Júróvisjón í öðru ljósi.

Ég var í Svíþjóð frá 1962-3 í lýðháskóla eina og það er kallað.  Þegar Júróvisjónkeppnin fór fram langaði mig mikið til að fylgjast með, og það varð úr að ég fékk að vera í heimsókn hjá Husmor yfirkennaranum mínum  í þeirri deild sem ég var.  Ég man að ég hjólaði heim til hennar um langan veg til að fá að fylgjast með. Mig minnir að það hafi verið einmitt þá sem Dansevisa hin danska vann.  Þá voru ekki margir þátttakendur.  Seinna var ég að vinna á elliheimili í Glasgow sennilega 1965, og svona með smá lempni fékk ég að fylgjast með keppninni þá inn á dagstofu ellibelgjanna, alein því allir hinir voru farnir að sofa... eða höfðu ekki áhuga.  Man ekki hvaða lag vann sennilega bretar.   En ég man í bæði þessi skipti var the sovét uninon  með og þar voru einhverjir óperusöngvarar sköllóttir og ljótir að mati unglings. 

Svo  varð breyting á þegar USSR skiptist upp og ótal smáríki urðu til, og öll austur Evrópa.  Og þegar ég horfi á keppnina í dag, þá er bara himin og haf frá þessum fyrstu bernskuárum austursins.  Og ég fullyrði að þarna hafi einmitt orðið rosalega flott breyting á. Hún hefur gerst svona lítið í einu, en svo núna eru flestir farnir að syngja á ensku, og mörg austurevrópulönd leggja fram rokkhljómsveitir og jafnvel hipphopptónlist.

Þarna hefur átt sér stað ótrúleg breyting á músiksmekk, og þar af leiðandi hefur austurEvrópa tileinkað sér vestræna músikstefnu, þannig að allt í einu eiga þau lönd aftur von um sigur sem eru ekki endilega austurevrópsk eða þannig.

AusturEvrópa hefur sem sagt samlagað sig vestur Evrópskri lagahefð.  Þetta er gott dæmi um samruna, sem er ekki þvingaður, bara spurnig um áhuga  unga fólksins okkar um samEvrópska hefð og væntingar.

ESB mætti taka þessa tækni upp  og skilja að þvinguð aðild er ekki endilega það sem er heppilegt, heldur að leyfa þjóðum að aðlaga sig að þvi sem þau vilja.  Þessi stefna Esb að þvinga þjóðir í einhvern ramma er einfaldlega röng og mun aldrei ganga upp.

Frjáls vilji er það sem mun alltaf vera affærasælast, bæði sem þjóðir og einstaklingar. 

Og á endanum munum við sem erum að reyna að hrópa okkur hás um frelsi einstaklingsins og réttlæti handa öllum- lýðræðið sigrar, því réttlætið mun alltaf sigra að lokum.

Og nú vil ég koma hér að undirskriftarlista um að frú Jóhanna fari á fund forseta og lýsi vilja til að fram fari kosningar hið allra fyrsta. http://kjosendur.is/ Hvet fólk sem vill breyta að skrifa undir. Þetta er orðið bara gott.

Svo bara góða nótt elskurnar og sofið rótt, því það er nákvæmlega það sem við þurfum, að vera í sjálfsfriði. Heart


Bloggfærslur 24. maí 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband