Einhver sagði að Ólafur og Dorrit færu um landið og töluðu við fólk, en Þóra og félagar settu upp Þórudag til að tala um Þóru.
Nú vil ég segja að Þóra Arnórsdóttir er örugglega hin mætasta kona, ég þekki marga af hennar ættfólki, sumir afar góðir vinir mínir og vandaðasta fólk eins og hún er örugglega líka. Af hverju þarf þá þessa rosalegu kynningu, og ekki bara kynningu heldur kynda stuðningsmenn hennar undir allskonar illu umtali um sitjandi forseta. Við vitum alveg að hann er refur og hefur sína galla. En hann hefur þrátt fyrir allt sýnt að hann stendur með þjóðinni í raun fyrstur forseta. Fyrir það á hann skilið stuðning frá þeim sem vilja frjálst Ísland. Enda er hann sá eini sem hefur beðist afsökunar á dekri sínu við útrásarliðið, það hentar bara ekki stuðningsmönnum Þóru, og þeir endalaust klifa á því að hann hafi nú gert þetta og hitt, sagt þetta og hitt. Og nú síðast sagnfræðingur sem vill telja okkur trú um að Ólafur hafi ekki bjargað Iceave, heldur hafi bretar og hollendingar skorið hann niður úr snörunni.
Hvernig þá? jú með því að vilja ekki Icesave eitt, en var það ekki einmitt vegna fyrirvara sem forsetinn setti inn í undirskrift sína? Hversu lágt ætla fræðimenn að lúta við að selja sálu sína til þjónkunar við málstaðinn? Enda ekki tilviljun að traust almennings á stjórnvöldum er komin niður undir frostmark.
En skoðum aðeins dæmið um hina saklausu hugprúðu Þóru; Kastljósþáttur sem sýnir hver hugur hennar er gagnvart almenningi í landinu: http://www.dv.is/blogg/iris-erlingsdottir/2012/6/23/thora-vs-andrea-bankarnir-vs-heimilin/
Og hér sama mál. http://www.timarim.is/merking/andrea-j-olafsdottir/ En það má auðvitað ekki ræða þetta, hvað þá ofbeldishneigð makans. Þar sem hann er sakaður um að hafa barið ömmu fyrrverandi eiginkonu sinnar, auk annara ofbeldisverka. Það er slúður og gróusögur þó eiginkonan fyrrverandi hafi undir höndum áverkavottorð. Og annað skráð í bækur. Þetta er jú ef allt fer sem þau óska stuðningsmenn Þóru verðandi maki á Bessastöðum.
Heiftúðin og andstyggileg skrif um sitjandi forseta eru til skammar, og af því að ég hef viljað tala máli hans þá fæ ég á mig allskonar spurningar og kröfur. Einhvernveginn er fólki ekki sjálfrátt. Um leið og kemur að einhverju sem ekki fellur í kram Samfylkingarinnar og annara stuðningamanna þá eru allir sem mótmæla vont fólk illa haldið af hatri og illvilja.
Ólafur er enginn engill svo langt í frá. Hann er örugglega sjálfhverfur og finnur til sín. En hann er samt sem áður glæsilegur fulltrúi Íslands, það hefur hann sýnt með viðtölum erlendis sem hérlendis, úti er hann vel kynntur og þekkir marga sem geta orðið okkur til góðs. Enginn er gallalaus. En meðan það nýtist okkur vel, þá er mér bara fjandan sama. Mér er sama hvaðan gott kemur.
Hann er ekki ómerkilegri, lygnari eða svikulli en þau stjórnvöld sem við sitjum uppi með. Ef eitthvað þá í miklu minna mæli.
Fólk talar um að þessi kosningabarátta sé algjör skítadreyfari og þannig vilja margir meina að það sé úr ranni Ólafs, ég hef ekki orðið vör við þá skítalykt, miklu fremur hefur hann talað um glæsilega framtíð ungs fólks og eytt miklum tíma í að telja upp allt það jákvæða og góða sem býðst ungu fólki á alþjóðavísu í dag. Ekki hef ég heldur orðið vör við skítadreyfingu frá öðrum frambjóðendum, nema að Ari Trausti og Hannes urðu sér til skammar þegar þeir eyddu mestum tíma í sínum viðtölum í sjónvarpsþætti til að tala illa um sitjandi forseta.
Nú verð ég örugglega skotin í spað fyrir kjaftháttinn, en þannig er það bara, þetta er það sem er að berjast um í kollinum á mér og gott að koma því frá.
Það sem skiptir máli er að hafa forseta sem hefur sýnt að hann þorir að taka óvinsælar ákvarðanir, þó það þýði að svokallaðir vinir bregðist ókvæða við og setji einhvern til höfuðs honum sem þeir telja að geti velt honum úr sessi. Það er mitt ískalda mat.
Já og rakst svo á þetta á DV þar sem Ástþór "hjólar í Þóru" spyrji nú hver fyrir sig. http://www.dv.is/frettir/2012/6/23/astthor-hjolar-i-thoru/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Bloggfærslur 23. júní 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2024188
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar