Að kjósa sér forseta.

Já það á að þvo af sér Samfylkingarstimpilinn?  Ekki verður það auðvelt.  Alveg sama hvað fólk ræðir og hvað menn langar að fá einhverja til að bjóða sig fram gegn Ólafi.  Mér sýnist andstæðingar Ólafs leita með logandi ljósi að frambærilegum frambjóðendum, skiljanlega svo sem.  Sumir vilja konu, aðrir þungavigtarmenn í pólitík eða þjóðlífi. Ég persónulega vona að fram komi sem flestir sem gefa kost á sér, því vissulega verður kosið fyrst Ástþór Magnússon hefur gefið kost á sér og býður þeim sem safnar flestum uppáskriftum Spánarferð, og fólk örugglega búið að gleyma ... síðast.  Einnig hefur Jón Lárusson gefið kost á sér.  En íslendingar eru nú einu sinni þannig að þeir hallast fyrst og fremst að þekktum andlitum.  Við gerðum grín að þessu í eina tíð um ameríkana en erum sjálf föst í þessari þykjustu veröld í dag.

Ég er alveg ákveðin í að veita Ólafi Ragnari mitt atkvæði, ég skrifaði upp á áskorun þess efnis og stend við þá ábyrgð.  Það geri ég vegna þess að ég hef trú á því að hann hafi vilja þjóðarinnar að leiðarljósi og vaki yfir okkar velferð.  Hann hefur sýnt það bæði í Icesave tvö og þrjú.  Einnig þegar hann er hugsi yfir á hvaða leið þessi ríkisstjórn er.  Þar er ég honum innilega sammála.  Við vitum hverju við göngum að men Ólaf, en við vitum ekkert hvað við fáum í hans stað.

Eftir að þessi vá er frá, vantraustið og ríkisstjórnin, þá má hugsa sér að kjósa einhvern annann.  Enda hefur hann gefið út að hann ætli ekki að sitja lengur en þörf er á til að koma okkur út úr þessari krísu, sem er mesta áhugamál þessarar vanhæfu ríkisstjórnar.

Þá má hugsa upp á nýtt. 

Vindhanar eins og Stefán Jón Hafstein finnst mér ekki koma til greina í þetta embætti.  Menn sem í eðli sínu eru hrokafullir, læknast ekki af því að mínu mati, nema þeir lendi í einhverju þannig að þeir læri af því.  Mér vitanlega hefur Stefán Jón ekki upplifað neitt nema að synda ofan á bárum velgengni, svo hvers vegna ætti hann að hafa lært umburðarlyndi og auðmýkt?

Ég er alveg sannfærð um að hann er sami hrokagikkurinn og spurði mig með yfirlæti á minni fyrstu og einu þátttöku í Músiktilrauna nánast hvað við værum eiginlega að gera þarna utan af landi og þar að auki kvenmenn.  Þar var hann var kynnir. 

Nei þá vil ég bara kjósa þann sem ég þekki og veit  og treysti hvernig muni bregðast við.

Þannig er ég bara.


mbl.is Útilokar ekki forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband