6.2.2012 | 13:52
Þjóðín hennar Jóhönnu.
Hlustaði á fréttir um daginn sem ekki er í frásögu færandi, en það var ein fréttin sem situr í huga mér. Sú er frá alþingi, þar sem var verið að ræða um Atvinnumálin. Og eitt augnablik hélt ég að byrjað væri að sýna spaugstofuna á RUV á ný, sá fyrir mér Randver með hvíta hárkollu halla sér fram á púlt alþingis og segja höstuglega ; eina sem þið (stjórnarandstaðan) tuðið um eru skattaálögur, þið ættuð að komast niður á raunveruleikaplan, það er eins og þið búið ekki í íslensku samfélagi. Einhvernveginn svona hljómaði þetta.
Hér er ræðan hans Birkirs Jóns:
http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120203T133146.html
Þar segir hann m.a.;
Við þurfum því að nýta þessi tækifæri. Því miður er það svo að á þeim rúmlega þremur árum sem liðin eru frá bankahruninu hefur okkur ekki tekist að snúa vörn í sókn. Opinberar tölur segja það. Það er óásættanlegt í fyrsta lagi að atvinnuþátttaka sé sú minnsta sem Hagstofan hefur mælt frá árinu 1991 og að störfum á fjórða ársfjórðungi ársins 2010 til fjórða ársfjórðungs 2011 hafi fækkað um 3.100. Það er líka óásættanlegt að fjárfesting hér á landi sé í sögulegu lágmarki, að fjárfesting sé einungis 13% nú þrátt fyrir öll þau tækifæri sem ég nefndi hér að framan. Meðaltalsfjárfesting síðustu áratuga hefur verið um 21%. Það vantar því heil 8 prósentustig þar upp á, um 140 milljarða kr. í árlega fjárfestingu, sem hefði skilað sér í auknum umsvifum, í skatttekjum til ríkisins, tekjum af virðisaukaskatti, útsvari til sveitarfélaga, meiri tekjum heimilanna og aukinni atvinnu og leitt af sér að fólk ætti auðveldara með að standa í skilum með stökkbreyttar skuldir sínar og að ríkissjóður þyrfti ekki að greiða árlega um 20 milljarða kr. í atvinnuleysisbætur.
Og Jóhanna svarar:
http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120203T133659.html
m.a.:
Ráðist hefur verið í aðgerðir til að virkja atvinnulausa til náms og virkni á vinnumarkaði sem hafa nýst þúsundum einstaklinga. Nýjar aðgerðir fara af stað á næstu vikum og miða að því að skapa vinnu fyrir langtímaatvinnulausa sem eru að missa bótarétt sinn. Því er haldið á lofti að fólki á vinnumarkaði hafi fækkað í fyrra, eins og hv. þingmaður gerði. Á þessu er augljós skýring, sú að atvinnulausum hefur fækkað og fjöldi starfandi fólks staðið í stað. Vinnumagnið hefur hins vegar aukist þar sem fólki í fullu starfi hefur fjölgað mikið og fólki í hlutastarfi fækkað. Að hluta má rekja fækkun atvinnulausra í könnun Hagstofunnar til þess að atvinnulausir leita í auknum mæli í nám í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar í vinnumarkaðsaðgerðum. Á þessu er því eðlileg skýring.
Það er full ástæða til bjartsýni enda hefur væntingavísitalan hækkað um 22% á undanförnum 12 mánuðum og hefur vísitalan ekki verið hærri síðan á sumarmánuðum, virðulegi þingmaður, 2008. Væntingavísitalan (Forseti hringir.) hefur ekki verið hærri síðan á sumarmánuðum árið 2008. Fólkið í landinu sér sem sagt að við erum á (Gripið fram í.) réttri leið.
Og svo svarar Jón Gunnarsson:
http://www.althingi.is/raeda/140/rad20120203T134231.html
Og frúin svarar:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20120203T140328&horfa=1
Þessar ræður voru ekki tilbúnar á prenti þegar ég fór þarna inn.
Og nú hef ég verið að velta fyrir mér þessum orðum:
Fólkið í landinu sér sem sagt að við erum á (Gripið fram í.) réttri leið.
Og nú er ég að velta því fyrir mér hvaða fólk þetta er. Því ég hef ekki hitt nema örfáa sem finnst allt vera hér á réttri leið. Og það er þá fólk af suðvesturhorninu. Meira að segja hef ég hitt nokkra dygga stuðningsmenn Samfylkingarinnar hér sem hrista haus og eiga ekki orð yfir þessum áherslum stjórnvalda á atvinnumál.
En svo má auðvitað segja að hér sé eitthvað í gangi, ég finn það á eigin skinni. Það hljómar svona:
Ríkisstjórnin ákvað á þessu ári að til margþættra aðgerða á Vestfjörðum væri þörf og um einn þáttinn segir: !: AÐgerðir vegna efnahagslegs samdráttar og efling innviða. Markmið aðagerðanna er að hafa jákvæð SKAMMTÍMAÁHRIF með TÍMABUNDINNI fjölgun starfa auk áhrifa af umsvifum VERKTAKA og jafnframt JÁKVÆÐ LANGTÍMAÁHRIF MEÐ BÆTTUM SAMKEPPNISSKILYRÐUM EFNAHAGSLÍFS OG SAMFÉLAGS Á VESTFJÖRÐUM.
Og hver var þessi björgun sem mun hafa svona mikil áhrif á samfélagið til langs tíma?
Jú það stendur þarna líka. GERÐ OFANFLÓÐAVARNA UNDIR GLEIÐARHJALLA MUN SKAPA STÖRF TÍMABUNDIÐ OG SKAPAR ÖRUGGARI SKILYRÐI TIL BÚSETU Á ÞVÍ SVÆÐI.
Að þessu er búið að vera að vinna skipulega og út komin doðrantur mikill upp á tæpar 100 bls. á bls 2 stendur svo:
STÓR SNJÓFLÓÐ HAFA ALDREI FALLIÐ ÚR HLÍÐINNI NEÐAN GLEIÐARHJALLA SVO VITAÐ SÉ. eftir að snjóathugnarmaður tók til starfa hafa fimm lítil flóð verið skráð á svæðinu en þrjú þeirra eru innan framkvæmdasvæðis.
Þetta kalla ég aðgerðir í skötulíki. Ef þau hefðu komið með þessar 3-400 millur færandi hendi og sagt notið þessa peninga til að undirbyggja efnahagslífið, hlú að verkefnum og fólki sem vill stofna atvinnurekstur hefði þetta verið frábært. En að láta sér ekkert detta í hug annað en að eyðileggja hlíðina fyrir ofan okkur, þar sem aldrei hafa fallið nein snjóflóð svo vitað sé, og svo þessar 100 bls nýttar til að RÉTTLÆTA þessa aðgerð er að mínu mati VERULEIKAFIRRING.
Þannig að ég veit ekki hvaða þjóð Jóhanna er að vísa til og segir að viti að ríkisstjórnin sé á réttri leið. En það gætu svo sem vel verið þjóðirnar sem verið er að klemma saman í eitt bandalag út í Evrópu, sem hún vill svo gjarnan þrýsta okkur nauðugum viljum inn í líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 6. febrúar 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar