Gamlar myndir.

Mágur minn Jón Hreinsson er mikill grúskari.  Í gær þegar ég var í heimsókn hjá systur minni kom hann með afar merkilega bók inn til okkar.  Þetta er bók eftir Karl Óluf Bang, dönskum dreng sem kemur til Íslands og verður stjúpsonur Sigvalda Kaldalóns.

Svo segir á baksíðu: Göfugur öldungur, hátt á níræðisaldri, párar niður endurminningar, milli þess sem hann situr af ástúð yfir veikri konu sinni.  Úr penna hans rennur heillandi frásögn, víðsýn yfir heila mannsævi.

Karl Oluf Bang lýsir lífi sínu í röð smásagna og blæmynda.  Vitund hans vaknaði á munaðarleysingjahæli í Danmörku.   Hann var felubarn, sem móðirin varð að dylja vegna fordóma tíðarandans.  Hann minnist siglingar með gufuskipi til Íslands. Ólst upp í stórbrotinni náttúru við Djúp sem stjúpsonur tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns, en viss ekki hverjir foreldrar hans voru. Ég á eftir að lesa bókina, en það sem ég ætla að setja hér inn er mynd í bókinni af hænskakofa innan við Grænagarð, og spyrja þá gömlu sem oft lesa bloggið mitt hvort þeir muni eftir þessum hænsnakofa.  Það væri fróðlegt að heyra meira um lífið hér frá Grænagarði og alla leið inn að Kúabúi.  Það virðist hafa veri meiri byggð en maður vissi af. 

Hænsnakofi innan Grænagarðs 001

Ekkert smámyndarlegt hænskahús, og bærinn þarna til hægri, hvaða hús var það. Er það grunnurinn sem er innan við Grænagarð?

Og af því að ég er með gamlar myndir. Hann sendi mér líka myndir frá Theodor Þorsteinssyni sem setti þær inn á bloggið sitt. Hér er ein af Seljalandsveginum

Seljalandsvegur gömulmynd

Er einhver sem man hvenæar þessi lögn var sett niður. Hér má sjá hluta af Stakkanesinu húsið hans Helga brúðguma, og húsið hans Jóakims. Fyrir utan Seljalandsveg 72 og Vinaminni. Kofinn þar fyrir ofan er sennilega kofi frá Kitta Gau.

Jóakim.

Hér er svo Jóakim og Hét hún ekki Amalía? minnir það við keyptum oft hjá þeim egg. Í þá daga keypi fólk beint af býli, mjólk hjá Arnari löggu, egg frá Amalíu, Jóhönnu í Kristjánshúsi eða Rósu hans Eiríks Guðjónssonar.

En það væri gaman að fá svör.


Bloggfærslur 22. apríl 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband