3.5.2012 | 10:27
Blessuð sé minnin þín.
Nú í nótt var hringt í mig og mér tilkynnt að Jóhanna Rut fyrrverandi tengdadóttir mín og móðir Úlfs míns væri látin. Jóhanna Rut er enn eitt fórnalamb fíknar en líka kerfisins. Hversu mörg líf þarf að missa til að ráðamenn átti sig á því að hér þarf að grípa inn í og fara að líta á óhreinu börnin hennar Evu sem fórnalömb en ekki glæpamenn?
Það þarf að fara að huga að því hvernig er hægt að hjálpa þessum einstaklingum og viðurkenna að þau eru fórnalömb en ekki glæpamenn. Oftast er þetta viðkvæmar sálir sem hafa lent utan vegar og rata ekki heim. Þau hafa svo lent í klóm undirheimanna, ekki bara vegna þess að kerfið hefur dæmt þau til útlegðar, heldur líka vegna þess að "kerfið" hefur dæmt þau úr mannlegu samfélagi í stað þess að viðurkenna að þau hafa ánetjast illum siðum og eru í raun og veru fórnarlömb hafa þau verið gerð útlæg.
Ég er reið og sorgmædd. Ekki bara vegna þessa fólks sem hefur farið vegna þess að þau hafa verið dæmd af samfélaginu, heldur líka vegna barnanna sem eiga um sárt að binda yfir að missa foreldrana sína. Því hvernig sem allt veltur þá eru pabbi og mamma það dýrmæta sem börnin eiga. Og í raun og veru eiga þau rétt á því að kerfið horfi lengra en bara á fíkn slíks einstaqklings, heldur geri sér grein fyrir að fíklar eru ekki bara undirmálsfólk, heldur synir, dætur, pabbar og mömmur, hluti af samfélaginu og með því að dæma þau úr leik er verið að dæma ættingjana til ákveðinnar eyðimerkurgöngu.
Ég þekki þennan feril alltof vel. Og allt það fólk sem heldur sig yfir það hafið að hafa áhyggjur af þeim sem hafa farið út af sporinu og þykjast þess megnugir að dæma og halda sig miklu betri manneskjur, mega hugsa sinn gang.
Það er einfaldlega rangt. Við erum nefnilega öll á sama bátnum, og höfum okkar djöful að draga hvert og eitt. Og með því að leggja einn hóp í einelti erum við að stíga dans við djöfulinn.
Jóhanna Rut reyndi það sem hún gat til að koma sér upp úr þessum vesaldómi. En hún eins og flestir í þessu ásigkomulagi kom allstaðar að lokuðum dyrum.
Kerfið og manneskjurnar sem töldu sig betri og í stöðu til að dæma voru einfaldlega of sterkar í samfélaginu.
Slíkt brýtur niður hvaða einstakling sem er, og að lokum gefast þeir hreinlega upp og láta sig fljóta með straumnum, því þeir eru hvort sem er útskúfaðir.
Nú ætla ég að óska þeim sem áttu þátt í slíku hér í bæ að skoða sinn hug og endurskoða sjálfið sitt, vegna þess að svona hugsunarháttur drepur, svo sannarlega ekki með skoti í hnakkann, ekki með því að hengja eða skera á háls, heldur með því að niðurlægja og drepa niður sjálfsbjargarviðleitnina, vonina um að geta verið í mannlegu samfélagi. Þrýst einstaklingnum niður í það neðanjarðarkerfi sem er og mun alltaf vera þarna til staðar. Soran sem þar þrýfst og brýtur niður alla mannlega reisn.
Já ég er reið, vegna þess að þetta þurfti ekki að fara svona hvorki með son minn eða fyrrverandi tengdadóttur, ef þau hefðu fengið viðurkenningu á því sem manneskjur að fá að lifa með reisn, þá hefði þeim ef til vill tekist að komast upp úr vítahringnum. Meðan fólk er ákveðið í að dæma ákveðna einstaklinga sem glæpamenn vegna þess að þau ráða ekki við ákveðin vandamál þá verður þetta svona. Ef það væri saknæmt að reykja sigarettur og fólk sem slíkt gerði væru umsvifalaust gert að glæpalýð, þá væru margir í erfiðum málum. Ef það að drekka vín væri saknæmt þá væru margir í afar erfiðum málum.
Nú vil ég að fólk hugsi sinn gang það er hingað og ekki lengra. Í stað þess að fordæma þarf að hafa kærleika og skilning til að horfa á einstaklinginn og það fólk sem í kring um hann eru.
Þetta einfaldlega gengur ekki lengur, það þarf að verða hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ef hlustað hefði verið á mig fyrir 20 árum eða fyrr og hér hefði verið sett á fót lokuð meðferðarstofnun, hefðu ekki svona margt ungt fólk dáið það er mín vissa og trú. Við einfaldlega höfum ekki efni á að missa allt þetta fólk, en þetta verður ekki fyrsta og ekki síðasta fórnarlambið ef ekkert verður gert í að stoppa þennan fjanda.
Á góðu dögunum í faðmi fjölskyldunnar.
Nú ertu farin til Guðs Jóhanna mín, þar er ekki gerður neinn greinarmunur á aðstöðu fólks, þar gildir góða sálin og hjartahlýjan, af henni áttir þú nóg, og alltaf tilbúin að vera til staðar af þínum veika mætti. Takk fyrir allt, og mest takk fyrir Úlfinn sem þið skilduð eftir hjá mér. Gullmolann okkar allra.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
Bloggfærslur 3. maí 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar