26.2.2012 | 12:42
Davíð og Golíat - Ísland og ESB.
Ég hef nú þá trú að þjóðin muni ekki treysta Vinstri Grænum hvort sem er í næstu kosningum, nema það lið sem fylgir Steingrími að málum fari út, þau geta til dæmis fært sig yfir í Samfylkinguna þar slitnar ekki slefan á milli.
En það er augljóst á öllu að það verður ekki langt í næstu kosningar. Það sést á því að allur fjórflokkurinn er farin að hrista upp í gömlum gildum og hneykslast á því sem þessi ríkisstjórn hefur gert. Allt í einu núna. Menn eru líka orðnir þreyttir á þessu ástandi greinilega það er nefnilega ekki bara ég sem er orðin orðljót og grimm. Það segir ákveðna sögu þetta Farðu Farðu Farðu, Hættu Hættu Hættu. Eða hvaða orð sem voru notuð milli aþingismanna á fésbók.
Davíð Oddsson reyndi á sínum tíma að tala upp krónuna og uppskar hlátur og grín. Það er ekki hægt að tala upp gjaldmiðilinn sögðu menn.
Í þrjú ár eða lengur hefur þessi ríkisstjórn talað krónuna niður. Þó er hún ennþá til. Hvað ætli menn úti í heimi hugsi þegar æðstu stjórnarmenn landsins tala gjaldmiðilinn endalaust niður. Meira segja leggjast svo lágt að segjast komsat í skjól í evru, af öllum gjaldmiðlum, sem flestir eru á að hverfi eða a.m.k. komist í öreindir fljótar en menn vilja vera láta.
Nú hafa tveir ráðherrar, að vísu annar fyrrverandi komið fram og sagt okkur svart á hvítu það sem við aðlögunarsinnar höfum alla tíð talið. Að hér er ekki um aðildarviðræður að ræða heldur blákalda innlimun. Bæði Ögmundur og Jón Bjarnason eru orðnir verulega áhyggjufullir, og vita þeir þó meira um þetta mál en við hin.
Ég spyr líka hvar er þetta 90.000 blaðsíðna rit frá Evrópusambandinu sem stundum er vitnað í? er það rit ekki þýtt á íslensku, og af hverju ekki? Stendur eitthvað óþægilegt í því? Já það gerir það nefnilega. Þar segir hreint út að það sé ekkert til að semja um, bara að taka upp jafnt og þétt skipanir frá Brussel, bara spurning um tímasetningar. Og hvað er þessi svokallaða "samninganefnd" þá að gera? Þeir hljóta að vera áskrifendur að kaupinu sínu. Því samninganefnd sem er að semja um eitthvað sem er ekki hægt að semja um, hlýtur að vera í skrítnum málum. Ég krefst þess eiginlega að bókanir og umræður þessarar nefndar við ESB verði gerðar lýðum ljósar, birtar svo við getum séð svart á hvítu hvað þeir eru að nota peningana okkar í. Meðan verið að að herða sultar ól á íslenskum almenningi, svo alvarlega að fólk telur bestu leiðina að taka sitt eigið líf, eins og kom fram á bloggi Maríóns Njálssnar.
Þeir eru meira að segja orðnir svo frekir ráðamennirnir í Brussel að ýta við okkar mönnum um að opna landhelgina og leyfa veiðar annara ríkja. Þeir eru líka að komast yfir vatnsföll og aðrar auðlindir, sem þeir hafa takmarkað af. Og stærsta gulrótin svo notuð séu orð Össurar er auðvitað Norðurleiðin svokallaða frá Síberíu. Þeir vilja fá sinn hlut í þeim tækifærum sem þar bíða. Ekki minnkar áhuginn þegar ljóst er að olía er líkleg á Drekasvæðinu.
Ætlar lítil vel upplýst þjóð virkilega að kasta þessu öllu frá sér bara til að geta leikið við stóru strákana í Brussel?
Menn eru hissa á að það séu mest menntamenn og fólk úr Reykjavík (sem sennilega hefur aldrei migið í saltan sjó) sé hópurinn sem vill ólmur þarna inn. Það er vegna þess að þeir horfa einfaldlega á málin á annann hátt. Þeir vilja komast í samneyti við menningarelítuna úti, og sjá fyrir sér meiri möguleika á slíku. Ísland er orðið of lítið fyrir þetta fólk.
En við hin sem gerum okkur grein fyrir hvað er í húfi, munum áfram berjast við þetta ofurefli, sem hefur sett milljarða í sína baráttu fyrir innlimun, keypt sér þá ráðamenn sem við sjáum hvernig haga sér gagnvart landi og þjóð. Þetta er stríð Davíðs og Golíats. Með því að láta ekki ginna okkur tekst okkur að koma þessum óskapnaði af höndum okkar. Og vonandi fær landsdómur sitt herfang, það verður sennilega ekki Geir Haarde, það verða núverandi ráðamenn og þeirra pótiintátar, sem selja sálu sína fyrir gott veður í Evrópu.
Gott fólk það virðist vera að hvorki Ögmundur eða Jón Bjarnason hafi kjark til að stoppa þetta ferli af. Þó er þessi ríkisstjórn með eins manns meirihluta. Þeir eru að biðla til almennings að hugsa sína stöðu. Það sem við getum gert er að láta ekki glepjast af gulli og grænum skógum frá Brussel, þeir myndu ALDREI VERA AÐ EYÐA ÞESSUM TÍMA OG PENINGUM Í AÐ FULLVISSA OKKUR UM GÓÐSEMI ÞEIRRA OG SKJÓl. Ef þeir væru að hugsa um okkur þessa litlu þjóð með allar sínar auðlindir. Þetta eru ekki GÓÐGERÐARSAMTÖK, ekki BJÖRGUNARSVEIT og alls ekki ENGLAR ALHEIMSINS AÐ HUGSA UM LÍTILMAGNAN. Þeim gæti ekki verið meira sama um fólkið sem hér býr. Þeir eru að spá í gæðin sem þeir fá við það að við töngum inn. Og nú hugsi hver fyrir sig; Hvað verður þá um okkur?
Við vorum nýlendu þjóð undir dönum á sínum tíma, norðmönnum líka, það tók blóð svita og tár að fá sjálfstæði. Viljum við fórna því bara til að nokkrar klíkur geti fengið góð störf og aðstöðu í Lúxemburg og Brussel, jafnvel Berlín og við bara vinnudýr hérna heima stjórnað af klíku í Brussel, sem þjóðir Evrópu hafa ekki einu sinni til þess kosið. Þeir tóku sér þetta vald, og VILJA EKKI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR. Því þeir óttast lýðræðið meira en allt annað.
Nei og aftur nei... Við viljum vera sjálfstæði þjóð með okkar eigin utanríkisstefnu og okkar eigin gjaldmiðil og okkar eigin frelsi.
![]() |
Viðræðum ljúki fyrir kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 26. febrúar 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar