Frú forsætisráðherra.

Ég heyrði af tilviljun  - eða kom inn í viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur, veit ekki um hvað var rætt sennilega ESB, en þessi setning hennar glymur enn í huga mínum: Eða hún var eitthvað á þá leið: "ESB sinnar munu halda ótrauðir áfram ferlinu og taka upp Evru."

Nú vill svo til Jóhanna Sigurðardóttir að þú ert ráðin forsætisráðherra allrar þjóðarinnar ekki bara klíkubræðra og systra.  Ríkisstjórn þín nýtur um það bil 10% fylgis landsmanna sennilega einkum og sér í lagi vegna ESB ferlisins.   Það sýnir ótvírætt stuðningur landsmanna við Ólaf Ragnar í komandi forsetakosningum.

 Þú hafðir sögulegt tækifæri til að fylkja þjóðinni saman í upphafi þegar þið tókuð við. En þú kaust að fara aðra leið, sem sagt þá að skipa þjóðinni í tvær andstæðar og hatrammar fylkingar með því að þvinga Vinstri græna með þér í að sækja um aðild að ESB.  Þetta voru mistök sem munu lengi fylgja þér og flokknum þínum og hefur nú þegar rústað samstarfsflokknum. 

Og þessi ummæli þín sem ég heyrði er finn svo hvergi og ekki eru tiltæk neinsstaðar og hef ekki séð neinn leggja út af erum mér virkilegt umhugsunarefni, ESB sinnar munu halda ótrauðir áfram ferlinu og taka upp evru, hvernig sem þetta annars var orðað man ekki nákvæmlega en einhvernveginn svona heyrði ég þetta, hafa valdið mér þvílíku hugarangri. Því þarna opinberaðist fyrir mér hvernig núverandi forsætisráðherra hugsar.  Hún er ekki að taka tillit til þjóðarvilja eða skynsemi, heldur gengur henni það eitt til að troða okkur inn í ESB hvað sem tautar og raular.

Ef þú hefur ekki náð því frú forsætisráðherra þá er um það bil 10% stuðningur við þessa ríkisstjórn, Samfylking og Vg í frjálsu falli og yfir 70% landamanna á móti inngöngu í ESB. Þó er stofnun á ykkar vegum svokölluð Evrópurstofa farandi um landið maður á mann að reyna að tæla fólk til fylgilags við Evrópursambandið, sem er í raun og veru ólöglegt en ekkert gert við af einhverjum ótrúlegum ástæðum.

Með öðrum orðum þá segi ég bara veistu hvað lýðræði snýst um?  Hvort heldur þú að þú búir í lýðræðissamfélagi eða einræðisríki? Það væri gott að fá svar við þeirri spurningu.

Og ef þú telur þig vilja búa í lýðræði, hvar er þá lýðræðishyggja þín?  Eða ertu algjörlega heillum horfinn í forræðishyggjunni?

Og ofan á allt þetta er Evrópusambandið í dag ein rjúkandi rúst, og þó þú haldir í barnaskap að þetta vandamál vari stutt, þá deila önnur ríki í Evrópu ekki því trausti með þér, enda eru þau flest að undirbúa hrun, m.a. með því að sanka að sér gjaldmiðli sem er hlálega evran, því ef þetta allt fer á hausinn þá hrynur hún líka eins og spilaborg. Örvænting er greinilega í fjölmiðlum erlendum um þessi mál, en þar sem sagt er, að þú skiljir ekki erlend tungumál og sennilega lest ekki fjölmiðla þá fer þetta greinilega fram  hjá þér og þínum ráðgjöfum.

Það sem ég held að hafi gerst er þetta; Ég er viss um að í upphafi hefur þú viljað vel og unnið að því að leiðrétta aðstöðu alþýðunnar, viljað koma á jafnræði, en einhversstaðar á leiðinni gleymdir þú þessu.  Það sýnir glataða skjaldborgin, glataða hugsunin um fólkið í landinu, þar sem einungis hefur verið unnið að aðstoð við banka og fjármagnsöfl og annað því tengt. 

Síðan með slímsetu á alþingi í um það bil 30 ár hefur þú farið svo langt frá almenningi í landinu að þú getur engan veginn samsamað þig þeim, það er vont og sorglegt.  Því ég hugsaði einmitt þegar þú og Steingrímur komust til valda að þó ég hefði ekki veitt ykkur mitt atkvæði, þá væruð þið þrátt fyrir allt besti kosturinn.  En Guð minn góður hvað það var langt í frá. 

Þið hafið fallið í hverja gryfjuna af annari.  Allt sem þið hafið lagt upp með hefur misheppnast, vegna slugsháttar og vanþekkingar.  Meira að segja er framboð Þóru Arnórsdóttur að springa í andlitið á ykkur. Vorkenni dálitið Þóru sem fór út í þetta af ykkar hvötum, góð stúlka og taldi að hér væri sigurinn vís með Samfylkinguna á bak við sig. 

Mistök á mistök ofan hafa gjörsamlega fyrrt ykkur allri virðingu almennings, það er einungis fámenn klíka í kring um ykkur sem ennþá trúir á málstaðinn og að þið virkilega séuð að vinna að málum alþýðunnar, þegar flestir eru búnir að sjá í gegnum þetta allt.

Það sorglega er að þið eruð að spila þessu öllu upp í fangið á Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, sem flestir óttast að verði sigurverar í næstu kosningum, sem er í raun og veru synd, því hér þarf virkilega að stokka upp og endurraða.  Koma ykkur slímsetunum burtu frá alþingi, ykkur í Samfylkingunni, VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokki, og þá er ég ekki að tala um flokkana beint heldur þeim sem tróna þar á toppnum og eru löngu búnir að koma sér upp kerfi til að halda völdum og með sínar gömlu kreddur, sínar gömlu klíkur og allt sem því fylgir.

Almenningur er löngu búin að fá upp í kok af ykkur, en er hræddur um að ef einn klíkuflokkurinn fer komi bara sá næsti inn. 

Þetta er sorglegt, á sama tíma og aðrir nýjir flokkar hafa myndað framboð til að takast á við einmitt þetta.  Ég nefni Hægri Græna, Dögun, Samstöðu og það eru fleiri þarna úti sem munu koma fram.

Þess vegna skora ég á íslenskan almenning að gefa ykkur frí og þora að veita þessum nýju framboðum brautargengi.  Þora að kjósa eitthvað annað en þennan fjórflokk sem telur sig eiga svæðið og gerir allt sem hann getur til að drepa niður önnur framboð.

Ég vil líka biðja þig um að gera okkur þann greiða að fara til Ólafs Ragnars Grímssonar núverandi og vonandi áframhaldandi forseta og biðjast lausnar fyrir þig og þitt ráðuneyti svo við getum kosið um þau ágreiningsmál sem þú og þitt fólk hefur sett á oddinn og eru svo sannarlega ekki þjóðarvilji. Og í Guðs bænum ekki hreykja þér af því að þú og þínir klíkuvinir geti farið ótrauðir áfram í aðlögunarviðræðum við Evrópusambandi með jafnmikinn minnihluta og í óþökk þjóðarinnar og raun ber vitni. Sýndu okkur smá virðingu og réttsýni PLEASE.


Bloggfærslur 16. júní 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband