Það er þetta með "fræga fólkið"

Það er mikið búið að ræða komu Manfred Mann earth band til Íslands, að vísu var Manfred víst ekki með, en einhverjir félagar hans.  Ég hef reyndar hitt þann ágæta mann og rætt við hann.  Og reyndar fleiri slíka.

Ég var í Glasgow árin frá 1964-6 með hléum.   Það var reyndar söguleg ferð, sem ég segi ef til vill síðar.  En svo kom ég heim smátíma og þegar ég fór aftur hafði ég með mér forláta Hagströmgítar sem ég átti.  Á flugstöðinni voru þá Kinks að fara heim eftir tónleika í Reykjavík.  Þeir tóku eftir stelpunni með gítarinn og fóru að spyrja mig út úr.  Þeir voru svo í sömu flugvél og ég, og þar sendu þeir einn breta til mín til að "kynna" mig fyrir Kinks.  Ég fór auðvitað og talaði við þá mest alla ferðina, fékk meira að segja eiginhandaráritun þeirra allra, sennilega búin að týna henni.  En þeir gerðu meira voru að fara að túra til Frakklands og buðu mér að koma með.  Ég hugsaði nú með mér að það væri ef til vill ekki gítarfærni mín sem þar spilaði undir, og afþakkaði gott boð. 

Ég átti góðan við í Glasgow sem var leikari og hafði aðgang að stúdíói sjónvarpsins, en þar fóru fram hljómleikar ýmissa frægra hljómsveita.  Og ég fékk stundum að fara.  Hlustaði þannig til dæmis á Lulu, og Sandy Shaw, mig langaði aðeins að ræða við hana og var það auðsótt mál.  Hitti hana í búningsklefanum í hléi og við áttum ágætis viðræður, hún sagði mér m.a. að Hollies vinir hennar væru að túra á Íslandi, og ég kenndi henni að segja góðan dag á íslensku.

En aftur að Manfred Mann.  Þegar ég var þarna úti var ég sem aupair.  En til að drýgja tekjurnar fór ég að vinna í klúbbi sem kallaðist La Phonograf.  Við vorum nokkur sem unnu þarna saman, og skiptumst á að vera í fatamóttökunni, selja kók og aðra drykki og vera plötusnúðar.  Þá var alltaf gefið tipps og það voru einu launin sem við fengum.  Eftir kvöldið skiptum við svo milli okkar því sem hafði komið inn, og var það oftast helmingi meira en vasapeningarnir sem ég fékk sem aupair.

En eitt kvöldið var okkur sagt að Manfred Mann og hljómsveit hefði boðað komu sína.  Við vorum nokkuð spennt, þetta kvöld var ég plötusnúður.  Það leið og beið og ekki kom hljómsveitin.  Loks var okkur sagt að það væri þvílík þvaga fyrir utan og það væri verið að bjarga strákunum undan æstum konum.  Það þurfti að vera meðlimur til að komast inn í þennan klúbb.  Loks var tekið það ráð að lauma þeim inn um neyðarútganginn.  Þegar Manfred Mann kom inn voru dömurnar búnar að rífa af honum alla gylltu hnappana á jakkanum hans.   Hann tók þessu bara vel og við áttum ágætt spjall við diskótekið. 

Sem sagt frægt fólk er bara rétt eins og við hin, og góðir listamenn hafa þetta umburðarlyndi og samkennd sem gerir þá hæfa til að deila list sinni til annara. 

En svona var þetta og það var bara ævintýri. 


Bloggfærslur 20. maí 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband