Viðtalið í Fréttatímanum.

Ég er afskaplega ánægð með viðtalið við Sigríði Dögg um Júlla minn og Jóhönnu í Fréttatímanum, blað sem ég hafði ekki lesið, en fékk þær upplýsingar að það kæmi á hverjum föstudagsmorgni á N1 á Ísafirði, en væri algjörlega búið um hádegið.  Ég hafði því smáfyrirvara á og bað starfsmennina að geyma eitt eintak fyrir mig, og það var nákvæmlega þannig að þegar ég kom var ekkert eintak eftir, Ó ég bað um að þið geymduð eitt eintak fyrir mig sagði ég, já sagði stúlkan í afgreiðslunni og brosti það er hér og hún rétti mér eintak.  Takk ljúfan.Heart

Ég vona bara að þetta opni einhverjar gáttir til skilnings um hvað er að gerast.

Ein vinkona Jóhönnu hringdi í mig í dag til að þakka mér fyrir greinina, og sagði mér að hún hefði reynt að styðja við bakið á henni í súru og sætu.  Og hún hafði einmitt bjargað henni kvöldið áður þegar hún missti meðvitund, var flutt á spítala og þegar vinkonan ætlaði að heimsækja hana daginn eftir, þá var hún farin út af spítalanum.  Hún varð afar undrandi og spurði: Eruð þið ekki að djóka í mér?  Vona að ég megi segja þetta umbúðarlaust.  Nei hún var farin út af spítalanum.  Og þar sem hún átti ekki í nein hús að venda, fór hún til fólks sem hún þekkti úr neyslu.  Þannig bara gerðist það hræðilega.

Ef hún hefði fengið að fara í vistun þar sem hlúð hefði verið að henni og henni hálpað, hefði hún ef til vill getað komist upp úr þessu, því hún var bæði hrein og glöð þegar hún kom frá Sólheimum.  En nei enn og aftur var henni kastað fyrir úlfana.  Segi og skrifa.  Svona getur alveg gert mann brjálaðan. Hvers á þetta blessaða fólk að gjalda að kerfið svo gjörsamlega hendir þeim beint út í dauðann. 

Af hverju er ekki einhver stofnun sem tekur við konum, rétt eins og körlum þegar þau koma úr afplánun? Af hverju eiga þær bara að fá að vera á götunni og kastað út í það líf aftur og aftur, allt rifið burt?

Bæði Jóhanna og Júlli minn vildu hætta þessu lífi, en kerfið hafnaði þeim, og drap þau, það var nefnilega ekki óvinurinn andlitslausi sem drap þau, því þau vildu komast burt, það var kerfið sem drap þau.  Fyrirlitning bókstafsins og óþolinmæði kerfisins sem á endanum drap þau, eins og svo marga aðra.  Þessu þarf að linna og það þarf að þvinga kerfið þá á ég við íslenska ráðamenn sem setja lög um fangelsismál og félagsmál, ásamt mörgu öðru, til að gjörbreyta afstöðu sinni til fíkla og hvað það snýst um. 

Ég vona að ég særi engan með þessari færslu, en stundum þarf bara að segja napran sannleikan til að fá fólk til að sjá á hversu þvílíkri rangri leið við erum.  Og þetta ætti í raun og veru að vera eitt af næstu kosningaloforðum, því slíkur er fjöldi aðstandenda sem eru í sárum vegna aðstæðna í fjölskyldum.  Það er nefnilega alrangt að þetta sé einkamál dómskerfis og félagsmála eða lögreglu, þetta er líka mál fjölskyldna og heilbrigðisstofnana og svo margra annara stofnana og einstaklinga.

Ég fæ ekki mitt fólk til baka, en svo sannarlega vil ég leggja mitt af mörkum til að aðrir foreldrar lendi ekki í því sama og við ástvinir Júlla míns og Jóhönnu, það er komið alveg nóg.

http://www.frettatiminn.is/tolublod/1_juni_2012 Hér er viðtalið.  Og ég sé að þetta blað er bara mjög gott og yfirgripsmikið. 

Svo lofaði ég einum viðskiptavini mínum að tilkynna að ég hef opnað garðplöntustöðina mína, hún verður opin sem hér segir:

Miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 14.00- til 18.00

Laugardaga og sunnudaga frá 14.00 til 16.00.

lokað á mánudögum og þriðjudögum.

Hún hafði nefnilega áhyggjur af því að fáir vissu um opnunina, og svo er um marga fleiri, þessar elskur bera minn hag fyrir brjósti. En ég verð þarna sjálf og gef líka góð ráð og svara spurningum sem upp verða bornar, og allir velkomnir.Heart


Bloggfærslur 1. júní 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband