13.2.2012 | 21:06
Af hverju drullastu ekki til að segja "landráð"
Þessar tvær uppákomur á alþingi núna sýna að ríkisstjórnin er að missa tökin á sjálfum sér. Ástandið er orðið það svakalegt að þeir eru að gefast upp. Enda er þessi ríkisstjórn tæknilega fallinn, það á bara eftir að gefa út dánarvottorðið.
Þeir skilja þetta Össur og Steingrímur, þó Jóhanna sjái það ekki. Hún hefur víst ekki mikið pólitískt nef, aðallega ráðasemi, og ætlar að verða þarna til 100 ára aldurs. Þegar Össur hefur sagt það hreint út að það þurfi að skipta um yfirstjórn flokksins þá segir það sína sögu. Þegar Árni Páll og Sighvatur Björgvinsson eru spurði hvort skipta þurfi um formann og þeir vilja ekki svara, þá má segja að þögn sé sama og samþykki. Hver einast einstaklingur sem fengi slík viðbrögð frá sínum nánustu samstarfsmönnum myndi sjá að tíminn væri komin til að hverfa af vettvangi með reisn. En ekki okkar manneskja. Hún ætlar að vera áfram fram til 100 ára. sem sagt 30 ár í viðbót.
Samfylkingarfólki finnst það fyndið að Steingrímur skyldi missa algjörlega stjórn á skapi sínu við saklausri fyrirspurn frá Sigmundi Davíð, já það er af því Sigmundur er svona og svona....
Þá er semsagt allt í lagi að ráðherra sem gegnir þremur ráðherraembættum skeyti þannig skapi sínu á alþingismanni. Þetta eru nú aldeilis flottar fyrirmyndir.
Þegar Steingrímur fór úr pontu kallaði Sigmundur Davíð úr þingsal. Ekki heyrðist greinilega í vefútsendingu Alþingis hvað Sigmundur kallaði. Hins vegar er ljóst að Steingrímur brást illa við: Æ, þegiðu" var svarið og bað Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, þingmenn um að gæta orða sinna.
Af hverju drullast þú ekki til að segja landráð," sagði Steingrímur svo eftir að hann var sestur aftur í sætið sitt.
http://visir.is/steingrimur-vid-sigmund-david--ae,-thegidu/article/2012120219636
Eða Össur í sínu svari til Vigdísar Hauksdóttur sem er jafnvel ennþá merkilegra.
"Vigdís spurði meðal annars út í það hvernig stæði á því að utanríkisráðuneytið hafi samið við stækkunardeild ESB um að opna hér Evrópustofu.
Í svari Össurar segir að fyrirspurnin sé á misskilningi byggð og hana hefði mátt uppræta með því að leita til Evrópustofu. Rangt sé að ráðuneytið hafi samið við einn eða neinn um Evrópustofu og slíkri ósk var aldrei komið á framfæri við ESB, hvorki formlega né óformlega og er svo vísað í ofangreinda tilvitnun í Íslandsklukkuna. Allt frumkvæði hafi komið frá Brussel eins og ýmislegt gott sem eflt hefur hag Íslands.
Hér annað hvort lýgur Össur eða Björn Bjarnason, því hann segir í pistli sem hann ritaði þegar hann fór sérstaka ferð til Brussel og Berlín til að ræða við ráðamenn ESB um ferlið.
Svona er hans útfærsla á þessu:
"Ríkisstjórn Íslands taldi nauðsynlegt að auka þekkingu Íslendinga á Evrópusambandinu. Hún sneri sér til stækkunardeildar Evrópusambandsins með tilmæli um að þetta yrði gert. Stækkunardeildin samþykkti að verða við tilmælunum og ákvað að verja 1,4 milljónum evra (nú um 220 m. ISK) á tveimur árum til þessa verkefnis. Var kynningarstarfið sett í útboð. Í ágúst 2011 var kynnt að tilboði Media Consulta í Berlín hefði verið tekið og á Íslandi yrði Athygli almannatengsl framkvæmdaraðili. Innan tíðar verður kynningarskrifstofa ESB opnuð í hjarta Reykjavíkur undir þessum formerkjum.
Þegar ég hafði á orði í Berlín að einhverjir á Íslandi teldu að með því að stofna til kynningarstarfs af þessu tagi bryti Evrópusambandið gegn íslenskum lögum var mér snarlega bent á að þetta væri gert að tilmælum ríkisstjórnar Íslands. Hún hefði snúið sér til ESB og farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að hún tæki að sér að fræða Íslendinga um ESB. Vissu íslensk stjórnvöld ekki hvað væri heimilt eða óheimilt í þessu tilliti væri það vandamál annarra en þeirra sem hefðu tekið að sér að framkvæma verkefnið á grundvelli útboðs í krafti samnings milli ríkisstjórnarinnar og ESB."
Ég fyrir mitt leyti trúi frekar Birni Bjarnasyni, því það vill svo til að Össur hefur ekki sagt allan sannleikann um ESB umsóknina hingað, til réttara sagt aðlögunarferlið og er sífellt að fara undan í flæmingi. En dæmi hver fyrir sig.
Það er líka ljóst eftir skoðanakannanir í Fréttablaðinu að meirihluti íslendinga vill kosningar í vor. Það er erfitt veit ég fyrir ríkisstjórnarflokka sem eru með allt niður um sig, og hafa ekki komin neinu í verk til að bjarga heimilum landsins.
En fólkið í landinu svona fyrir utan hörðustu stuðningsmenn stjórarinnar vilja kosningar. Nú hafa komið fram nokkur ný framboð og sum þeirra lofa góðu eins og Samstaða og Breiðfylkingin. Nú þarf þjóðin að vanda sig til verks, lesa sér til um hvað er í boði. Og bera saman orð og efndir stjórnmálamanna hingað til. Hverjir hafa svikið öll sín sjónarmið, hverjir hafa sagt sig frá titlum og togum vegna þess að þeim líkar ekki hve frjálslega er farið með það sem fólki var lofað. Alla vega einn þingmaður hefur beðið kjósendur sína afsökunar á því að hafa ginnt þá til að kjósa flokkinn sem hann fór fyrir.
Atkvæði er hverjum manni heilagur réttur, en um leið hvílir sú skylda á greiðandanum að hann standi undir ábyrgð og láti ekki loforð um gull og græna skóga plata sig til að gefa atkvæði sitt, heldur virkilega reyna að setja sig inn í hvað er best fyrir þessa þjóð. Og þá er ég ekki í nokkrum vafa um að við munum fá að sjá breytingar og Nýtt Ísland rísa.
ÁFRAM NÝTT ÍSLAND.
Áfram Nýtt Ísland, við ýtum úr vör,
á úfinn og kólgandi marinn.
Með hugsjónir góðar, er hafin sú för
og heilagur rétturinn varinn.
Þegnarnir uppskera eins og þeir sá.
Þetta er alla að kyrkja.
Nú þurfum við atkvæð´ og þau ekki fá
því við viljum mannauðin virkja.
Því réttum við fram okkar hjálpandi hönd,
heitstrengjum - ykkar er valið.
Og biðjum að fljótlega bresti þau bönd
Sem brýnt hafa okkur og kvalið.
Áfram Nýtt Ísland, við siglum þann sjó
Sem samhugur einn getur bundið.
Og finnum þá gleði í hjarta- og fró,
Sem friðþæging ein getur fundið.
![]() |
Æ, þegiðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
13.2.2012 | 13:04
Hver sigraði Eurovision?
Það hefur glumið í útvarpinu og annarsstaðar að Blár Ópal hafi sigrað í keppninni.
http://www.dv.is/frettir/2012/2/12/blar-opal-burstadi-simakosninguna/
Hverslags fréttamennska er þetta eiginlega. Þetta hefur verið í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum á ruv bæði í sjónvarpinu og útvarpinu. Ég á ekki orð, og svo er látið liggja að því að dómnefndin hafi framið eitthvað óskaplegt og þess vegna séu nöfn þeirra ekki birt. Væntanlega svo hægt verði að segja að þau hafi ekki haft nógan þroska til að velja.
Málið er að lagið Mundu eftir mér vann. Punktur Basta.
Sérstaklega er þetta skammarlegt af starfsmönnum ríkisútvarpsins að tala svona. Því þetta var á þeirra vegum. Það er engu líkara en að einhverjir þar innanhúss hafi verið hlutdrægir.
En ég segi nú bara hvaða áhrif hefur svona á þessa ungu glæsilegu konu. Hún er ekki vön að vera milli tannanna á fólki og þetta er illa gert og ljótt gagnvart henni.
Auk þess er mér vel kunnugt um hverjir voru aðalkjósendur Blás Ópals. Ég veit það vegna þess að ég fékk það beint í æð. Það voru ungar stúlkur á aldrinum 10 - 15 ára. sem tóku sig saman, júrópartý og samband á Fésinu. Þó ég sé ekki að segja að þeirra atkvæði séu minna virði en dómnefndarinnar, þá er það bara svo að stundum grípur sig svona hópæsingur að láta sitt lið vinna, og þá er ekki endilega verið að spá í gæði lagsins heldur stundar hrifning á glæsilegum flutningsmönnum.
Ég er ekki að segja að það hafi verið eingöngu táningar sem studdu drengina, þeir voru flottir og komu ágætlega fram. En svona samanburður er bara ekki í lagi að mínu mati.
Að velta sér upp úr einhverjum atkvæðum og láta liggja að því að þeir hefðu frekar átt að fara er vont fyrir það fólk sem sigraði keppnina og veitir ekki af öllum okkar stuðningi. Enda vel að þeim sigri komin.
Þess vegna segi ég bara áfram Greta, Jónsi og félagar. Þið eruð vel að sigrinum komin og eigið stuðning þjóðarinnar skilinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 13. febrúar 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar