18.6.2012 | 19:04
Atlögu ríkisstjórnarinnar að L.Í. Ú. hrundið.... ekki satt?
Það eina í þessu er að það er ánægjulegt að ríkisstjórninni skyldi ekki takast að festa þetta kerfi í 20 ár eða meira. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bjargað íslendingum frá einhverju er rakið bull. Þetta er grímulaus hagsmunagæzla fyrir L.Í.Ú. og ekkert annað. Vona að fólk átti sig á því.
Nú þarf að láta til skarar skríða og byrja upp á nýtt að þróa sjávarútvegsstefnu fólksins í landinu en ekki endalausa þjónkun við þá sem telja sig eiga þjóðarauðlindina, dyggilega studdir af Sjálfstæðisflokknum. Hér þarf að hugsa algjörlega upp á nýtt. Það þarf að koma fjórflokknum frá völdum ef við ætlum að geta lifað hér sæmilega í landinu er það orðið lífsnauðsyn að koma nýjum öflum að. Og svo bara kosningar og gefið upp á nýtt. Það var nefnilega vitlaust gefið.
Bæti hér við áskorun til stjórnvalda frá Dögun.
ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA
Áskorun til stjórnvalda
Við undirrituð skorum á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarfyrirkomulag við stjórn fiskveiða. Verði Alþingi ekki við þessari áskorun verður hún ásamt undiskriftum okkar færð forseta Íslands sem áskorun um að synja staðfestingar nýjum lögum um stjórn fiskveiða. Áskorun þessi tekur aðeins til nýrra laga um stjórn fiskveiða en ekki til laga um auðlindagjald.
2825 hafa skrifað undir
Fyrirvari: Undirskriftalistinn verður borinn saman við þjóðskrá áður en til afhendingar kemur svo fjarlæga megi þau nöfn og kennitölur sem ekki er að finna í þjóðskrá. Ef þú vilt gá hvort nafn þitt hefur verið skráð getur þú sent ábyrgðaraðila tölvupóst.
- GREINARGERÐ -
Með nýjum lögum um stjórn fiskveiða er núverandi handhöfum aflaheimilda tryggður forgangur, sem stenst ekki jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, til að minnsta kosti 20 ára. Auk þess stenst það engan veginn nýja stjórnarskrá sem stjórnlagaráð hefur samið. Núverandi stjórnarmeirihluti lofaði fyrir síðustu kosningar að breyta stjórnkerfi fiskveiða þannig að jafnræði yrði tryggt. Það frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gengur í þveröfuga átt (657. mál, þskj. 1052, 140. löggjafarþing) (http://www.althingi.is/altext/140/s/1052.html).
Fyrir síðustu alþingiskosningar, í apríl 2009, voru báðir ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og VG, á einu máli um að fiskveiðistjórnunarkerfið væri svo ranglátt að það yrði að leggja niður í núverandi mynd og taka upp nýtt kerfi. Lofuðu báðir flokkar að taka tillit til ályktunar mannréttindanefndar SÞ sem átaldi ójafnræði milli borgara í aðgengi að auðlindinni og að ekki gengi að úthluta henni sjálfkrafa til sömu aðila ár eftir ár. Fjölmiðlar eru hvattir til þess að ganga eftir þessum loforðum.
Báðir stjórnarflokkarnir lögðu til 20 ára aðlögunarferli fyrir núverandi kvótahafa og kvótinn, sem þannig kæmi til úthlutunar, yrði leigður á almennum uppboðsmarkaði, beint af ríkinu. Báðir stjórnarflokkarnir einsettu sér að tryggja þjóðareign fiskimiðanna, bæði í raun og að lögum. Sömuleiðis átöldu báðir flokkarnir kvótaframsalið sem leitt hefur til gífurlegrar byggðaröskunar. Við þetta má bæta að eitt af 100 daga markmiðum ríkisstjórnarinnar voru frjálsar handfæraveiðar.
Í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða nær ekkert þessara markmiða fram að ganga. Þvert á móti er núverandi kerfi fest enn frekar í sessi og jafnvel ýtt undir væntingar kvótahafa um bótarétt við breytingar síðar.
Þá vantar inn í frumvarpið að hagsmunir og samkeppnisstaða fiskvinnslu án útgerða séu tryggð til jafns við fiskvinnslu með útgerð.
Skorum við því á ríkisstjórnina að halda þá sátt sem hún gerði við þjóðina í aðdraganda þingkosninga 2009 og í stjórnarsáttmála í kjölfarið. Þjóðin mun aldrei sættast á efni fyrirliggjandi kvótafrumvarps (þskj. 1052 657. mál, 140. löggjafarþing).
Að öðrum kosti er forseti Íslands með áskorun hér að ofan hvattur til þess að synja frumvarpinu staðfestingar þannig að þjóðin skeri úr - enda á þjóðin rétt á því að útkljá þetta mál, sem deilt hefur verið um í á þriðja áratug.
Ábyrgðaraðilar:
Dögun samtök um réttlæti sanngirni og lýðræði
Samtök íslenskra fiskimanna
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda
![]() |
Yfirlýsing frá Sjálfstæðisflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.6.2012 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.6.2012 | 10:42
Til hamingju með afmælið Elli minn.
Til hamingju með afmælið ljúfurinn minn. Vonandi áttu góðan dag í dag þarna úti í Osló. Synd að það skuli bara vera íslenskt sumar hjá þér, þegar við höfum svona ljómandi gott veður hér
En svona er þetta elskan mín. Allavega innilega til hamingju með daginn elskulegur knús og kram
Áægtt að eldast svona saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Bloggfærslur 18. júní 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2024188
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar