26.5.2012 | 14:41
Skriftir.
Jamm, stundum líður mér þannig að ég þarf að koma ýmsu frá mér sem ég er að burðast með. Sumt af því er ef til vill særandi fyrir einhverja, af því að ég geri mér grein fyrir því, líður mér illa.
Ég er í meyjarmerkinu sem er afar erfitt merki hvað tilfinningar varðar, meyjan er afskaplega raunsæ en tilfinninganæm og stutt í sjálfsásakanir. Þannig er ég. Ég er líka að spá í hvort ég sé ekki líka ADHD og með einhverfueinkenni, ég er ekki að grínast.
Það sem hefur bjargað mér gegnum tíðina eftir að ég fullorðnaðist er sennilega að kynnast Litla Leikklúbbnum og fara á fjölmörg leiklistarnámskeið bæði hér heima og á norðurlöndunum. Einnig að starfa með sálarrannsóknarfélaginu sem ég stofnaði reyndar sjálf með Völu Báru frænku minni sem nú er látinn, og allskonar andlegur stuðningur svo sem bænastundir með góðu fólki og kærleiksræktandi fólki.
Það hefur opnað mér sýn inn í annan og verðugri heim. En ekki síst að fá að alast upp með afa mínum sem var einn skyggnasti maður hér á landi, og fá sögurnar hans beint í æð, þegar við vorum tvö heima og amma á fundum, hann sagði mér allar sínar fallegu sögur um annan heim og hvernig hann fékk andlega leiðsögn alla sína tíð.
En nóg um það, þetta á jú að vera skriftir mínar.
Það sem mér þykir óskaplega vænt um er hvað fólk er yfirleitt gott við mig, hlýleg orð, faðmlög og hamhyggð allstaðar. Ég hugsa að ég hljóti að hafa fæðst undir heillastjörnu að fá allt þetta yndislega fólk til að vera mér svona gott.
Stundum langar mig reyndar til að öskra, þegar ég hugsa um það sem er að gerast hjá mér, húsið mitt og öll uppbygging og vinna í hættu vegna þess að eitthvað fólk úr Reykjavík ákvað að hér ætti að styrkja byggðina og það yrði gert með því að byggja risasnjó-skriðu- og aurskriðu varnargarð fyrir ofan mig, þó að aldrei hafi hér fallið slík flóð í mannaminnum.
Nýjasta nýtt í þessu er að það var ákveðið að byggja hér öldrunarheimili, sem er hið besta mál, nema að sú bygging þarf endilega að verða reist á gróðurreit sem ég er búin að vera að planta í síðastliðinn 30 ár eða svo. Þó sléttlendi og gras sé allstaðar í kring, þá þarf þessi bygging endilega að vera einmitt þarna.
Og ég nenni ekki að berjast í slíku lengur. Ég fékk því framgengt á sínum tíma að göngustíður sem var lagður fyrir neðan Sætúnið tæki á sig smá boga til að bjarga trjágerði sem ég og íbúar hverfisins höfðum gróðursett fyrir mörgum árum síðan og eru orðin stór og falleg tré. Það átti auðvitað að leggja hann beina línu og trén voru fyrir. En ég mun berjast til síðasta blóðdropa fyrir að halda húsinu mínu og lóðinni í kring og gróðursetningu okkar Ella í yfir 30 ár þar fyrir ofan.
Ég hef unnið hörðum höndum upp í garðplöntusölunni til að hafa allt klárt fyrir sölu, ég ætla að reyna að opna söluna næsta laugardag, ég verð víst ekki tilbúin fyrr. Því það hefur ýmislegt komið upp á. En ég hef engar áhyggjur af því svo sem.
Nema að ég hef lofað aðilum plöntum og sumt af því klikkaði í spírun, og mér er illa við að svíkja það sem ég hef lofað. Ég ákvað því að sækja þær plöntur sem við vantaði upp á suður. Hringdi í Garðheima, og Ellert blessaður bendi mér á að það væri miklu betra að sækja þær bara beint til Ingibjargar og Hilmars í Hveragerði.
Það var auðvitað þjóðráð. Ég ákvað þá að fara smá rúnt og sækja plönturnar. En málið er það að ég á allavega tvær yndislegar fjölskyldur að vinum þarna. Og ég hafði áhyggjur af því að fara þangað án þess að láta vita af mér. Önnur fjölskyldan er sem sagt skólasystir mín úr garðyrkjuskólanum og hennar fjölskylda líka með gróðrarstöð, hin er líka með garðyrkjustöð, og ég hef í mínum aumingjaskap misst af þeim. Yndælis fólk.
En sem sagt þar sem ég var svo hryllilega tímabundinn ákvað ég að fara um morguninn beint til Hveragerðis taka plönturnar og fara beint heim aftur. Ég lagði af stað í gær morgun kl. sex, var komin í Hveragerði um hálftólf, vegirnir eru orðnir svo góðir í dag, að þetta er ekki erfitt, en einnig er það svo að ekki þarf að fara inn í Reykjavík til að komast austur. Þegar búið var að hlaða bílinn minn, var svo lagt af stað aftur, og komin heim kl. hálf níu í gærkveldi. Nú kvelst ég af samviskubiti yfir að hafa ekki heilsað upp á þessa vini mína. En Ingibjörg er auðvitað yndæl, mamma hennar og mamma mín voru skólasystur og vinkonur.
Í fyrradag kom Úlfurinn minn inn til mín og sagði mér að allir ofnar í húsinu væru orðnir kaldir. Og svo fór heitavatnið líka. Það var orðið kalt í húsin í morgun. Og mér er illt í hnénu og ekki gerði kuldinn það betra
Ég hugsaði með mér að svona gæti þetta ekki gengið. Svo ég hringdi í Rolando minn og hann kom eins og skot, reddaði rafvirkja til að koma hita á húsið, en þá kom í ljós að kjallarinn var umflotinn vatni sem ég hafði ekki tekið eftir. Það þurfti því að losa stíflu sem hann gerði þessi elska. Mitt í þessu öllu kom svo þýsk vinkona mín inn úr dyrunum, var að koma í sumarhúsið sitt og ákvað að koma mér á óvart sem hún og gerði þessi elska.
Hún krafðist svo að hjálpa mér að losa bílinn sem var hlaðin plöntum. Stíflan er farin og bara eftir að þrífa kjallarann. Hitinn komin á.
Hjá mér er búin að vera músagangur, hún poppaði upp úr skúffum þegar ég opna óvænt, en loksins náðu kisurnar greyinu og tóku af henni hausinn. Svo nú er það vandamál úr sögunni.
Svona fyrir utan sorgina, reiðina yfir því sem er að gerast kring um mig hjá bænum, samviskubitið yfir að heilsa ekki upp á mína elskulegu vini í Hveragerði, þá hef ég það bara þokkalegt.
En það er líka gott að koma þessu bara frá sér. Það þarf enginn að lesa þetta, það er bara sett hér inn til að losa um stífluna sem er inn í mér. Svona eins og þegar maður stendur upp á hól og öskrar af öllum lífs og sálarkröftum, til að koma lagi á systemið.
En ef til vill á ég ekki skilið mína góðu vini og allt þetta góða fólk í kring um mig. En ég er samt alveg innilega þakklát fyrir ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 26. maí 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar