Ríkisstjórnarfundir út um landið.

Margir hafa velt því fyrir sér í sambandi við ríkisstjórnarfund nú á austfjörðum hvernig til hafi tekist á öðrum stöðum sem ríkisstjórnin hefur lagt sína leið.

Ég get bara sagt það sem viðkemur mér í því sambandi.

Hér segir svo í frumskýrslu um ofanflóðavarnir ofan Geliðarhjalla.

Áhrif á samfélagið.

Ríkisstjornin ákvað á þessu ári að til margþættra aðgerða á Vestfjörðum væri þörf og um einn þáttinn segir:" I. Aðgerðir vegna efnahagslegs samdráttar og efling innviða.  Markmið aðgerðarinnar er að hafa jákvæð skammtímaáhrif með tímabundinni fjölgun starfa auk áhrifa af umsvifum verktaka, en jafnframt jákvæð langtímaáhrif með bættum samkeppnisskilyrðum efnahagslífs og samfélaga á Vestfjörðum". (48) Gerð ofanflóðavarna undir Gleiðarhjalla mun skapa störf tímabundið og skapar öruggari skilyrði til búsetu á því svæði.

Svo segir: Talsverð hætta er á ausrkriðum og grjóthruni úr Gleiðarhjalla. Einnig er snjóflóðahætta.  Þetta eru forsendur fyrir byggingu ofanflóðavarna og þar með tryggja öryggi íbúa og eigna fyrir neðan hjallann.   Eftir að framkvæmdum lýkur má vænta að eignir á þessu svæði hækki í verði og selsjist betur en reynslan sýnir það við svipaðar aðstæður.

Aurskriður, grjóthrun og snjóflóð getga valdið tjóni á húseignum, lóðum, bílum og sv. frv. Ofanflóðavarnirnar munu því veita íbúum meira fjárhagslegt öryggi en var fyrir.

Fyrir það fyrsta þá hef ég sem íbúi alla mína ævi hef búið undir Gleiðarhjallanum aldrei fundist mér ógnað.  Ekki hef ég heldur orðið vör við að fólk víli fyrir sér að kaupa eða byggja hús á þessu svæði.  Þetta er því heimatilbúin afsökun, eins og reyndar öll skýrslan er að mínu mati.  Gengið út frá einum punkti sem sagt: AÐ RÉTTLÆTA GERÐ SNJÓFLÓÐAVARNARGARÐS, VEGNA TÍMABUNDINNAR FJÖLGUNAR Á STÖRFUM OG SKAMMTÍMAÁHRIFA. 

Öll skýrslan er svo þessu marki brennd. 

Á bls. 2 segir svo: Stór snjóflóð hafa aldrei fallið úr hlíðinni neðan Gleiðarhjalla svo vitað sé.  Eftir að snjóathugunarmaður tók til starfa hafa fimm lítil flóð verið skráð á svæðinu en þrjú þeirra eru innan við framkvæmdarsvæðið. 

Svo mátti ég lesa í bæjarins besta að það ætti að kaupa upp húsið mitt og næsta við hliðina.  Þetta setti mitt líf tímabundið með skammtíma og langtímaáhrifum á hvolf, þar sem ég þurfti að leita mér læknis og fá róandi lyf til að jafna mig, enda nýbúin að jafna mig eftir lát sonar míns. 

Það stendur til að rekak mig úr út húsinu, taka af mér hluta af lóðinni sem garðplöntustöðin stendur á og stærri hlutann af skógi sem við hjónin höfum gróðursett s.l. 30 ár. 

Og ég fullyrði að þetta er ekki gert af hættuástandi undir Gleiðarhjalla, heldur til að gera eitthvað, til að geta sagt að þetta hafi jú verið gert. 

Svo las ég í BB að ríkisstjórnin væri búin að fresta öllum fyrirhuguðum ofanflóða og skriðuvarna næstu þrjú árin og láta peninginn í að rannsaka eldgos. 

Það hefur nefnilega runnið upp fyrir þeim að meðan þeir hafa verið að troða snjóflóðavarnarhryggjum út um allar trissur, þá hefur aldrei verið unnið að því hvernig á að bjarga fólki á höfuðborgarsvæðinu ef til eldgosa kæmi.  Það hefur nefnilega hingað til verið tabú.  Mál sem ekki má vekja upp.  Það gæti nefnilega verið að þar þyrfti að ýta einhverjum út.

Ég hef reyndar hvergi fengið þessa frétt staðfesta og ekki hefur mér verið tjáð neitt um slíkt.  Og nú sit ég með lögfræðing mér til aðstoðar og veit ekki hvort áfram á að halda með málið.  Eða hvor þetta bara dagar uppi. 

Og ég segi nú bara hefði ekki verið nær að koma með nokkur hundruð milljónir færandi hendi og hreinlega segja við okkur hér: gjörið svo vel reynið að byggja upp samfélagið með langtíma sjónarmiði og gera sem mest úr þessu fyrir samfélagið á Ísafirði.  En ekki bara hugsa í smáskömmtum um verktaka sem flestir eru farnir á hausinn hér.  En eflaust einhverjir á lausu í öðrum landshlutum eða bara í Portúgal eða Kína.

Mér skilst að lítið hafi komið úr heimsókn ríkisstjórnarinnar til Suðurnesja, veit ekki um Akureyri.

En þetta litla dæmi sýnir mér bara hversu veruleikafyrrt fólk er.  Til að hagsæld geti orðið þarf að framkvæma eitthvað, láta peninga í að framleiða og fá meiri pening.  Svona ævintýri eru bara ævintýri eða eins og sagt er að pissa í skóinn sinn. 

Vonandi fá austfirðingar eitthvað bitastæðar út úr heimsókninni, nema þetta sér bara svona sýndarmennska til að fá umfjöllun og láta fólk halda að það sé eitthvað verið að gera fyrir landsbyggðina.  O jæja það þarf eitthvað meira til.  Við viljum bara fá að ráða því meira sjálf hvernig við eyðum þeim peningum sem við öflum. Að það verði meira eftir heima í héraði og það sé okkar að ráðstafa þeim skynsamlega.   

Ég fyrir mína parta vona bara að þau láti ekki sjá sig hér aftur með svona lausnir. 


mbl.is Ríkisstjórnin á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband