Viljum við láta setja okkur niður á hnén?

ESB vill íslendinga niður á hnén segir Ögmundur, held að hann hafi rétt fyrir sér. En Ögmundur þegar maður segir A, þarf B að fylgja ef málflutningurinn á að vera trúverðugur. 

Jafnvel í háalvarlegum málum eins og þessu getur þessi ríkisstjórn ekki talað einum rómi. 

 

Utanríkisráðherra vill bara halda þessu til streitu. 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/12/ekki_rett_ad_haetta_vidraedum/

Eða samflokksmaður Ögmundar, Árni Þór

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/12/ekkert_sem_kemur_okkur_a_ovart/

Hefur einhver séð orð frá Landbúnaðar, sjávar og viðskiptaráðherra? þið vitið þessi sem hleypur á fjöll þegar þarf að kjósa um mikilsverð mál, eða fer í reisur til útlanda til að flekka ekki sitt góða orðspor af einhverju óvinsælu? Þetta mál er sennilega bara ekki á hans könnu.....

En svona þegar maður les fréttina um þessa ósk ESB og viðbrögðin við henni þá tel ég að nú sé fokið í flest skjól fyrir þessa ríkisstjórn.

Ef ég þekki þjóðina mína rétt þá sýnir hún ekki tennurnar nema þegar hún er komin út í horn, og þegar á að valta yfir hana með skítugum skónum. En þá bregst hún við. Og það er að gerast núna, aðeins hörðustu stuðningsmenn ESB reyna að láta sem ekkert sé, eða jafnvel að ESB ætli með þessu að bjarga þjóðinni, hvaðan sem það kemur nú.  Hef ekki orðið vör við að þeir hafi neinn áhuga á þjóðinni sem þjóð heldur aðallega auðlindunum sem hér eru of miklar fyrir örfáar hræður tekniklý spíking.

Sumir spyrja sig hvað ESB kommisararnir eru að hugsa. Sumir telja að þeir séu að reyna að slíta viðræðunum, sem eru orðnar pínlegar og erfitt að vinda ofan af með litla tungulipra rakka snuðrandi og sleikjandi skóna þeirra.  Aðrir telja eins og Ögmundur hér að verið sé að þvinga okkur niður til að minnka mótspyrnu og nauðga okkur inn. 

Það verður auðvitað hver að draga sína ályktun af þessu máli.  En í mínum huga er það bara svo að sambandið hefur sýnt mikil klókindi og þrautseygju við að koma landinu inn.  Það er nefnilega ákveðin mótsögn í því að þeir vilji enda þetta framsalsmál, því af hverju ættu þeir þá að koma hingað með heljarbákn sem kallast Evrópustofa og nota gífurlegt fjármagn í áróður fyrir aðild?

Þeir hafa líka dregið lappirnar í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum, því þeim er alveg ljóst að þar steytir verulega á. Þess vegna má ekki ræða þau mál meðan íslendingar hafa ekki bitið á agnið, þetta er eins og laxveiðar tel ég, þó ég hafi aldrei veitt lax. Þreyta fórnarlambið þangað til að er endanlega fast á önglinum og þarf að samþykkja hvað sem er. 

Reyndar verð ég að viðurkenna að óskin um þetta fjármagn kom frá Jóhönnu og Össuri í upphafi, það kom fram í pistli Björns Bjarnasonar, þegar hann fór til Brussel og Berlínar að kynna sér þessi mál.  Þá var komið til tals að setja þetta fjármagn í að kynna esb á Íslandi, hann spurði hvort þetta stangaðist ekki á við íslensk lög.  Og svarið sem hann fékk var eitthvað á þá lund; Íslensk stjórnvöld báðu um þetta, og ef þau þekkja ekki íslensk lög þá er það ekki okkar mál.

Þetta sýnir enn og einu sinni sleikjuhátt og undirlægju við erlend stjórnvöld og samtök.  Heimóttarskapurinn og skortur á stolti fær mann til að skammast sín niður í tær yfir þessum stjónrvöldum.

Ekki skorti nú kjaftinn og klærnar þegar fólkið var í stjórnarandstöðu, ekki skorti yfirlýsingar núverandi landsjávarog viðskiptaráðherra um hans álit á AGS, ESB og útrásarvíkingum, og ráðaleysi fyrrverandi ríkisstjórnar, eða þegar hinn flokkurinn talar eins og hann hafi hvergi nærri komið ríkisstjórn fyrr en þeir byrjuðu með VG. 

Það er líka merkilegt að þeim hefur tekist að klína mest öllu á VG sem aflaga fer, hrekja það fólk frá sem hefur eitthvað bein í nefinu, en þykjast hvergi nærri hafa komið.

En þögn Steingríms J. er æpandi í öllum þessum darraðadans sem nú stendur yfir.

Sýnir svo ekki verður um villst að gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

En nú þurfa menn að skoða sín mál vel og ákveða hvort við viljum láta þvinga okkur niður á hnén, og láta Golíat sigra, eða stappa niður fótum standa keik og teinrétt og ef út í það fer sem ég vona ekki að falla með sæmd. 

Eigið góðan dag.


mbl.is Segir ESB vilja Íslendinga niður á hnén
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband