Búsáhaldabyltingin lifi, tunnunum sé heiður og öll mótmæli almennings á Íslandi en.......

Auðvitað vann Búsáhaldabyltingin, það er enginn að efast um það.  En eigum við að sleppa þeim alþingismönnum við umfjöllun sem hafa verið staðin að því að reyna að breyta byltingunni sér í hag?  Ég segi nei.  Byltingin setur ekkert niður þó við förum ekki að skjóta sendiboðana sem segja okkur að einhverjir óskilgreindir(reyndar vel merktir) alþingismenn hafi reynt að taka þessi öfl yfir og stjórna þeim sér í hag. 
mbl.is „Við unnum Jón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var Steingrímur hann segir að þau séu farin!

Heitastað málið í umræðunni í dag er fréttin af upplýsingum Geir Jóns fyrrverandi lögreglustjóra og væntanlegum pólitíkusi hjá Sjálfstæðismönnum.

Mörgum liggur þungt niðri fyrir af vandlætingu yfir þessum orðum.  Fólki finnst hann vera að stela af sér byltingunni. 

Ég er þannig gerð að ég útiloka ekkert alveg strax.  Heldur leitast við að skilja orsakir fyrir ummælum.  Það hef ég líka reynt að gera hér.

Ég veit að byltingin okkar "búsáhaldabyltingin" var sönn og hrein, drifin áfram af réttlætiskennd og reiði yfir dofnum stjórnmálamönnum, sem ALLIR virtust vera langt í burtu frá almennum veruleika. Sú bylgja  verður aldrei af okkur tekin.

Þessi bylting fór líka fram á Ísafirði, Akureyri og fleiri stöðum.  Ekki voru alþingismenn þar að flækjast.

En var Geir Jón þá að ljúga?  Ég get ekki ímyndað mér að maður í hans stöðu geri sjálfum sér það og öðrum.  Hann veit eitthvað sem ekki hefur komið fram í dagsljósið enn, nema að hluta til.

Alltaf hefur verið á kreiki sú kenning að Álfheiður Ingadóttir og fleiri vinstri græn hafi verið með puttana í þessu.  Og viðbrögð þeirra hennar og Steingríms eru lýsandi dæmi um sektarkennd eða ótta við að vera staðinn að einhverju misjöfnu. 

Ég var að lesa ágætan pistil eftir Tómas Hafliðason.  Þar opinberar hann símtal frá manni sem heyrði við Alþingishúsið samtal ungra drenga, svo segist honum frá:

"Nú hefur Ragnar Þór (Maurild) komið fram og lýst símtali, sem er efnislega á sama hátt og þær sögur sem hafa verið í gangi:

“Þegar Kryddsíldarþátturinn alræmdi var úr sögunni vegna ofsalegra mótmæla var hópur ungra stráka mjög uppivöðslusamur og löngu eftir að mestur vindur var úr mótmælunum ráfuðu þeir fram og til baka eins og þeir væru að leita að besta staðnum til að mótmæla. Stundum voru þeir við Austurvöll, stundum í Lækjargötu og stundum í portinu aftan við Borgina.

Ég sá einn þeirra slíta símtali og snúa sér að hinum og segja: „Þetta var Steingrímur. Hann segir að þau séu farin.“ Framhald samtalsins var á þá leið að það væri tilgangslaust að mótmæla áfram fyrst búið væri að lauma liðinu burt.“"

Pistillinn hér í heild. http://eyjan.is/goto/tomash

Það var og.  Það virðist því vera nokkuð ljóst að þó búsáhaldabyltinginn hafi verið sprottinn upp frá alþýðu landsins, og meginn þungi hennar fólkið á götunni eins og ég og þú, þá voru þarna alþingismenn eins og Steingrímur og Álfheiður sem reyndu að róa á þessi mið og jafnvel draumurinn að yfirtaka byltinguna.  Það þjónaði þeirra hagsmunum og skilaði ágætis árangri.

Við megum ekki bara skjóta sendiboðan, heldur skoða í róleg heitum hvort þarna hafi einhverjir nýtt sér aflið sem fólkið átti.  Hafi reynt að manippulera atburðina, og jafnvel komið með sitt fólk inn í hópa til að æsa upp meira og jafnvel var nærri búið að eyðileggja friðsöm mótmæli.  Þetta reyndu sjálfstæðismenn líka, því menn innan þeirra raða reyndu á hinn bóginn að eyðileggja mótmælin með því að koma af stað ofbeldi.  Þeir þekktust úr, enda nokkuð kunnir sumir þeirra.

Það er einmitt svona trójuhestar sem fólk þarf að vara sig á, þegar efnt er til almennra mótmæla.  Þó það sé erfitt, þá þarf lykilfólk til að vera til staðar og skanna svona lið burt.  Bæði þá sem vilja eyðileggja mótmælin og ekki síður þá sem vilja taka þau í sínar hendur. 

Hluti af þessari varúð var þegar Hörður Torfa bað fólk um að bera appelsínulita borða.

Mér finnst bara allt í lagi að þessi mál séu rannsökuð.  Það hefur ekkert með sjálfa byltinguna að gera, heldur fólk sem stóð utan við og vildi hver á sinn hátt koma sínum eigin böndum á hana í eigingjörnum tilgangi.  Fólk sem ekki skilur lýðræðið og frjálsan vilja fólks til að vinna að rétti sínum. 

Látum engan taka þessa byltingu frá okkur, en um leið ekki reyna að verja þá sem reyndu að stela henni á einn eða annann hátt. 

IMG_1737-001


Bloggfærslur 28. febrúar 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband