Sól, sumar, gestir, kónguló og fleira.

Hef haft mikið að gera í allt vor en vonandi fer önnum að ljúka, svo ég geti aðeins slakað á. 

Í fyrradag tók ég mig til og sló lóðina mína, það þarf að gera með sláttuorfi, sem reyndar var tveim númerum og stórt fyrir mig Happy En samt ég lauk við sláttinn.  En ég sá eftir á að ég hafði ekki valið alveg réttan tíma, því í sundunum var stærsta skemmtiferðaskip sumarsins Costa Pacifica systurskip Costa Concordia sem strandaði við Giglioeyju á Ítalíu.

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=175470

CostaPacifica2

Myndina tók Halldór Sveinbjarnarson á BB.

Þetta skip ber yfir 3000 farþegar. Og þegar Reykvíkingar voru að bísnast yfir 10.000 farþegum á einum degi og hvað það væri mikið mál, hvað er þá 3000 manns fyrir bæ sem telur svipað? En aldrei kvartað. Bara tekið á móti með bros á vör.

En hvað með það ég var sem sagt að slá, og fólkið spókaði sig í góða veðrinu, og það sem alltaf gerist er að fólk rambar hingað og langar svo að skoða og taka myndir. Þannig að ég var endalaust að stoppa og tala við fólkið og bjóða þeim að gjöra svo vel og skoða og taka myndir.

Síðan í gær komu hingað um 20 manna hópur frá Háskólasetri, þau höfðu fyrir löngu síðan meldað komu sína. Þetta voru bandarískir stúdentar og ekki fyrsti hópurinn sem hingað kemur að skoða frá þeim.

4-IMG_3617

Þau voru líka ánægð í góða veðrinu, hér skoða þau álfakortið okkar Erlu.

5-IMG_3619

Sum höfðu það bara gott í sólinni.

7-IMG_3621

Einn var áhugasamur um að plokka gras upp úr hellulögninni LoL Örugglega einn af þeim sem aldrei fellur verk úr hendi.

6-IMG_3620

Þau nutu sín allavega vel.

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=175470

9-IMG_3624

Glaðvær og skemmtilegur hópur.  Gaman að fá skemmtilegt fólk að kíkja við.

10-IMG_3625

Stubburinn minn hann Sigurjón Dagur lítur oft við með vinum sínum. Það er yndælt líka.

Svo er nóg að gera í sölunni upp í Garðplöntustöðinni, það er líka afskaplega notalegt að hitta alla gömlu kúnnana sína svona ár eftir ár, selja þeim plöntur og spjalla. Gefa ráð ég nýt þess alveg í botn.

2-IMG_3614

Himnagalleríið var opið í gærmorun en svo hurfu öll ský frá og sólin skein skært.

3-IMG_3616

Okkur fer að vanta rigningu svo úthaginn grænki.

1-IMG_3610

Þessi elska var dálítð bjartsýn og óf sinn vef á einum stólnum í garðskálanum. Veit ekki hvernig henni reiðir af í því máli. En það má allaf prófa og þá er bara að finna annann betri stað. Annars finnst mér vera meira um kóngulær í sumar en oft áður. Ég fagna þeim, því þær halda lús og öðrum illværum í lágmarki.

Það er eitt sem ég er að spá í. Ég sá myndband í gær eftir Eirík nokkurn Jónsson, þar sem hann var með fyrrverandi eiginkonu Svafars Þórumanns í viðtali. Hún átti að spá um úrslitinn í forsetakosningunum. Þetta er með ósmekklegri þáttum sem ég hef séð. Illa unnið og afskaplega lágkúrulegt af hendi þessa manns.

Nema hvað hún byrjaði að spá, Ari Trausti og Hannes komust ekki á blað. Þá er komið að Þóru sagði Eiríkur já ég sé hana ekki fyrir mér á Bessastöðum segir konan, en sagði síðan, það er út af því hve Svavar er ofbeldisfullur. Hann barði þennan mann og hann barði ömmu mína. SHIT, þetta var fyrir neðan beltisstað. Svo  var skautað fram hjá Ólafi af hendi Eiríks og þá var komið að Herdísi, já hún vinnur á sagði blessuð konan, eftir þetta hafði Eiríkur engan áhuga á að hlusta á hvar Andrea lenti.

Nú er ég alveg viss um að þetta var plott hjá Eiríki að láta þetta koma fram með Svavar til að hanka Þóru. Vonandi að Herdís myndi græða á því. Sem ég held að hún geri ekki.

En svo fór ég að hugsa fyrst þetta er komið í loftið, og ég las svörin við þessu myndbandi þar sem konan var hökkuð í spað fyrir þessa uppákomu. Hún svaraði því reyndar og sagðist vera með alla pappíra um þetta mál og áverkavottorð ömmu sinnar. Að þetta mál þarf að koma fram. Ekki viljum við ofbeldisfullan eiginmann á Bessastöðum eða hvað.

Hverstu ósmekklegur þessi þáttur var, þá þarf að koma þessu máli á hreint. Ef þetta er ekki rétt með farið, þá þarf Svavar að fá tækifæri til að hreinsa sig af þessum hryllilega áburði að hafa ráðist á níræða konu. Þarna þarf að skilja hismið frá kjarnanum.

Það má ekki flokka þetta mál sem hreina öfund konu sem átti í erfiðu hjónabandi. Sannleikann upp á þetta borð takk fyrir. Heiðarleiki, traust og allt það Þóra mín. Nú ríður á að gera hreint fyrir sínum dyrum og maka þíns.

Eigið annars góðan dag öll sömul.


Bloggfærslur 21. júní 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband